Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Stöndum saman leggjum lið.

Það er ljóst miðað við fréttirnar undanfarið að margir eiga um sárt að binda og þurfa á andlegum og fjárhagslegum styrk að halda. Við getum hjálpað, allir geta látið eitthvað af hendi rakna, margt smátt gerir eitt stórt. Láttu það verða þitt fyrsta verk eftir að hafa lesið þetta að leggja þitt af mörkum. Munum einnig að hafa stúlkuna í bænum okkar.

"Ástvinir Valgerðar Erlu Óskarsdóttur frá Vestmannaeyjum en býr nú í Þorlákshöfn, sem lenti í alvarlegu bílslysi á Þrengslavegi laugardaginn 17. mars síðastliðinn og liggur nú á gjörgæsludeild, hafa stofnað reikning til styrktar Valgerði og fjölskyldu hennar á þessum erfiðu tímum.

Reikningsnúmer 116-05-64303 Kennitala 300586-3099"


mbl.is Styrktarreikningur stofnaður vegna konu sem lenti í bílslysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta verk dagsins

Góðan dag kæri kæri lesandi, þegar einhver þarf aðstoð þá erum við Íslendingar góð í því að standa saman og þannig erum við sterk. Ég held að það sé fátt betra en að byrja daginn á því að gera góðverk og styrkja fjölskyldu sem hefur misst fjölskylduföðurinn - Stöndum saman látum eitthvað af hendi rakna og höfum fjölskylduna í bænum okkar.

"Ættingjar og vinir Pálínu Þórarinsdóttur, sem missti sambýlismann sinn Eirík Þórðarson, þegar Björg Hauksdóttir ÍS fórst þann 13. mars hafa stofnað reikning til styrktar fjölskyldunni.

Reikningurinn 0556-14-603900 er í Glitni á Ísafirði. Kennitala er 060951-3499"



mbl.is Söfnun til styrktar fjölskyldu Eiríks Þórðarsonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er kominn tími til að huga að þessu...

....Þetta er málið núna, allir ættu að huga þessu ef þeir komast. Opnið skrána hér að neðan.
mbl.is Vonskuveður víða á Vesturlandi og Norðurlandi vestra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Foreldranna mál.

Netið er fullt af klámi, barnaklámi og allskyns óhugnaði, þessa staðhæfingu held ég að flestir verði að verði sammála um. Ég held að það sé sama hvað það er ef þú hefur áhuga og vilja til að finna það og skoða þá finnur þú það á netinu. Nú hef ég ekki gert neina könnun á þessu en tel að það bendi allt til þess að framangreint sé rétt. Það er mikið rætt um hvað sé hægt að gera í sambandi við hluti á netinu sem börn ættu ekki að skoða ég tel að það sé aðeins eitt,  það er að fylgjast vel með hvað börnin eru að gera....það verður aldrei hægt að komast fyrir óhugnaðinn. Þeir sem koma þessu á netið og græða á því finna alltaf leið og óhugnaðurinn mun alltaf verða til staðar á netinu. Eina leiðin til að stýra þessu er á heimavelli, og staðhæfing eins og "börn eiga ekki að vera ein á netinu"  er það sem menn verða að taka til alvarlegrar athugunar. Leyfir þú 7 -10 ár barni þínu að vera úti á kvöldin , kannski niður í bæ eftir kl 22.00 eftirlitslausu ? ef svarið er nei þá ættir þú heldur ekki að leyfa því að vera eftirlitslausu í tölvunni, það getur allt gerst á báðum stöðum.
mbl.is Um 30-40% ábendinga barnaklám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samúð.

kerti2Ég vil votta aðstandendum mannsins sem lést í slysinu á Reyðarfirði samúð mína. Við skulum hafa hann og ættingja hans í bænum okkar í kvöld og næstu daga.
mbl.is Banaslys á Reyðarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðsynlegt á mánudagsmorgni

Allir þurfa á eftirfarandi að halda og ekki síst á mánudagsmorgni, opnaðu meðfylgjandi skrá. Þetta geta ekki allir boðið uppá og þetta mun duga þér út vikuna - Eigðu góða viku.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Við getum hjálpað.

kerti2Umferðaslys jafnt og önnur eru hræðileg, nú liggur stúlka þungt haldin á gjörgæslu LSH.  Við skulum hafa hana í bænum okkar í kvöld og áfram í vikunni, við skulum ekki bara hafa stúlkuna í huga heldur einnig fjölskyldu, ættingja og vini hennar. Bænin og fallegur hugur skilar sér og skiptir máli.


mbl.is Haldið sofandi í öndunarvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Iðnaðarmannastíllinn.

Maður heyrir oft um að íslenskir iðnaðarmenn sé duglegastir á lokasprettinum og það sé sama hversu mikið er eftir á lokadegi, þeir klári það alltaf...en spurningin er hvort að það sé allt saman vel gert. Á loka degi þingsins urðu tugir frumvarpa að lögum, sem ég verð að játa að er gott mál að mörgu leiti, en voru þau öll vel ígrunduð ?. Það er hægt að velta sér upp úr hvað sé að gerast á þinginu hina dagana. Mér finnst það ótrúlega oft sem að það vantar hálfan þingheim, og ég hef heyrt að margir þingmenn séu í öðrum störfum, reka fyrirtæki sem flestum þykir nú vera fullt starf, eru í bæjarstjórnum og eitthvað fleira sem ég kann ekki að nefna. Er þingmennskan ekki fullt starf ?

Nú verða mikil skipti á mannskap á þinginu, margir hætta, aðrir munu ekki ná kjöri og svo framvegis en hefur einhver heyrt  hvaða störf bíða þeirra sem eru að hætta t.d Sigríðar Önnu, Jóns Kristjánssonar, Sólveigar Péturssd. ?

P.s Ég verð að gefa Ágústi Ólafi prik fyrir seiglu hans gagnvart frumvarpi um breytingu á kynferðisafbrotakafla almennra hegningarlaga.


mbl.is Fundum Alþingis frestað fram á sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miklu betri hjá Rúv.

"Birgir Leifur Hafþórsson lék vel á fjórða og síðasta keppnisdegi TCL-meistaramótsins í golfi á Evrópumótaröðinni en hann fékk fimm fugla (-1) og einn skolla (+1) og lék á 68 höggum, fjórum höggum undir pari. Samtals lék Birgir á 10 höggum undir pari og er hann í 27. sæti mótsins sem er besti árangur hans á Evrópumótaröðinni frá upphafi. Birgir gæti færst ofar á listanum þar sem að keppni er ekki lokið í Kína. "

Í útvarpsfréttum Rúv kl 9.00 í morgun sagði fréttaþulan að Birgir Leifur hefði verið á "68 höggum undir pari" Grin það myndi eflaust gera hann að besta kylfingi heims....enda pilturinn frá Íslandi og miða við höfðatölu er um við best í ölluCool


mbl.is Birgir lék á 68 höggum á lokadeginum í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsum hlýlega til stúlkunnar.

Maður fær ónotatilfinningu í hvert skipti sem maður heyrir af eða les um þessi hræðilegu umferðaslys.  Ég legg til að við hugsum hlýlega til stúlkunnar sem liggur slösuð eftir áreksturinn í dag og höfum hana í bænum okkar, með von um góðan bata og líðan.
mbl.is Kona slösuð eftir umferðarslys á Þrengslavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband