Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Geir G Þórisson

Ég kíkti á Kastljósið á netinu seint í gærkvöldi og staldraði strax við viðtal sem Sigmar Guðmundsson tók við Geir G Þórisson, íslending sem fluttist til Bandaríkjanna með foreldrum sínum þegar hann var 11 ára gamall. Þegar hann var 25 ára barði hann ásamt öðrum, mann með hafnarboltakylfu og rændu hann. Geir var mjög drukkinn þegar atvikið átti sér stað. Hann var dæmdur til 20 ára fangelsisvistar í Virgíníu, hann er búinn að vera í 9 ár í fangelsinu og á ekki von á að það breytist fyrr en í september 2015 og þá verði hann búinn að sitja inni í rúm 18 ár. Fangelsið og aðstæður eru ömurlegar, ofebeldið hrikalegt og ekkert gott þar að finna. Hver dagur snýst um að halda lífi og hann reynir að vera sem mest í klefa sínum til að forðast það að vera hreinlega ekki drepinn. Mig minnir að hann hafi sagt að hann fari að jafnaði í 4 tíma á viku út úr klefanum. Þetta viðtal við Geir sló mig verulega, mín skoðun er sú að hann sé fyrir allnokkru búinn að taka út sína refsingu, ég sá góðan mann, sem þráði að komast út til þess að eignast fjölskyldu. Stundum þegar það eru viðtöl við glæpamenn/ógæfumenn finnst manni þeir vera sekir og ekki tilbúnir til þess að takast á við lífið utan veggjanna, en Geir G Þórisson er maður sem er búinn að aplánar fyrir það sem hann gerði, hann skilur að hann braut af sér og að mínu mati finnst mér að íslensk yfirvöld ættu að gera allt til þess að hann verði framseldur til Íslands. Ég tek það fram að þetta eru mínar skoðanir eftir að hafa séð viðtalið í Kastljósinu í gær og ég þekki ekki þennan mann eða hans fjölskyldu og hef aldrei heyrt um þetta mál áður. Þetta sló mig, ég vorkenni honum og mér finnst hann eiga skilið að losna.

Mikki Ullarhaus.

woolheadVið skota illur úr smiður.....Orð geta verið fyndin og snúin, en ég er viss um að Mikka ullarhaus fannst ekkert fyndið að einhverjir væru að ræna búðina hans, voru þetta ekki bara eðlileg viðbrögð, sjálfsvörn ? Hvaða máli skipti hvaðan þjófarnir voru....er þetta svona eins og á íslandi þegar sagt er í fréttum "utanabæjarmaður"  Oft er spurt þegar fátt er um svör Devil
mbl.is Viðskotaillum úrsmið sleppt úr haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af því að það er búið að uppljóstra þessu....

......er sennilega best að eftirfarandi kom fram í dagsljósið einnig. Ég hef vitað þetta lengi en ekki haft kjark til þess að koma fram með þetta, en þessar fréttir frá Burnley gefa mér kjark og ástæðu til þess að opna mig.

Pablo Picasso býr í Mosfellsbæ, hann býr í Kvosinni og er sem stendur að reyna að mála flottara verk heldur en Ásgríms verk sem seldist fyrir 9 millur í gærkvöldi, söluhagnaðurinn rennur til vegagerðar.

Jólasveinnin býr á Dalvík og heitir Brynjólfur Eiríksson, kallaður í Binni í Steinholti. Hann tekur starf sitt alvarlega. Þarna er ekkert plat, hann er með skegg og hugsjón allt árið, þess má geta að hann hefur búið á Dalvík mest allt sitt líf. Binni segir að kannski haldi fólk að hann sé galinn en þetta sé bara sannleikurinn.

M Monroe býr í Brekkugötunni á Akureyri, það sást til hennar á leið í Sjallan þar sem æfingar fyrir Ungfrú Norðurland standa yfir, keppnin fer fram þar 30. mars. n.k Monroe telur líklegt að hún sigri en það verði erfitt vegna þess að það sé mikið um fallegar konur á norðurlandi og á Íslandi almennt ef út í það er farið.

Það er aldrei að vita nema að ég upplýsi fleiri slík leyndarmál hér á næstunni.....


mbl.is Jesús býr í Burnley
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

West Ham fellur ekki.

eggertmagnusson Ég er búinn að skrifa 2 - 3 færslur um þetta mál, síðast hér.  Ég veit ekki hvað það er, en ég hef svo mikla trú á því að West Ham falli ekki, líkurnar eru orðnar ansi litlar en allt getur gerst.  Einhver er ástæðan fyrir því að þetta situr svona í mér.....sjáum til. Það má nú kannski segja að þeir séu á uppleið miðað við spilamennskuna í leiknum við Tottenham um helgina....þannig að þetta er í áttina hjá þeimWink
mbl.is Eggert: Curbishley með fullan stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gefðu þig fram !

Þegar maður heyrir fréttir líkt og þessa að ökumaður hafi flúið af vettvangi eftir að hafa ekið á 8 ára dreng verður maður steini lostinn og skilur ekki hvað er í gangi, slíkir aðilar ættu að skammast sín. Alltaf er sá möguleiki að viðkomandi hafi ekki tekið eftir því að hafa ekið á einhvern, en ég tel þá möguleika afar litla. Maður tekur vel eftir því þegar maður keyrir t.d á fugl. Við ættum að skora á þennan ökumann að gefa sig fram og hann verður meiri maður fyrir vikið og þarf ekki að hafa þetta á samviskunni alla tíð. það er margsannað að það er alltaf best að segja sannleikann og segja hann strax......afleiðingar ósannsöglis finna þig ALLTAF þó síðar verði.
mbl.is Ók á 8 ára dreng og fór af vettvangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ásgrímur sleginn....

asgrimur....á 8,9 milljónir, fjórfalt matsverð. Haldiði að Ásgrímur hafi gert sér þetta hugarlund er hann málaði myndina. Verðin frá þessu uppboði sem haldið var í gær eru alveg ótrúlega há og nokkrar myndir á margföldu matsverði. Er uppboðið í Kaupmannahöfn um daginn að hafa svona mikil áhrif ? eða er þetta gott dæmi um þann aukna fjölda sem á svo mikið af peningum að þeir viti ekki að hvað skal gera við þá, ekki það að mér finnist listaverkakaup vitleysa. ...Nú er kannski kominn tími til þess að laga til í geymslunni og athuga hvaða listaverk leynast þar og storma svo til höfuðborgarinnar fyrir næsta uppboð....og kannski að maður gæti fengið aur fyrir ja...allavega flugfari milli Akureyrar og Reykjavíkur.
mbl.is Ásgrímur sleginn á 8,9 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöldrum við.

SunshineSólin skín og veðrið er fallegt hér á Norðurlandinu núna þessa stundina, sólin skín ekki allstaðar, en við getum hjálpað til með því að staldra við og biðja fyrir og senda ljós til þeirra sem eiga um sárt að binda t.d fyrir ættingjum og vinum mannsins sem lést í bílslysi í gærkvöldi í Hörgárdal og Péturs Þórarinssonar prests sem lést í vikunni. Einnig skulum við biðja fyrir litlu hetjunni Tjörva Freyssyni og fjölskyldu hans. Sjá frétt að neðan.

Leiddu mína litlu hendi 
Ljúfi faðir þér ég sendi 
Bæn frá mínu brjósti sjáðu 
Blíði Jesú að mér gáðu.

Ég vil nota tækifærið hér og votta aðstandendum mannsins sem lést í bílslysinu í gærkvöldi og Péturs Þórarinssonar samúð mína.


mbl.is „Maður verður bara að trúa og hafa góða von“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég elska bleikan !

Dóttur minni sem er 4 ára finnst allt sem er bleikt svo fallegt og hú segir oft " ég elska bleikan". Eigum við þá að vera að kalla slíkan gjörning skemmdarverk, ef það getur glatt lítil hjörtu svona mikið. Hvað er fallegra en bleik hafmeyja fyrir litlar stelpur sem "elska" bleikan lit ?........Gangiði hægt um gleðinnar það sem eftir lifir helgi og muniði að vera góð hvert við annað.
mbl.is Litla hafmeyjan máluð bleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er myndin.

Svona lítur myndin "Russian Schoolroom" út eftir hinn frábæra Norman Rockwell. Er Spielberg saklaus ? Cool
rockwell_clip_image002
mbl.is Stolið málverk finnst hjá Steven Spielberg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Súludans

cartoon-logo-12Konur vita hvað það er sem virkar á svona karlanga. Makar eru stundum leiðir þegar betri helmingurinn kemur seint heim, þetta er gott ráð að skella mynd af eftirlætislíkamshluta makans í nestisboxið eða tölvutöskuna og þá kemur enginn seint heim....en þetta gæti líka verið áhættusamt ef makinn kæmi "of" fljótt heimWhistling Þessi hugmyndaríka Þýska kona hefði líka getað tekið smá súludans á þessari 25 metra háu súlu til þess að fá hann niður.


"Þjóðverji nokkur, sem hafðist við í 10 daga í skúr uppi á 25 metra hárri súlu til að mótmæla yfirvofandi fangelsisvist, stóðst ekki freistinguna og kom niður þegar eiginkona hans setti mynd af sér, berri að ofan, í nestiskassa sem hún sendi manni sínum. "


mbl.is Konan laðaði karlinn niður með nektarmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband