Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

SKO ömurlegar auglýsingar

Nú get ég ekki orða bundist lengur og verð að vera neikvæður í garð auglýsinga SKO símafyrirtækisins. Þjónustuna eða fyrirtækið þekki ég ekki og er ekkert að skrifa um það....en ef að fyrirtækið er eins og auglýsingarnar þá er ekki mikið varið í það. Fyrst voru það blaðaauglýsingarnar með stóru bleiku/rauðu vörunum sem höfðu þau áhrif að maður fletti hratt yfir þær síður og eflaust gætu auglýsendur á sömu síðum farið í mál við SKO. Síðan eru það sjónvarpsauglýsingarnar..Jóhannes Haukur leikur þetta ágætlega en virkar samt eins og hann sé ekkert gríðarlega áhugasamur um verkefnið..skrýtið !. Ef það yrði hringt í mig frá SKO þá er ljóst hverju ég myndi svara...auglýsingaherferðir virka...sorry.


Silvía Nótt komdu fljótt.

Stórstjarnan Silvía Nótt veldur mörgum hugarangri og margir skilja ekki hvað er í gangi með þessa persónu. Annaðhvort hata menn hana, elska hana eða elska að hata hana. Hún og hennar gengi eru einfaldlega snillingar í markaðssetningu, hún þarf samt að læra örlitla mannasiði er kemur að því að tala um þá sem minna mega sín og kúk og pissbrandararnir eru ekki svona Glysstjörnu til  mikils sóma ( Verð nú að segja eitthvað pínu neikvætt svo að hún heimsæki mig á Dalvík með diskinn sinn) Líklegt er að Silvía Nótt spili meðvitað á fjölmiðla sem eru oft dálítið duglegir við að segja frá því sem er neikvætt eða öðruvísi , þannig kemst hún frítt í fjölmiðlana - fjölmiðlar selja hana og diskinn hennar...gott hjá henni. Hún á eftir að ná langt erlendis með tónlistinni sinni.....Ævintýrið er rétt að byrja. Hvaða persóna hefði risið upp úr öskustónni sem margir töldu hana vera komna í eftir Evróvision í fyrra...engin nema Silvía Nótt.....Við megum ekki týna húmornum hér á litla íslandi.....en hvað skyldu þeir skosku sem kalla Hafdísi Huld álfapoppprinsessu kalla Silvíu Nótt ?


mbl.is Hafdís Huld kölluð álfapoppprinsessa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur - Geir - Össur

Það er mikið hægt að velta sér uppúr tölum eða niðurstöðum úr skoðanakönnunum líkt og þessari sem birtist í Fréttablaðinu í dag um traust á stjórnmálaforingjum. Ef leitað er eftir þremur vinsælustu eða þeim þremur sem íslendingar bera mest traust til með því að draga óvinsælustu prósenturnar frá vinsælustu þá er staðan þessi. Ég veit ekki hvað reiknimeistarar segja við þessuTounge
Steingrímur Joð 22.5%
Geir Haarde      20,6 %
Össur Sk           4,4%


mbl.is Flestir treysta Geir af stjórnmálaleiðtogunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breiðavík - KSÍ.

Síðasta vika var þó nokkuð mikið undirlögð af fréttum frá Breiðavík og maður veltir fyrir sér hvað gerist næst, stjórnmálamenn hafa lofað rannsókn og einhverjum aðgerðum, hvað þýðir það ? Ég tel að það þurfi að gera eitthvað strax. Ég hef það á tilfinningunni að þetta lognist smátt og smátt útaf um leið og umræðan minnkar og það má ekki gerast, þeir góðu fjölmiðlamenn sem hafa unnið vel í þessu verki mega ekki leggja árar í bát, en fyrst og fremst þurfa þessir einstaklingar að fá sáluhjálp þeir eru með opið svöðusár sem þarf að hlúa að.


K.S.Í þingið var haldið um helgina og Geir þorsteinsson kjörinn formaður með miklum yfirburðum í mínum huga líkt og ég hef bloggað um áður tel ég Höllu Gunnarsdóttur vera sigurvegara, hún hefur vakið marga til umhugsunar um ýmis mál innar knattspyrnuhreyfingarinnar og þingið fékk athygli frá öðrum hópi nú en áður. Maður heyrir sögur af því að það hafi verið verslað með atkvæði um formannskjör og stjórnarkjör og ef satt er þá er það vont.  Geir var spurður á rás 1 í morgun að því hvort K.S.Í hafi staðið vel að málum í kvennaknattspyrnunnar hann taldi svo vera. Það hefði líka verið áhugavert að vita skoðun hans á mjög dónalegum skrifum um meðframbjóðenda hans m.a á spjallvefjum á heimasíðum t.d KR og Vals sjá færslu Hrafns Jökulssonar.


Ber að ofan.

Þetta er merkilegar fréttir. Ungur þýskur háskólastúdent sá brennandi bát við íslands strendur með forritinu Google Earth. Það eru kannski leyndir möguleikar í þessu: Ef ég væri fríi á Florida, gæti ég legið í tölvunni og fylgst með mannaferðum við húsið mitt og sparað rándýra Securitas gæslu, ég get fylgst með þegar félagarnir eru úti að grilla og komið í óvænta heimsókn og sloppið við eldamennsku það kvöldið.....en það sem verra er að nú þori ég ekki að vera ber að ofan þegar ég er úti að grilla...það gæti allt orðið vitlaust út í hinum stóra heimi......já góð hugmynd fyrir alla perrana nú er hægt að skoða alla þá sem liggja í sólbaðiCool  Hvar fæst annars svona forritWhistling
mbl.is Sá brennandi bát við Ísland á mynd á Google Earth
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju - Skyldugrein.

Það eru til ýmsar viðurkenningar, Fálkaorður, menn ársins og fleira og fleira. Oft spyr maður sig hver er tilgangurinn og hvernig þetta er mælt. Í þessu tilfelli með Egil Vagn er þetta mjög skýrt og hann svo sannarlega vel að þessu kominn og vekur þetta mann einnig til umhugsunar um skyndihjálp í skólum hvort að hún ætti ekki að vera skyldugrein ?


mbl.is Átta ára drengur hlaut viðurkenningu sem Skyndihjálparmaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annað hvort í ökkla eða eyra !

Það virðist vera örlítill munur á hinu Íslenska dómskerfi og því Bandaríska. Áhugavert væri að skella þessu í Íslenska dómskerfisreiknistokkinn og sjá niðurstöðuna svart  á hvítu. Ég dreg ekki dul á það að ég vildi sjá......ja kannski 1/8 af þessu í fréttum að dómum um Íslenska barnaníðinga.....eða sendum þá bara til Bandaríkjanna og leyfum þeim að taka á þeim eins og á að gera.
mbl.is 800 ára fangelsi fyrir kynferðislegar misþyrmingar á þrem börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þreytandi mál..ég er farinn á skíði

skiarea_medium

Þetta samráðsmál ásamt einu til tveimur öðrum er orðið voðalega þreytt og maður hefur ekki lengur áhuga á að lesa fréttir um það. Ég á það gott að geta bara skellt mér á skíði á 10 mínútum og rennt mér í unaðslegum brekkum Böggvisstaðafjalls við Dalvík. Þessi vika er búin að vera æðisleg, frost logn, tungslinskbjart og skíðafærið alveg magnað. Í gær var mikið að gera í vinnuni og á milli kl 16 og 17 skellti ég mér á skíði til að láta þreytu dagsins líða úr mér, börnin komin úr skólanum búin að læra og við fórum öll saman, tók okkur 10 mín að taka okkur til 3 mín að keyra að skíðasvæðinu og 4 mín að skella græjunum á okkur....allir með hjálmSmile....síðan renndum við okkur í stjörnubjörtum himni og tunglskinið lýstu upp fallegan Svarfaðardalinn....um kl 19.30 voru börnin búin að borða og háttuð þreytt og ánægð með daginn....má ég þá frekar biðja um stutta en afar góða skíðaferð heldur en fleiri fréttir af þessu tagi.


mbl.is Máli gegn olíuforstjórum vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jónatan, Maggi og Emmý

sportacus155Þetta eru góðar fréttir og gott dæmi um það að ef menn leggja sig fram þá ná þeir árangri. Maggi og Jónatan dómari eru vel að þessari tilnefningu komnir. Ég spái því að þeir félagar sýni á sér sínar allra bestu  hliðar í Kodak húsinu í Holly hæðum í júni er þeir taka við Emmý. Það er ekki ólíklegt að Jónatan komi á gangandi á tveimur jafnfljótum fótum en Magnús kemur annaðhvort svífandi úr háloftunum eða á höndunum.....Áfram Latibær


mbl.is Latibær tilnefndur til Emmy verðlauna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Knús handa þér !

hug Miðað við hörmulegar fréttir síðustu daga er ágætt að fá eina svona skemmtilega frétt af faðmlagi í 5000 ár sem gæti minnt okkur á að vera góð við hvert annað og faðmlag á dag gæti gert gæfumininn. Við mannfólkið gerum alltof lítið af því að faðmast, oft er faðmlag allra meina bót. Við þurfum að hægja á okkur, spennan og hraðinn valda hluta af því að við tökum rangar ákvarðanir eða gerum eitthvað sem við annars myndum ekki gera.  Við gleymum oft okkur sjálfum, vinum okkar og fjölskyldu. Börnin okkar þurfa tíma. Munum að vera góð hvert við annað og það er ekki bannað að faðmast, þó að það sé kannski erfitt að snerta eða faðma einhvern þegar hætta er á að það miskiljist,sumir forðast að snerta börnin sín á almannafæri....það er engan veginn ásættanlegt. Tökum frá dag fyrir vini okkar þeir eru mikilvægir...smsaðu vin eða einhvern sem þarf á því að halda núna t.d  "Knús frá mér"  Smile  eða sendu honum email...þú gæti t.d sent honum þetta ljóð með. Við þurfum öll á því að halda að fá smá knús. Svo er gott að hugsa hlýlega til þeirra sem eiga um sárt að binda eða eiga erfitt vegna ýmiss mála t.d þeirra sem við höfum hlustað á undanfarið.


Kæri vinur
Vertu áfram þú sjálfur
Þú ert vinur minn og sannur vinur
Vegna þess að þú ert þú sjálfur
Vináttan felst í því að vera sannur
Þú ert sannur
Og þess vegna ertu vinur minn
Ég met það miklis að eiga þig sem vin
Þú ert vinur minn að eilífu
Ekkert getur breytt því
Því að þú ert þú sjálfur
Og munt vera það vinur minn
Kæri vinur
Mér þykir vænt um þig
Farðu því vel með þig.


mbl.is Í faðmlögum í 5.000 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband