Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
Nú get ég ekki orða bundist lengur og verð að vera neikvæður í garð auglýsinga SKO símafyrirtækisins. Þjónustuna eða fyrirtækið þekki ég ekki og er ekkert að skrifa um það....en ef að fyrirtækið er eins og auglýsingarnar þá er ekki mikið varið í það. Fyrst voru það blaðaauglýsingarnar með stóru bleiku/rauðu vörunum sem höfðu þau áhrif að maður fletti hratt yfir þær síður og eflaust gætu auglýsendur á sömu síðum farið í mál við SKO. Síðan eru það sjónvarpsauglýsingarnar..Jóhannes Haukur leikur þetta ágætlega en virkar samt eins og hann sé ekkert gríðarlega áhugasamur um verkefnið..skrýtið !. Ef það yrði hringt í mig frá SKO þá er ljóst hverju ég myndi svara...auglýsingaherferðir virka...sorry.
Bloggar | Mánudagur, 12. febrúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Stórstjarnan Silvía Nótt veldur mörgum hugarangri og margir skilja ekki hvað er í gangi með þessa persónu. Annaðhvort hata menn hana, elska hana eða elska að hata hana. Hún og hennar gengi eru einfaldlega snillingar í markaðssetningu, hún þarf samt að læra örlitla mannasiði er kemur að því að tala um þá sem minna mega sín og kúk og pissbrandararnir eru ekki svona Glysstjörnu til mikils sóma ( Verð nú að segja eitthvað pínu neikvætt svo að hún heimsæki mig á Dalvík með diskinn sinn) Líklegt er að Silvía Nótt spili meðvitað á fjölmiðla sem eru oft dálítið duglegir við að segja frá því sem er neikvætt eða öðruvísi , þannig kemst hún frítt í fjölmiðlana - fjölmiðlar selja hana og diskinn hennar...gott hjá henni. Hún á eftir að ná langt erlendis með tónlistinni sinni.....Ævintýrið er rétt að byrja. Hvaða persóna hefði risið upp úr öskustónni sem margir töldu hana vera komna í eftir Evróvision í fyrra...engin nema Silvía Nótt.....Við megum ekki týna húmornum hér á litla íslandi.....en hvað skyldu þeir skosku sem kalla Hafdísi Huld álfapoppprinsessu kalla Silvíu Nótt ?
Hafdís Huld kölluð álfapoppprinsessa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Mánudagur, 12. febrúar 2007 (breytt kl. 14:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er mikið hægt að velta sér uppúr tölum eða niðurstöðum úr skoðanakönnunum líkt og þessari sem birtist í Fréttablaðinu í dag um traust á stjórnmálaforingjum. Ef leitað er eftir þremur vinsælustu eða þeim þremur sem íslendingar bera mest traust til með því að draga óvinsælustu prósenturnar frá vinsælustu þá er staðan þessi. Ég veit ekki hvað reiknimeistarar segja við þessu
Steingrímur Joð 22.5%
Geir Haarde 20,6 %
Össur Sk 4,4%
Flestir treysta Geir af stjórnmálaleiðtogunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Mánudagur, 12. febrúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
K.S.Í þingið var haldið um helgina og Geir þorsteinsson kjörinn formaður með miklum yfirburðum í mínum huga líkt og ég hef bloggað um áður tel ég Höllu Gunnarsdóttur vera sigurvegara, hún hefur vakið marga til umhugsunar um ýmis mál innar knattspyrnuhreyfingarinnar og þingið fékk athygli frá öðrum hópi nú en áður. Maður heyrir sögur af því að það hafi verið verslað með atkvæði um formannskjör og stjórnarkjör og ef satt er þá er það vont. Geir var spurður á rás 1 í morgun að því hvort K.S.Í hafi staðið vel að málum í kvennaknattspyrnunnar hann taldi svo vera. Það hefði líka verið áhugavert að vita skoðun hans á mjög dónalegum skrifum um meðframbjóðenda hans m.a á spjallvefjum á heimasíðum t.d KR og Vals sjá færslu Hrafns Jökulssonar.
Bloggar | Mánudagur, 12. febrúar 2007 (breytt kl. 08:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sá brennandi bát við Ísland á mynd á Google Earth | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Sunnudagur, 11. febrúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það eru til ýmsar viðurkenningar, Fálkaorður, menn ársins og fleira og fleira. Oft spyr maður sig hver er tilgangurinn og hvernig þetta er mælt. Í þessu tilfelli með Egil Vagn er þetta mjög skýrt og hann svo sannarlega vel að þessu kominn og vekur þetta mann einnig til umhugsunar um skyndihjálp í skólum hvort að hún ætti ekki að vera skyldugrein ?
Átta ára drengur hlaut viðurkenningu sem Skyndihjálparmaður ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Sunnudagur, 11. febrúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
800 ára fangelsi fyrir kynferðislegar misþyrmingar á þrem börnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Laugardagur, 10. febrúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta samráðsmál ásamt einu til tveimur öðrum er orðið voðalega þreytt og maður hefur ekki lengur áhuga á að lesa fréttir um það. Ég á það gott að geta bara skellt mér á skíði á 10 mínútum og rennt mér í unaðslegum brekkum Böggvisstaðafjalls við Dalvík. Þessi vika er búin að vera æðisleg, frost logn, tungslinskbjart og skíðafærið alveg magnað. Í gær var mikið að gera í vinnuni og á milli kl 16 og 17 skellti ég mér á skíði til að láta þreytu dagsins líða úr mér, börnin komin úr skólanum búin að læra og við fórum öll saman, tók okkur 10 mín að taka okkur til 3 mín að keyra að skíðasvæðinu og 4 mín að skella græjunum á okkur....allir með hjálm....síðan renndum við okkur í stjörnubjörtum himni og tunglskinið lýstu upp fallegan Svarfaðardalinn....um kl 19.30 voru börnin búin að borða og háttuð þreytt og ánægð með daginn....má ég þá frekar biðja um stutta en afar góða skíðaferð heldur en fleiri fréttir af þessu tagi.
Máli gegn olíuforstjórum vísað frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Föstudagur, 9. febrúar 2007 (breytt kl. 18:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þetta eru góðar fréttir og gott dæmi um það að ef menn leggja sig fram þá ná þeir árangri. Maggi og Jónatan dómari eru vel að þessari tilnefningu komnir. Ég spái því að þeir félagar sýni á sér sínar allra bestu hliðar í Kodak húsinu í Holly hæðum í júni er þeir taka við Emmý. Það er ekki ólíklegt að Jónatan komi á gangandi á tveimur jafnfljótum fótum en Magnús kemur annaðhvort svífandi úr háloftunum eða á höndunum.....Áfram Latibær
Latibær tilnefndur til Emmy verðlauna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Fimmtudagur, 8. febrúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kæri vinur
Vertu áfram þú sjálfur
Þú ert vinur minn og sannur vinur
Vegna þess að þú ert þú sjálfur
Vináttan felst í því að vera sannur
Þú ert sannur
Og þess vegna ertu vinur minn
Ég met það miklis að eiga þig sem vin
Þú ert vinur minn að eilífu
Ekkert getur breytt því
Því að þú ert þú sjálfur
Og munt vera það vinur minn
Kæri vinur
Mér þykir vænt um þig
Farðu því vel með þig.
Í faðmlögum í 5.000 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Fimmtudagur, 8. febrúar 2007 (breytt kl. 14:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Matarsíða áhugamannsins
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Sterk upplifun
- Dásamlegar Dagatalsdömur gleðja.....og gleðja.
- Skilaboð úr skjóðunni.....
- Chia Smoothie. Klárlega fyrir þig !
- Feykiholl kjúklinga og grænmetis súpa
- Ný uppskrift.! Hollt og gott rasp á Fisk eða kjúlla.
- Af hverju er ekki bara nóg fyrir okkur að hafa bara nóg. ?
- Dagur með ástinni þinni - Hvernig skal koma á óvart.
- Allt gengur betur.....Vertu jákvæður !
- 10 Fiskar - 10 hljómplötur.
- Sojan sigrar natríumbardagann við saltið
- Svarta kómedían lýsir upp skammdegið - Þrefalt húrra fyrir LA.
- Snyrtilegt og sárfyndið leikhús
- Kynþokki, rokk og ról - Leikfélag Akureyrar þorir !
- Matarupplifun í byrjun árs - Nýtt heimili.
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Greinar og skrif
Tenglar
Ýmislegt
- julli.is Mín síða
- Dalvík Staðurinn
- Fiskidagurinn mikli Stærsta matarhátíðin
- Matur og gleði Blogg á ensku um mat, viðburði og lífið
- Cool leikjasíða Kíktu á þessa
Matarsíður
- Matarlist Frábær vefur
- Berjavinir Allt um villt ber í nátturu íslands
- Slow food Samtök framtíðarinnar
- Matardagbók Ragnars Freys Snilldar síða
- Matur úr héraði
- Fylgifiskar Ein af mínum uppáhaldsbúðum / stöðum
- Freisting Góður vefur
- Ostabúðin Skólavörðustíg Ein góð
- Íslenskt grænmeti Toppaðu þetta
- Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson
- Matarsetur Matur saga menning
Vínsíður
- Vín og matur Skemmtileg síða um vín.....og mat
- Vín og matur blogg Vínkeðjan og fl skemmtilegt
- Vínbúðin ÁTVR
- Vínskólinn Vínskólinn
- Vínsíða Eiríks Orra Elsta vínsíða landsins
Veitingastaðir
- Friðrik V Einn besti veitingastaður landsins
- Þrír Frakkar Úlfar er snillingur
- Frábært kaffihús Flatbrauðið hans Þórólfs frá Lundi er eðall
- Halastjarnan Ohhhh á þennan eftir
- Strikið Flottur staður
- Greifinn Saltfiskpizzan góða
- Rub 23 Fyrrum Karolína
Tæki og tól
- Stjarnan glermunir Gerir matinn fallegri
- Fastus Heildverslun með tæki og tól
Uppskriftir
- Matseld Fullt af uppskriftum
- Uppskriftavefurinn Uppskriftir
- Kjarnafæði Kjarnafæðis uppskriftir
- Sjávarréttir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
Spurt er
Bloggvinir
- Atli Rúnar Halldórsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Pétur Guðjónsson
- Fiddi Fönk
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Pétur Björgvin
- Jónas Björgvin Antonsson
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Kafteinninn
- Hlynur Hallsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Snorri Sturluson
- Helgan
- Ómar Ragnarsson
- Bjarnveig Ingvadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Lára Stefánsdóttir
- Gunna-Polly
- Þórður Ingi Bjarnason
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Blúshátíð í Reykjavík
- Ómar Pétursson
- Elfar Logi Hannesson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Guðjón H Finnbogason
- Kristín Einarsdóttir
- Íris Hauksdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- DÓNAS
- Eyrún Elva
- Nonni
- Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir
- Ása Björg
- Anna Guðný
- Haraldur Davíðsson
- Ingunn Magnúsdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Guðrún Emilía Guðnadóttir