Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Snilld.

Andrésar Andarleikarnir eru snilldar íþróttamót, mikil fjölskyldusamvera og aðamálið að vera með þó að keppnin sé til staðar. Þeir aðilar sem standa að þessu vinna gríðarmikla sjálfboðavinnu til þess að þetta gangi upp og það skila sér svo sannarlega í góðri skipulagningu og innihaldsríkri samveru þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi. Um 800 keppendur, flestir koma frá Akureyri eða 108, 93 frá Ármanni í Reykajvík og 78 frá Dalvík. Ég frétti að mjög góðu gengi míns fólks frá Dalvík í gær, veðrið í dag er algjör snilld og ekta fyrir svona mót, logn sól og allir með bros á vör. Áfram Andrés - Áfram Dalvík.....og Áfram Ísland.

Í gær keppti líka Dalvíkingurinn Pálmi Óskarsson í Meistaranum á Stöð 2 og tók Illuga Jökulsson nokkuð örugglega í nefið - Áfram Pálmi


mbl.is Um 800 keppendur á Andrésar andar leikunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

10 hugmyndir til að gleðja með í dag.

Þú getur glatt einhvern í dag. Þó að við eigum ekki að alltaf að þurfa að hafa ástæðu til þess að gleðja einhvern, þá er Sumardagurinn fyrsti samt ágætur til þess. Ég tel íslendingar séu frekar lélegir við að heimsækja vini, kunningja og ættingja án ástæðu. Það er í lagi að fara í heimsókn, án ástæðu og án þess að koma með gjöf. Prófaðu bara í dag að fara í óvænta heimsókn og gleddu þig og aðra. En aðrar leiðir til að gleðja í dag eru t.d: Að búa til lítið sætt kort með eftirfarandi vísukorni í og senda út um allt eða senda það í emaili til vina:


Þökk fyrir þennan vetur,
þökk fyrir brosið þitt.
Þú hefur sól og sumar,
sent inn í hjartað mitt.


10.
hugmyndir til að gleðja með í dag:

1. Sendu smsið "Gleðilegt sumar kæri vinur" til allra í símanum þínum.

2. Bakaðu vöfflur og pönnukökur og smsaðu út um allt og segðu að það sé opið hús hjá þér í allan dag . 

3. Skoraðu á vini þína í kapp uppá Esjuna eða annað álíka fjall.

4. Bakaðu hrikalega djúsi súkkulaðiköku og taktu hana méð þér í óvænta heimsókn.

5. Bjóddu öllum ættingjum þínum uppá Brynjuís ( Þessi virkar bara fyrir norðan)Grin hugsaðu um það að þú hefur efni á því að bjóða svo mörgum uppáís, peningar skipta svo litlu máli.

6. Bjóddu öllum börnum systkina þinna með þér í bíó, eða út í leiki á næsta túni.

7.Hringdu í vinkonu þína sem þú hefur ekki hitt lengi og bjóddu henni með þér á kaffihús....Sviss mokka og Sörur eru góðar.

8. Bjóddu ömmu og afa eða mömmu og pabba á rúntinn og nýttu þér svo gjafmild framboð sem eru með kaffi og kökur í boði út um allt.

9.Safnaðu saman nokkrum vinum og þið farið svo og hjálpið Nonna Sig sem er að byggja.

10. Og að lokum farðu í heimsókn til ættingja eða vinar sem er t.d á dvalarstofnun fyrir aldraðra og eyddu deginum þar, ekki koma með súkkulaði, blóm eða gjöf vertu bara til staðar og ekki bara fara í stutta kurteisisheimsókn - Vertu til staðar.

Bentu vinum og kunningjum á þessar hugmyndir hér og skoraðu á þá að framkvæma eitthvað af þeim.

Gleðilegt sumar.

3MULTI6


mbl.is Sumri fagnað með ýmsum hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bros getur dimmu í dagsljós breytt.

Sumir þurfa lyf, aðir ættu að borða meira af fiski...muniði Omega 3.....en við ættum öll að horfa þetta HÉR yndislegir krakkar - stelpan með hljóðnemann heitir Rebekka og er Rúnarsdóttir, horfið á þetta til enda og njótið síðan áhrifanna - Bros getur dimmu í dagsljós breytt.
mbl.is Segja kosti þunglyndislyfja fyrir börn og unglinga vega þyngra en áhættuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk takk takk.

Í bloggfærslu minni HÉR á mánudaginn var ég að segja frá ótrúlegum en ánægjulegum viðbrögðum við Kastljósþættinum s.l sunnudagskvöld. Ekki hafa viðbrögðin minnkað, símhringingar, tölvupóstar, knús á götum úti. T.d skrapp ég til Akureyrar í gær og ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið fólk vildi hafa tala af mér og þakka mér fyrir, biðja mig að koma með fyrirlestur og fleira, ein hringing til mín snerist um að góður eldri maður sem var svo hrifinn af þættinum að hann ákvað að gefa 1 - 2 milljónir til Dalvíkur til að setja upp gosbrunn, aðilar vilja að ég verði með sjónvarpsþátt og einn mælir með að ég taki við af Ólafi Ragnari GrímssyniSmile  Þetta er bara svona rétt til þess að þið áttið ykkur á hvað ég er að meina - Við ykkur öll vil ég segja Takk takk takk.
Ástæðan fyrir því að ég blogga um þetta aftur er að þakka fyrir þessi dásamlegu viðbrögð sem ég átti alls ekki von á og síðan en ekki síst hef ég mikið hugsað um hvað það var sem olli þessum miklu og jákvæðu viðbrögðum - ég tel að það sé ljóst að það sem okkur vantar í þetta þjóðfélag er meiri jakvæðni, tillitssemi, bjartsýni og og kærleikur við eigum að vera við sjálf leyfa kærleikanum að flæða og umfram allt að vera jákvæð - neikvæðni er niðurdrepandi.


Aðeins að öðru, fyrir helgina fékk ég hringingu frá frambjóðendum Samfylkingarinnar í mínu kjördæmi og þau spurðu hvort að þau mættu koma í heimsókn til mín og kynna sér Fiskidaginn mikla, ég hélt það nú. Í gærmorgun klukkan 8 mættu þeir Kristján Möller og Einar Már eldsprækir beint úr sundlauginni hér á Dalvík og komu með nýbakað vínarbrauð með sér. Þeir spurðu mikið um Fiskidaginn mikla, Lára Stefánsdóttir bættist síðan í hópinn og færði Fiskideginum mikla bók sem hún gaf út, þar var einmitt ein mynd frá deginum. Þetta var hin skemmtilegasta heimsókn, þau fræddust um mitt viðfangsefni og annað var ekki rætt þ.e.a.s þau voru ekki með neinn áróður. Nú skora ég á aðra frambjóðendur í þessu kjördæmi að koma í heimsókn og kynna sér stærstu árlegu hátíðina og menningarviðburðinn í Norðausturkjördæmi.

Andrés brosir hringinn

pin9371th200

Það er líklegt að Jóakim aðalönd hafi látíð fé af hendi rakna til veðurguðanna, svosem eins og nokkra gullpeninga til þess að skella í snjóvélina og allt fyrir hið frábæra og eitt vandaðasta íþróttamót sem haldið er hér á landi "Andrésar andarleikana" á skíðum í Hlíðarfjalli á Akureyri. Það sem styður mál mitt með að snjórinn sem kom í nótt á Akureyri er að hér 40 km norðar á Dalvík snjóaði ekki neitt - allt autt hér í morgunsárið. Það eru margir sem eiga ljúfar og skemmtilegar minningar frá þessari skemmtilegu í þróttakeppni, eitt sem gerir hana að því sem hún er er sá fjöldi sjálfboðaliða sem koma að keppninni og allri umgjörð og nánast sama fólk séð um þetta í tugi ára.

Viðbót:
10 mínútum eftir að ég skrifaði þessa færslu byrjaði að kyngja niður snjó hér á Dalvík og allt er orðið hvítt - Jóakim á mikið af gullpeningum.


mbl.is Allt hvítt á Akureyri í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúleg en afar ánægjuleg viðbrögð.

Ég má til með að blogga örlítið um gærkvöldið. Ég var í sunnudags Kastljósinu hjá Evu Maríu, hún er yndisleg persóna svo ekki sé meira sagt. Það var gaman að vinna að þessu þætti en ansi var 1/2 tíminn fljótur að líða, það var svo margt sem við ætluðum að ræða en allt í einu var tíminn búinn.  Um leið og þættinum lauk þá byrjaði fjörið og þvílík viðbrögð váá, ég átti ekki von á þessu. SMS og email í tugatali, hringingar í báða síma og einhverjir skrifuðu í gestabókina hér á blogginu. Ég er enn að átta mig á öllum þessum jákvæðu og yndislegu viðbrögðum jafnt frá fólki sem ég þekki ekki neitt og þeim sem ég þekki. Ein hringing var frá landsþekktum og mikilsvirtum manni, það sem hann sagði var merkilegt og mér þykir afar vænt um það. Það var sérstakt en ánægjulegt að sitja fram eftir kvöldi og taka við öllu þessu sem ég átti ekki von á og mér fannst ég ekki hafa unnið til þess, ég sagði bara hvað mér fannst í viðtali.  Takk takk þið öll fyrir hlýleg orð í minn garð. Halo  

Strákar frá Dalvík stóðu sig vel um helgina.  Skíðakóngurinn Björgvin Björgvinsson varð íslandsmeistari á skíðum og Eyþór Ingi Gunnlaugsson rúllaði upp söngkeppni framhaldsskólanna á laugardagskvöldið - Til hamingju strákar, þið eruð flottir.


Viðbót:
Það gladdi mig mjög að sjá þetta blogg HÉR í dag

West Ham í íslensku úrvalsdeildina.

fron_kremkex_close Af því að það er búið að uppljóstra þessu mikla leyndarmáli, að AC Milan sé í raun enskt lið þá er best að ég skúbbi því að West Ham og Stoke munu spila í íslensku Landsbankadeildinni eða hvað hún mun nú heita. Ótrúlegt að Landsbankinn heiti enn Landsbankinn....hvað eru þeir feðgar að pæla...en hvað um það þá mun West ham spila sína heimaleiki í Vatnsmýrinni og Stoke á Klambratúni, haft er eftir einum liðsmanni West ham sem ekki vildi láta nafns síns getið að þeir lækki verulega í launum en fá mikla bónusa í formi stórra kexpakkninga vikulega. Ég held að það hafi verið á einhverju bloggi í dag að hér sé um að ræða tvær tegundir af kexi bæði Sæmund og Sæmund á spariskónum. Ja hverju getur maður bætt við þetta öðru en boðið þá velkomna á FRÓN.
ÁFRAM íSLAND.
mbl.is Fjögur ensk félög í undanúrslitum Meistaradeildarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sendum ljós

candle Sendum ljós og fallegan huga austur með von um að sjómaðurinn finnist. Hugum einnig að þeim sem bíða og vona og björgunarsveitarmönnum.
 

mbl.is Björgunarsveitir leita að týndum sjómanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég reyni að akta kúl en ég meika það ekki.....

...hvað er að ske ...ske ske. ?

Svona söng Ragnhildur Gísladóttir með Grýlunum um árið og maður spyr sig er maður les þessa frétt hvað er að ske (Gerast) Hvað segja þingmenn sem tóku þátt í vsk lækkuninni við þessu ? ....auðvitað þarf maður ekkert að vera hissa, mér finnst flestir hafa haft það á bakvið eyrað að það væri búið að ræna þessu af okkur mjög fljótt og eftir ekki svo margar vikur verða allir búnir að gleyma þessu öllu saman.   En hverjir eru þessir byrgjar ? ég hélt að það væru birgjar sem  héldu áfram að hækka vöruna.   Áfram Ísland.
mbl.is Enn hækkar vöruverð hjá birgjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Man Utd og Psv í úrslitin

Man%20UTD%20H%20LS%207 Það hefðu ekki margir trúað því að Man utd færi áfram í meistaradeildinni með stöðuna 8 - 3 gegn Roma. Það eru eflaust ekki margir sem trúa því að Psv takist að vinna Liverpool stórt á Anfield í kvöld..............það er alltaf eitthvað að gerast sem er ótrúlegt....og Man utd og Psv í úrslit...hver hefði trúað því og Man Utd verður meistari, þetta er ekki flókinn útreikningur - Áfram Ísland.

7 er flott tala og C Ronaldo líka.
mbl.is Man.Utd. rótburstaði Roma, 7:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband