Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
og ég ætla svona í tilefni dagsins....föstudagsins og til gamans að spá fyrir um dráttinn.
Chelsea - Liverpool
Man Utd - PSV
Roma - Ac Milan
B Munchen - Valencia
..og nú er bara að bíða spenntur dregið kl 11.oo
Hér svo drátturinn kominn beint frá Aþenu...
MIlan - B Munchen
PSV - Liverpool
Roma - Man United
Chelsea - Valencia
Spáin mín var öll vitlaus......
![]() |
Steven Gerrard: Vill helst forðast ensku liðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Föstudagur, 9. mars 2007 (breytt kl. 11:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þessi skoðanakönnun sem birtist hjá Rúv og Mogganum í dag er svosem eins og hver önnur fyrir utan þetta með fylgi VG. Oft hafa flokkar rokið upp og niður í eitt og eitt skipti og stundum tvisvar í röð. En nú spyr maður sig hvort að fylgisaukning VG sé eitthvað sem koma skal, ég þekki ekki söguna alveg en þeirra fylgi er stapilt og jafnt og þétt uppá við. Gaman væri ef að einhverjir spekúlantar sem þekkja söguna tjáðu sig um þetta. Það á mikið vatn eftir að renna til sjávar fram að 12. maí....þetta verður spennandi og ég hef það svo sterkt á tilfinningunni að þetta verður sögulegt kvöld.....og þá á ég bara eftir að finna út hvort sögulegheitin tengjast kosningunum, Júróvísion eða afmæli konunnar minnar...Af hverju þarf allt sem er skemmtilegt að hittast á sama dag ?
![]() |
VG bætir enn við sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Föstudagur, 9. mars 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég rakst á þetta blogg HÉR í morgun ( Færslan sést HÉR líka) og var ekki viss um hvort að færsluritari væri að grínast eða ekki. Ég las þetta betur og sá að svo var ekki ...og síðan sannfærðist ég þegar ég sá frétt á visi.is, þetta snýst um forsíðu á auglýsingablaði Smáralindar. Sjá fréttina HÉR. Ég ætla ekki að hafa eftir það sem hún skrifaði en skora á ykkur að lesa bloggið . Ég vil óska Smáralindarmönnum til hamingju með athyglina og auglýsinguna. Þar sem að færsluritari var ekkert að grínast, þá er bara best að ég reyni það.....svona mál getur ekki verið grínlaust..eða hvað ?
Úbbs það gleymdist að blörra módelið.
Mister President...no animal sex.
Nei ekki þetta klám fyrir jólin góði minn !
Nýjasta kynlífsæðið í USA - Blak.
Bloggar | Fimmtudagur, 8. mars 2007 (breytt kl. 15:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Var að búa til flokk á blogginu fyrir mitt helsta áhugamál, mat og matargerð. Á slatta af uppskriftum sem ég hef búið til en því miður er maður aldrei nógu duglegur að skrifa niður það sem maður er að gera í eldhúsinu...kannski er bloggið vettvangurinn. Byrja á þessari kjúklingatertu sem gaman er að dunda við og frábært að bera fram fyrir góða gesti.
8 Skinnlausar vel hreinsaðar kjúklingabringur
1 stórt bréf pepperoni, smátt skorið
1 krukka sólþurrkaðir tómatar, frekar smátt skorinn
Góður biti Havarti kryddostur, rifinn eða sneiddur1
krukka fetaostur, olíunni hellt í glas.
Ferskar kryddjurtir Basilikum og Timian. Timian saxað frekar smátt
Pipar, blandaður úr kvörn
6 hvítlauksgeirar.
3 - 4 tómatar
C.a 6 sveppir
Kjúklingatertan er í fjórum hæðum með fyllingu á milli. Bringurnar hreinsaðar vel, lundirnar teknar til hliðar. Bringunar barðar með hamri , vel og vandlega og flattar út, hæfilega þunnar ( Svipað eins og að fletja út deig ).Síðan er tekið hringlaga form með lausri spennuhlið. Bringurnar eru lagðar í formið og settar vel út að kantinum, 2 bringur + lundir í hverri hæð, lundirnar notaðar til að fylla vel upp í eyðurnar.
Á milli : í hverja hæð kemur fyrst KREM, handfylli pepperoni, handfylli sólþurrkaðir tómatar, handfylli fetaostur ( Aðeins kraminn ) krydd og havarti ostur.
Krem: Hvítlauksgeirar, tómatar, sveppir, 6 - 8 basilikublöð og aðeins af fetaostsolíunni sett í mixer. Kremið má alls ekki vera of blautt ef svo er það bætum við Ritz kexi þar til að við erum ánægð og hægt er að smyrja því á milli hæða. ( Gott að skella lítill krukku af sveppa og ólífu tapenade í kremið )
Skraut ofan á: Havarti ostur, sólþurrkaðir tómata lengjur, 1 grein fersk timian.Tertan fer í ofn á 180 gráðu hita í ca 55 - 65 mínútur. Vökvanum hellt af, tertan tekin úr forminu , borin fram heil og diskurinn skreyttur eðs fallega sneiðar settar á disk. Vökvann má nota sem sósu eða sem grunn í sósu fyrir þá sem það vilja.
Matur og drykkur | Fimmtudagur, 8. mars 2007 (breytt kl. 09:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
.....með daginn .Í dag 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Það sem mér finnst athyglisvert við þessa skoðanakönnun Blaðsins er kannski helst hvað það eru margir óákveðnir og í fréttum rúv í morgun var sagt að konur væru þar í meirihluta. Ég er óákveðinn og skil vel þá sem eru það. Samkvæmt mörgum skoðanakönnunum kjósa konur frekar til vinstri, ég tel að þessi skoðanakönnun sé nokkuð frá úrslitunum sem verða í vor, það er helst að Frjálslyndi flokkurinn sé nálægt lagi. Er kannski stór hluti þeirra óákveðnu að bíða eftir að sjá hvernig nýtt framboð Ómars, Margrétar og félaga lítur út ? Oft er spurt þegar fátt er um svör ?
Kaka í tilefni dagsins.
![]() |
Vinstri-grænir með 23,6% en Samfylking 18,5% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Fimmtudagur, 8. mars 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)

![]() |
Fangi strauk frá tannlækninum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Miðvikudagur, 7. mars 2007 (breytt kl. 22:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
![]() |
Fæðisgjald í leikskólum Reykjavíkur lækkað um 5% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Miðvikudagur, 7. mars 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)

![]() |
Ísmaður ætlar á Everest á stuttbuxunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Miðvikudagur, 7. mars 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Var að laga til í tölvunni minni og rakst á þessi c.a 5 ára skrif mín um gleðina.
Gleðin
Hjá öllum hún leynistog mikils virði er.
Það þarf að rækta hana,
ekki loka hana inni.
Hún er ekki ókeypis
en kostar ekki peninga,
hún er öllum nauðsynleg.Kafaðu á hverjum degi inn til hennar
og hafðu hana með þér hvert sem þú ferð,
hún bætir allt,
og getur allt.Þú verður að trúa á hana,
þú verður að trúa því að hún sé hjá þér,hún er innra með þér.
Það ert þú sem stjórnar henni,
ekki láta aðra gera það,
ekki láta aðra skemma hana fyrir þér.
Hjálpaðu öðrum að finna hana,
gefum öðrum af okkar gleði,
þá eigum við nóg handa öllum........öllum
Hún vex þegar þú gefur af henni,
hafðu gleðina sem lífsförunaut þinnþá verður lífið bjartara og innilegra.
JJ.
Bloggar | Þriðjudagur, 6. mars 2007 (breytt 7.3.2007 kl. 10:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mynd. www.nave.is
Í frétt hjá Nátturufræðistofnun er talað um að fyrstu Riturnar sé komnar til landsins, 9 stk sáust á Bolungarvík um helgina. Þetta hlýtur að teljast óvenju snemmt, hvort að þetta boðar að það vori snemma er ekki gott að segja til um. En mín skoðun er sú að veðurbreytingar almennt og kannski sérstakt veðurlag á ýmsum stöðum í heiminum hafi ruglað þessar Ritur í kollinum. Að mínu mati eigum við eftir að fá allavegana 2 hressilega vetrarhríðarbylsskelli og það gæti orðið erfitt fyrir Riturnar fyrir vestan. En samt er nú alltaf gaman að heyra eða lesa fréttir af fyrstu fuglunum á vorin.
Bloggar | Þriðjudagur, 6. mars 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Matarsíða áhugamannsins
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Sterk upplifun
- Dásamlegar Dagatalsdömur gleðja.....og gleðja.
- Skilaboð úr skjóðunni.....
- Chia Smoothie. Klárlega fyrir þig !
- Feykiholl kjúklinga og grænmetis súpa
- Ný uppskrift.! Hollt og gott rasp á Fisk eða kjúlla.
- Af hverju er ekki bara nóg fyrir okkur að hafa bara nóg. ?
- Dagur með ástinni þinni - Hvernig skal koma á óvart.
- Allt gengur betur.....Vertu jákvæður !
- 10 Fiskar - 10 hljómplötur.
- Sojan sigrar natríumbardagann við saltið
- Svarta kómedían lýsir upp skammdegið - Þrefalt húrra fyrir LA.
- Snyrtilegt og sárfyndið leikhús
- Kynþokki, rokk og ról - Leikfélag Akureyrar þorir !
- Matarupplifun í byrjun árs - Nýtt heimili.
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Apríl 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Greinar og skrif
Tenglar
Ýmislegt
- julli.is Mín síða
- Dalvík Staðurinn
- Fiskidagurinn mikli Stærsta matarhátíðin
- Matur og gleði Blogg á ensku um mat, viðburði og lífið
- Cool leikjasíða Kíktu á þessa
Matarsíður
- Matarlist Frábær vefur
- Berjavinir Allt um villt ber í nátturu íslands
- Slow food Samtök framtíðarinnar
- Matardagbók Ragnars Freys Snilldar síða
- Matur úr héraði
- Fylgifiskar Ein af mínum uppáhaldsbúðum / stöðum
- Freisting Góður vefur
- Ostabúðin Skólavörðustíg Ein góð
- Íslenskt grænmeti Toppaðu þetta
- Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson
- Matarsetur Matur saga menning
Vínsíður
- Vín og matur Skemmtileg síða um vín.....og mat
- Vín og matur blogg Vínkeðjan og fl skemmtilegt
- Vínbúðin ÁTVR
- Vínskólinn Vínskólinn
- Vínsíða Eiríks Orra Elsta vínsíða landsins
Veitingastaðir
- Friðrik V Einn besti veitingastaður landsins
- Þrír Frakkar Úlfar er snillingur
- Frábært kaffihús Flatbrauðið hans Þórólfs frá Lundi er eðall
- Halastjarnan Ohhhh á þennan eftir
- Strikið Flottur staður
- Greifinn Saltfiskpizzan góða
- Rub 23 Fyrrum Karolína
Tæki og tól
- Stjarnan glermunir Gerir matinn fallegri
- Fastus Heildverslun með tæki og tól
Uppskriftir
- Matseld Fullt af uppskriftum
- Uppskriftavefurinn Uppskriftir
- Kjarnafæði Kjarnafæðis uppskriftir
- Sjávarréttir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
Spurt er
Bloggvinir
- Atli Rúnar Halldórsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Pétur Guðjónsson
- Fiddi Fönk
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Pétur Björgvin
- Jónas Björgvin Antonsson
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Kafteinninn
- Hlynur Hallsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Snorri Sturluson
- Helgan
- Ómar Ragnarsson
- Bjarnveig Ingvadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Lára Stefánsdóttir
- Gunna-Polly
- Þórður Ingi Bjarnason
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Blúshátíð í Reykjavík
- Ómar Pétursson
- Elfar Logi Hannesson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Guðjón H Finnbogason
- Kristín Einarsdóttir
- Íris Hauksdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- DÓNAS
- Eyrún Elva
- Nonni
- Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir
- Ása Björg
- Anna Guðný
- Haraldur Davíðsson
- Ingunn Magnúsdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Guðrún Emilía Guðnadóttir