Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Steggjun - Geggjun.

Þessi frétt um "Steggjun" sem fór úr böndunum þ.e.a.s brúðguminn var orðinn svo drukkinn að hann vissi ekki hvað hann var að gera minnir á sögur sem maður hefur heyrt af slíkum uppákomum. Ég hef verið veislustjóri í tugum brúðkaupa og oft eru sýnd myndbönd af "gæsun" og steggjun" í örfáum tilfellum hefur þetta verið afar neyðarlegt, eitthvað sem ég ætla ekki að fara út í. Aftur á móti hef ég séð hluti sem ég held og vona að séu að færast í vöxt, það er að fara með brúðina eða brúðgumann í dekur og gera eitthvað sem enginn þarf að skammast sín fyrir. Ég er ekki að segja að þetta fari alltaf úr böndunum en við þurfum að muna að ef eitthvað kemur uppá fylgir það brúðhjónunum alla tíð eða hreinlega gæti þetta endað með engu brúðkaupi.
mbl.is Steggjunin endaði í fangaklefa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er gúrka ?

Hvað segir þessi frétt okkur ? Jú það hefur eitthvað ekki verið í lagi í búningsklefanum og Eggert gagnrýnir Alan Pardew í News of the world, hann segir að það sé ekki tímabært að ræða þessi mál opinberlega..punktur. Er það ekki málið er þessi frétt tímabær ? ...Oft er spurt þegar fátt erum svör. Errm
mbl.is Eggert gagnrýnir Pardew
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lionsmenn í andyri Kaupfélagsins

Mín fyrsta minning um Konudaginn er þegar Lionsmenn á Dalvík seldu blómvendi í andyri Kaupfélagsins og prúðbúnir eiginmenn og kærastar rifu sig á fætur og keyptu blóm handa konunni semvar heima að elda sunnudagshrygginn góða. Mér finns nú að allir dagar eigi að vera KonudagarHalo TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN KONUR
mbl.is Konudagurinn er í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spáin mín ekki svo vitlaus..

Spá mín ...sjá 3 færslum neðar..var ekki svo vitlaus...veit ekki með 6 neðstu sætin en vonandi verða þau gefin upp síðar. Friðrik Ómar var í 3 sæti í fyrra, öðru í ár og næsta ári er komið að honum og Íslandi.
mbl.is Eiríkur Hauksson verður fulltrúi Íslands í Helsinki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimilisofbeldi

fjarstyring Ég veit ekki hvort að Robert Adler hafi hugsaði út í hvað hann var að gera þegar hann fann upp fjarstýringuna. Ég held að það sé hægt að fullyrða að hverju heimili séu að meðaltali 6 - 10 fjarstýringar til og mörgum eru sennilega til fleiri, einhverjir eru tæknivæddir og sniðugir og Prógrammerað one for all. Ég hugsa að hann hafi ekki hugsað um allt heimilisofbeldiðWhistling sem hann hefur valdið er heimilismenn hreinlega slást um stýringarnar.
mbl.is Skapari fjarstýringarinnar látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá Brynjari..en samt ekki

Þetta er erfitt...maður gleðst alltaf þegar landinn stendur sig velSmile  en það var óþarfi að gera það á móti mínu liðFrown  Fagn * Snökt *
mbl.is Brynjar jafnar metin á Old Trafford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldur !!!!

Samkvæmt skoðanakönnun sem ég setti á síðuna mína fyrir 12 dögum og um 230 tóku þáttí fer Friðrik Ómar með "Eld" til Finnlands. Hér er niðustaðan úr skoðanakönnuninni, en þar var spurt hvaða flytjandi færi til Finnlands. Og fyrir neðan er spá sem ég setti hér a bloggið um leið og úrslitin lágu fyrir hvaða 9 lög kæmust áfram. Svo er bara að bíða spenntur og sjá hvernig fer í kvöld. Hættum að þykjast ekki hafa gaman að Júróvísion , stærstu hluti þjóðarinnar elskarInLove Eurovision á einhvern hátt. Áfram Eurovision. 

1.Friðrik Ómar 28% (64 atkvæði)

2.Eiríkur Hauksson 22% (50 atkvæði)
3.Heiða  16% (38 atkvæði)
4.Hafsteinn Þ  9% (21 atkvæði)
5.Matti MattJónsi 6% (15 atkvæði)
6.Jónsi 5% (13 atkvæði)
7.Andri Bergmann 5% (12 atkvæði)
8.Sigurjón Brink3% (7 atkvæði)

9.Bríet Sunna 1% (4 atkvæði)

1 „Eldur"   Friðrik Ómar
2„Þú tryllir mig"  Hafsteinn Þórólfsson
3„Ég les í lófa þínum" Eiríkur Hauksson
4„Húsin hafa augu"  Matthías Matthíasson.
5„Segðu mér"  Jónsi
6 „Ég og heilinn minn" Ragnheiður Eiríksdóttir
7„Blómabörn"  Bríet Sunna Valdemarsdóttir.
8 „Bjarta brosið" Andri Bergmann
9 „Áfram" Sigurjón Brink


mbl.is Úrslitin ráðast í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins loksins

Þetta er málið, loksins kominn staður fyrir kokka sem elda góðan en ljótan mat að vinna á,Tounge fyrir þá sem eiga ljótan maka og hafa aldrei getað farið út að borðaAlien  og ekki má gleyma þeim sem eru afbrýðissamir út í makann og þora ekki mikið að vera að flagga honum af því að þeir halda að honum verði stolið af þeim fyrir framan augun á þeim, svo geta þeir sem vilja ekki láta aðra sjá hvað þeir borða mikið farið á slíkan stað, staðurinn er öruggur fyrir þá sem fara út að borða með viðhaldinu og síðast en ekki síst er þetta mikill sparnaður fyrir veitingastaðinn í kertum, rafmagni og að lokum hráefni.....hver veit hvað hann  borðar í myrkri...verði ykku að góðu lengi lifi ljósiðHalo
mbl.is Kínverjar snæða á myrkvuðum veitingastað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í lok Þorra.

Þetta passar allt saman - Hákarl og brennivín hefur löngum þótt gott saman, þó býst ég ekki við að hann hafi verið með frosið Íslenskt brennivín né að hann hafi bragðað á kvikindinu. Þessi gaur er þess verðugur að vera heiðursgestur á einhverju þorrablótinu á næsta ári.
mbl.is Drukkinn veiðimaður veiddi hákarl með berum höndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ertu maður eða mús

Ég ætla að segja mína skoðun á þessu klámþingi sem á að halda hér á Íslandi. Þetta er vond kynning fyrir litla landið okkar, þessi heimsókn fær mikla athygli í fjölmiðlum og á netinu og fyrir mörgum verður landið eftirminnilegt fyrir "Klám" réttið upp báðar framloppurnar sem vilja það. Þetta ýtir undir þá ýmind sem stundum hefur verið haldið fram að hér sé allt vaðandi í hórdómsfólki sem auðvelt sé að komast yfir. Síðan er eitt sem ekki hefur verið í umræðunni þetta hefur áhrif á veika einstaklinga sem espast upp og gætu misst stjórn og brotið af sér......Ég veit ekki hvað það er strákar þorið þið ekki að vera á móti þessu.... mér sýnist að nokkrir hér í bloggheimum séu bara sáttir við Þetta....hvað er það ? eru þið svona spenntir að þið fáið hugsanlega að sjá glitta í brjóst ?  Þetta er neikvætt þorum að vera á móti þessu......er ekki nóg komið af hörmungum hér á íslandi undanfarið þó við ætlum ekki að auka á hættuna að fórnalömb einhverskonar kynferðisofbeldis verði fleiri.


mbl.is Klámþing verður haldið hér á landi í næsta mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband