Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Sel það ekki dýrara.....

christmas_postman_pat_lead_203x152 Pósturinn Páll og kötturinn Njáll - Palli hefði ekki klikkað á þessu, en ég frétti að í þessum pósti hefði bæði verið bréf frá John Lennon og kosningabæklingur frá Borgaraflokknum...sel það ekki dýrara en ég keypti það. Þessi frétt um að póstur hafi verið í leynum heima hjá útburðinum sem hætti segir mér að Íslandspóstur er fyrirtæki dagsins.
mbl.is Gamall póstur borinn út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Osama á landinu.

Nýjustu fréttir herma að "Mjög þekktur HRYÐJUVERKAMAÐUR" Bandit hafi verið handtekinn við annan mann þ.e.a.s annan hryðjuverkamann á Keflavíkurflugvelli einhvern tíma á bilinu frá mánudegi til mánudags...heyrst hefur að þeir séu mjög frjálslyndir og geðugir ekki er vitað hvaða efni þeir voru með á sér en málið er í rannsókn. Málið var rætt á alþingi í dag, enn þingmaður var ekki á staðnum og þurfti annar að svara fyrir hann....sem hann átti mjög erfitt með og þótti það mjög grunsamlegt....næstum því jafn grunsamlegt og að hinn væri ekki viðstaddur..Hvar var hann ? oft er spurt þegar lítið er um svör ! Sleeping


mbl.is Tekist á um hryðjuverkamenn á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sauðkennislyklar.

Nú er búið að loka heimabankanum mínum þ.e.a.s ég verð að virkja þenna blessaða sauðkennislykil....en viti menn ég hef engan lykil fengið sendan. Í gær í  útvarpinu var viðtal við einhvern gaur sem fullyrti það að það yrði engum heimabönkum i lokað fyrr en lyklarnir væru komnir í hús ...lyklar smyklar..þetta er bara steypa svo er þetta ljót lyklakippa sem maður þarf að bera á sér....mér finnst við vera að fara langt aftur í tíma og tækni - Það hlýtur að vera til einhver önnur leið, væri ekki hægt að setja þetta í kort sem passar í veski...OK ég er að reyna að vera jákvæður út í þetta og nú bíð ég spenntur eftir eftir þessum "Sauðkennislykli" sem kemur kannski fyrir sumarið en á meðan bíður heimabankinn minn og safnar vöxtum.
P.s Þetta með "Sauðkennislykil" á að vera fyndið.

Maðurinn með bláberja augun.

Legg til að þessi "frægi"reikningur úr Baugsmálinu verði innrammaður og seldur á uppboði til styrktar ríkinu til að minnka himinháar kostnaðarupphæðir vegna þess máls sem ætlar engan endi að taka. Að auki legg ég til að menn fari að snúa sér að einhverju öðru og hafi einfaldelga vit á því að hætta, lífið er stutt og nær er að gera eitthvað annað við tímann og peningana. OK þetta hljómar eins og lélegur brandari hjá mér en er það ekki einmitt málið þetta er lélegur rándýr brandari sem enginn nennir að hlusta á lengur.....það er alveg eins hægt að hlusta á 5 aura brandara

Tveir menn voru að tala saman, Jón og Siggi.

Heyrðu,segir Siggi "Ég var að heyra um mann sem missti bæði augun, og læknarnir græddu bláber í augnóftirnar"

Nú sagði Jón.. Og hvað?

"Hann bara sér betur en nokkru sinni fyrr, hann hefur alveg 100 % sjón"

Jaaaááá.. svaraði þá Jón

Og annað.. segir sá fyrrnefndi, "svo var einn sem missti alla puttana, þeir græddu á hann júgur af belju, og nú spilar hann á píanó, algjör snillingur"

neii.. því trúi ég nú ekki segir Jón, hefur einhver séð þetta?

"Jáhá.. maðurinn með bláberja augun"


mbl.is Frægasti reikningurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir sáttir.

HandShake_Business_Edited Tilraunverkefni lögreglunnar um að leita sátta í smámálum finnst mér vera hið besta mál, í einhverjum tilfellum hentar það síður en ég ansi hræddur um að í mjög mörgum tilfellum er skömmin nóg refsing og ef að menn standa sáttir upp frá borðinu er tilganginum náð. Mín trú er sú að verkefnið muni ganga vel og verði haldið áfram eftir þessi tvö ár.
mbl.is Gerandi og þolandi ræða saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingjarnir.

Það er nú annað hægt en að vorkenna þessum karlagreyjum sem sjá einhverja gróðavon í því að segjast eiga barn Önnu og hinn heppni eða óheppni fær dánarbú hennar ásamt hugsanlegum risafjárhæðum vegna dómsmála.......er þetta ekki dálítið of mikið.....má ég frekar biðja um eitthvað annað á Valentínusardeginum sjá HÉR


mbl.is Lífvörðurinn kann að vera barnsfaðir Önnu Nicole
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Late dinner og rauðvín.

 Það er alltof lítið til af sykursætum dögum, þegar við dettum í kærleiksríkan jólalegan og væminn gír, ég hef sagt það áður við erum of feiminn við að vera mjúk, mýktin er innra með öllum og það er hverjum manni hollt að opna fyrir henni, hún losar, græðir og eykur kærleiksríka sýn. Nýtum okkur daga semjtch7-hug-heart þessa sama hvað þeir heita eða hvaðan þeir koma. Skiptum algjörlega um gír í dag..."prófaðu bara ...þetta virkar". Gerðu eitthvað í dag fyrir elskuna þína sem þú hefur aldrei gert áður t.d mættu í vinnuna til hans/hennar með blóm og lestu upp ljóð eða farðu með frumsamið -  mættu í vinnuna með farseðla til Parísar og þið drífið ykkur í dag, það er alltaf hægt að vinna vinnuna eða safna peningum síðar....og ömmur vilja passa barnabörnin sín  -  vertu búin að láta renna í heitt bað er elskan kemur heim og vertu búin að öllu öðru og eldaðu góðan mat og bjóddu uppá Carmen rauðvín "Late dinner" eftir að börnin eru sofnuð og fáðu einhvern mjúkan söngvara til að koma eða fiðluleikara til að spila 1 - 2 lög og að lokum ertu búin að skipta á rúmunum og fá frí fyrir hádegi fyrir elskuna. Svona er lengi hægt að halda áfram og í nútíma tæknivæddu þjóðfélagi er hægt að nota sms til að senda elskunni sinni sæt, krúttleg eða heit skilaboð.....þú getur gert það strax..prófaðu.

 

En það er14. febrúar ár hvert sem Valentínusardagurinn kemur og algengt er í  vestrænu samfélagi að elskendur og aðrir tjái ást sína með því að gefa rómantíska gjöf á þessum degi. Upprunalega hefðin var sú að senda bréf eða kort til sinnar heittelskuðu, svokölluð Valentínusarkort. Margir telja Valentínusardaginn vera Bandarískt fyrirbæri. Áður en hann var kenndur við Valentínus var þessi dagur haldinn til heiðurs rómverska frjósemisguðinum Lupercus og var í þá daga slátrað geit og drukkið vín auk þess sem menn hlupu um bæinn útataðir í blóði. Eftir að þáverandi keisari Rómar hafði bannað hjónabönd, þar sem hann komst að þeirri niðurstöðu að einhleypir karlmenn væru betri hermenn, og kristnin hafði verið gerð að ríkistrú í Rómaveldi var dagurinn eignaður Valentínusi, presti sem var hálshöggvinn þennan dag fyrir að gefa saman ung pör sem mátti ekki gefa saman, eða svo segir sagan. Eftir aftöku var Valentínus titlaður verndari elskenda og dagurinn loks haldin honum til heiðurs. Sumum eru í nöp við þennan dag hér á Íslandi af því að við tókum hann beint upp eftir kananum, mér finnst það ekki skipta máli okkur veitir ekki af öllum slíkum dögum sem gefa okkur tækifæri og minnir okkur á hvað það er mikilvægt að hlúa að ástinni. Síðan getur hver og einn haft eins marga Valentínusar eða ástardaga eins og hann vill – því fleiri.því betri.


Kúluskítur.

billedUm leið og ég las þessa skemmtilegu frétt datt mér í hug grænþörungurinn "Kúluskítur". Akanvatn á eyjunni Hokkaido í Japan og Mývatn eru einu vötnin sem hafa stórar kúlur kúluskíts í umtalsverðu magni.  Ég veit ekki af hverju mér kom þetta í hug og vona Japananna vegna að það sé enginn skítur í Kakóbaðinu þeirra, sérstaklega ekki ef menn eru mikið að bragða á baðinu. Ég veit ekki til þess að í Mývatnsveit fari heimamenn í kakó eða súkkulaðiböð einn hitt veit ég að þeir eiga frábær jarðböð....og því ekki að skella sér með elskunni sinni í jarðböðin í Mývatnssveit á Valentínusardaginn og bjóða henni svo upp á "hreint" súkkulaði á eftir.


mbl.is Súkkulaðibað í tilefni Valentínusardags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott en ekki nóg !

Þetta eru góðar fréttir og þakkir eiga skyldar þeir aðilar sem komu að þessu og þá ekki síst fjölmiðlarnir án þeirra væri þetta mál ekki statt þar sem það er nú.  En það eru fleiri sem eiga um sárt að binda sem ekki er minnst á í fréttinni t.d  nemar í Heyrnleysingjaskólanum, stúlkur af Bjargi og ættu ekki stjórnvöld að aðstoða fórnarlömb barnaníðinga sem ættu að vera lokaðir inni á stofnunum á vegum stjórnvalda...maður spyr sig ?. Ég efast ekki um að þessi teymi vinni vel, en þetta má ekki vera redding af hálfu ríkisstjórnarinnar, það þarf að vinna áfram , hvað með fjárstyrki til fórnarlamba.....og svona að lokum fá stúlkurnar í Byrginu ekki afsökunarbeiðni frá forsætisráðherra íslands ?
mbl.is Áfallateymi vegna Byrgisins og Breiðavíkur taka strax til starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leitaðu þér hjálpar áður en þú fremur sálarmorð

Verndum börnin okkar……hvað er barnið þitt að gera í tölvunni ?

Það virðist vera svo mikið af hörmulegum fréttum undanfarnar vikur að eitthvað af því sem er í gangi verður undir. Þess vegna er ágætt að láta ýta aðeins við sér til þess að við höldum vöku okkar í sambandi við barnaníðinga, þeir hætta ekki að vera veikir. Við horfðum uppá mikinn óhugnað t.d í sjónvarpsþættinum Kompás á Stöð 2, á netinu og hlustuðum á fréttir af barnaníðingum eða veikum einstaklingum sem sækjast eftir ungum börnum á netinu og þá aðallega í gegnum MSN. Maður spyr sig er barnaníðingur í mínu byggðarlagi/hverfi ? Á undanförnum 3 – 4 mánuðum er búið að handtaka barnaníðinga á nokkrum stöðum á landinu. Það voru um 100 einstaklingar sem melduðu sig hjá tálbeitu Kompásmanna á nokkrum klukkutímum, það voru einhver hundruð sem svöruðu tálbeitu piltanna sem opnuðu síðuna barnaperrar.is á netinu til að vara fólk við. Á þeirri síðu birtust í nokkra daga myndir af karlmönnum á öllum aldri, nöktum fyrir framan vefmyndavél, tálbeitan var 13 ára stúlka sem þeir héldu að þeir væru að tala við.

Þessir aðilar eru fársjúkir og þurfa aðstoð og viðeigandi úrræði, þeir hljóta að þurfa eftirlit og eftirmeðferðir. Sumir segja “ einu sinni barnaníðingur alltaf barnaníðingur”. Það er ljóst að dómskerfið er ekki alveg að virka, mér skilst að dómarar hafi ekki nýtt refsirammann til fulls af hverju ? Það er  hefur margt hörmulegt gerst og margar eru sálirnar sem bíða þess aldrei bætur, þarf eitthvað enn verra að gerast til þess að það verði virkilega tekið á þessum málum ? Við verðum að vernda börnin okkar því að hvötin hjá þessum einstaklingum virðist svo yfirgnæfandi að allar meðferðir eða refsingar virðast gagnlausar. Við einstaklinga sem finna fyrir slíkum hvötum gætum við sagt, “ Leitaðu þér hjálpar áður en þú fremur sálarmorð “

Hvað er barnið þitt að gera í tölvunni ?  
Er barnið þitt með aðgang að MSN ?
Ef barnið þitt er með aðgang að MSN, spurðu þig þá til hvers ?

Það er til búnaður til að setja hömlur á netnotkunina hvað varðar ákveðin svæði, svo sem klám og spjallsíður tengdar þeim. Börn eru forvitin um þessi mál og mega aðstandendur ganga að því vísu að börnin eru að skoða þessa hluti. Barnaníðingar eða barnaperrar eru afar færir í því að tala börn til, gera þau forvitin, bjóða þeim peninga og fleira. Ef að þeir komast að þeim og ná sambandi þá er fjandinn laus hvort sem um er að ræða beint samband eða samband með vefmyndavél. Það þurfa allir að taka sig saman um að berjast gegn þessum viðbjóði þetta snýst um framtíð barnanna okkar.

 

Einhverjir þekka ekki MSN eða vita hvað það er. MSN er spjallforrit og hér er linkur í upplýsingar um það hvernig forledrar geta fylgst með hvað er að gerast á MSN hjá börnunum sínum og stillingar, upplýsingarnar eru settar inn af foreldri HÉR


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband