Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Oddur sauðaþjófur

BigSheep_01Er ég las fréttina um að hrútshaus hefði verið stolið frá veitingastaðnum "Sauðaþjófurinn" sem er á Hótel Blönduósi datt mér í hug þessi vísa sem einn gamall vinnufélagi minn tuldraði oft, að auki notaði hann oft "Oddur sauðaþjófur"  ef hann vantaði svar eða vissi ekki hvað hann átti að segja.

Fjallaskauða foringinn
fantur nauða grófur
er nú dauður afi minn
Oddur sauðaþjófur
Mér skilst að þessi vísa sé eftir Ljósavatnssystkinin og að þau hafi ort um afa sinn.

mbl.is Hrútshaus stolið frá Sauðaþjófnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

5 glæpamenn ?

Maður spyr sig...sjá síðustu færslu
mbl.is Hæstiréttur styttir dóm yfir kynferðisglæpamanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sú yngsta var 3 ára.

Las bloggið hans Hrafn Jökulssonar áðan ..sjá HÉR og ákvað að taka áskorun hans um senda bréf til hæstaréttar vegna mildunar dóms, samanber frétt á forsíðu Morgunblaðsins í dag..þetta er með ílíkindum, hvaða skilaboð er verið að senda þessum veiku einstaklingum/glæpamönnum.

Skora á ykkur að senda bréf  til haestarettur@haestarettur.is og segja hvað ykkur finnst ...hér er bréfið sem ég sendi.



Til Gunnlaugs Claessens, Hrafns Bragasonar, Markúsar Sigurbjörnssonar, Árna Kolbeinssonar og Garðars Gíslasonar.
Sem íslendingur lýsi ég miklum vonbrigðum með dóm ykkar í máli ákæruvaldsins gegn Ólafi Barða Kristjánssyni. Hann var í héraðsdómi dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlkubörnum. Yngsta fórnarlambið var þriggja ára telpa.Nú hafið þið ákveðið að milda dóminn yfir honum, úr tveimur árum í eitt og hálft. Þið hefðuð getað dæmt hann í 4 ára fangelsi, samkvæmt 2. málsgrein 202. greinar almennra hegningarlaga. En þið milduðuð dóm héraðsdóm, niður í eitt og hálft ár. Mildi hæstaréttar gagnvart kynferðisafbrotamönnum hefur margoft vakið furðu, reiði og hneykslun meðal þjóðarinnar. Afstaða hæstaréttar í þessum hörmulegu málum er á skjön við vilja löggjafans og álit þjóðarinnar.Með kveðju, Júlíus Júlíusson 
Kt: 020266 - xxxx    

Hundleiðinlegt

uriah_heep Þetta hljóta að vera góðar fréttir fyrir ROKKARANA eða eru þeir orðnir svo gamlir kallagreyin !?........nei rokkarar verða aldrei of gamlir...rokkið deyr ekki þó að einn og einn rokkari hrökkvi uppaf sökum aldurs. Það stefnir í góða Hvítasunnuhelgi , tónleikarnir verða 27. maí og þetta verður sko aldeilis ekki hundleiðinlegt.Deep%20Purple%20Foto4

mbl.is Deep Purple og Uriah Heep halda tónleika saman í Laugardalshöll í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðjón hress, Óli Sprækur, Birkir ver.

Mótið er ekki búið, nú er að taka í hnakkadrambið á rússneska birninum - Áfram ísland. Við tökum þá í.............gegn.
mbl.is Arnór fyrir Einar, Róland reynir, Snorri slappur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fylgstu með veðrinu......

svarfdardalurNú er klukkan að verða 14.00, skrifstofan mín er á þriðju hæð og ég horfi beint fram í Svarfaðardal, sólin sést í gegnum skýin, og sendir geisla sína ofan í fallegan dalinn. Á morgun er Kyndilmessa og þá er gott að huga að hvernig verðið er samanber vísuna og einnig er gott að fylgjast með veðrinu í febrúar uppá framhaldið. 

Ef í heiði sólin sest
á sjálfa kyndilmessu,
vænta snjóa máttu mest
maður upp frá þessu.

Ég hef heyrt nokkuð margar útgáfu af henni þessari og læt nokkrar fljóta með og ætla alls ekki að fullyrða um hver sé í raun hin eina rétta. (Sumur segja það eigi að vera sest , en ekki sést , og gerir það nokkurn mun.)

Ef í heiði sólin sést
á sjálfa kyndilmessu,
vænta snjóa máttu mest
maður upp frá þessu.

Ef í heiði sólin sést
á sjálfa kyndilmessu,
frosta og snjóa máttu mest
maður vænta úr þessu.

Ef í kyrru sólin sest
á sjálfa kyndilmessu
snjóa vænta máttu mest,
maður, upp úr þessu


Ef í kyrru sólin sest
á sjálfri kyndilmessu
snjóa vænta máttu mest,
maður, upp úr þessu.

Góan byrjar á konudaginn 18. febrúar. "Grimmur skyldi góudagur hinn fyrsti, annar og hinn þriðji, þá mun góa góð verða"

Ef hún góa öll er góð,
öldin má það muna,
þá mun harpa, hennar jóð
herða veðráttuna.

Oft er talað um að eftir því sem viðrar á Pétursmessu 22. febrúar muni viðra í 40. daga á eftir. Um það er kveðið.

Ef  Pétur í  feikn og frosti særir,
ferna tíu með sér færir,
vorið víst óvíða nærir,
verða sauðir ei frjóbærir.

 


Ógnandi rakvélar og netleikir

gillette Já...það er ýmislegt sem lögreglan þarf að takast á við og tekst á við. Um daginn var frétt um rakvél sem hótaði húseiganda öllu illu, löggan kom og afvopnaði vélina inn í skáp...og nú safnar eigandinn skeggi.  Ætli Warren C Gillette viti af þessu.

Og svo fréttir af því að lögreglan þarf nokkuð oft að fara á heimili vegna deilna milli foreldra og barna um tölvur og ofnotun netleikja eða tölvuleikja almennt. Er þetta starf lögreglunnar ? ráða foreldrar ekki við börn sín ? Það er ljóst og hefur alltaf veið það að það er ekki gott fyrir börn, unglinga eða aðra að spila of mikið af töluleikjum, þetta er fíkn og er ekkert betra en annað á því heimilinu. Er ekki kominn tími fyrir þessar fjölskyldur að gera eitthvað saman og anda að sér fersku lofti......meðan að við eigum það.
mbl.is Tölvufíkill trylltist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband