Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
Fyrri partur helgarinnar - Góður félagsskapur, vinna og slökun og grill og örlítið af sólbruna - já það er apríl. Gott dæmi um hvað svona dagar geta verið yndislegir, 7 ára sonur minn fór út að veiða flugur með vinum sínum kl rúmlega 9 á laugardagsmorguninn og kom ekki heim fyrr en farið var að grilla kl 18.00, ég kíkti á hann um miðjan daginn og spurði hvort að hann vildi ekki koma og fá eitthvað að borða....nei hann mátti ekki vera að því og var ekki svangur - getur lífið verið betra fyrir svona gutta - frjálsir að fást við það sem þeir gleyma sér við og hafa gaman af...í gærmorgun reif hann sig á fætur eldsnemma, tók til nesti í tösku og var mest allan daginn við fluguveiðar í einstakri blíðu.
Í gær var mér boðið til Skagafjarðar að vera við opnun Sæluviku á Sauðárkróki og síðan á La Traviata í flutningi Skagfirsku Óperunnar í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Ég bauð tengdamömmu með mér og sagði við hana á leiðinni er við ókum í blíðunni og hitamælirinn í bílnum sýndi 22 gráður " hefðir þú trúað því í haust ef ég hefði sagt að ég ætlaði að bjóða þér á óperuna La Traviata í Varmahlíð og að auki í sól og 20 stiga hita í apríl ? " hefðir þú trúað því ?
Ég ætla að byrja á því að votta ykkur sem voruð ekki í Varmahlíð í gær samúð mína Þetta var einstakur viðburður sem að mér skilst verður ekki endurtekin, aðeins þessi eina sýning. Á leiðinni heim í gærkvöldi sá ég margar gæsir á túnum og blettum og var mér þá hugsað til allrar gæsahúðarinnar sem ég fékk í Íþróttahúsinu í Varmahlið í gær. Krafturinn, leikgleðin, innlifunin og innileikinn í þessari sýningu var þvílíkur að hrein unun var að horfa og hlusta á. Ég hafði ekki séð La Traviata áður, mér líkaði Óperan vel sem slík, Sinfóníuhljósmveit Norðurlands með snillinginn Guðmund Óla Gunnarsson við stjórnvölinn sló ekki feilpúst, þvílíkur munaður fyrir okkur hér á þessu svæði að eiga slíka hljómsveit. Óperukórinn var dásamlegur, einsöngvararnir góðir........en stjarna sýningarinnar var engin önnur en Alexandra Chernyshova, ekki nóg með það að hún söng og lék aðalhlutverkið af þvílíkri snilld ( Ég fæ gæsahúð núna er ég skrifa Þetta) að það hálfa væri nóg, hún var og er stórglæsileg kona og svo má ekki gleyma því að hún er kraftaverkakona með stórum stöfum. Að setja upp La Traviata með þessum hætti á þessum stað er eitthvað sem engin bjóst við að væri hægt eða yrði gert - en hún rak þetta áfram og árangurinn lét ekki á sér standa.
Til hamingju skagfirðingar að hafa fólk eins og Alexöndru og manninn hennar Jón Hilmarsson í byggðarlaginu, þvílíkur drifkraftur og bjartsýni - Svona á lífið að vera - Takk fyrir mig.
Bloggar | Mánudagur, 30. apríl 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég hef haft það sterkt á tilfinningunni að West ham falli ekki alveg frá því að fyrstu fréttir komu um að þeir væru nánast fallnir í febrúar:
Sjá HÉR
Curbishley: Erum enn á lífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Sunnudagur, 29. apríl 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fylgi Samfylkingar og VG jafnmikið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Föstudagur, 27. apríl 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Geirharður er dularfulli, yfirvegaði en sterki álfurinn
..það halda allavegana hinir álfarnir. Hann horfir yfir dalinn og landareignina, þegir og heldur svo áfram að drekka kaffið sitt og lesa málgagnið. Hinn almenni álfur er smeykur við að mótmæla honum og er það vegna þess að stór ránfugl situr á húsmæninum hjá honum
fólkið er semsagt ekki hrætt við Geirharð heldur ránfuglinn. En þó að hann sé dularfullur þá getur hann sungið og bara nokkuð vel
en í mannheimum er líka sagt að Geir Ólafsson geti sungið.
Forsetinn er af þeirri tegund álfa sem oft eru kenndir við Geirfuglinn
stundum taldir sjaldgæfir
en viti menn þeir hafa galdraseyði eitt grænt og mikið sem þeir skella í sig réttum tíma og púffffff þeir fjölga sér hratt á stuttum tíma
. en samt bara upp að vissu marki. Svo er líka sagt að þegar að það er verið að kanna meðbyr þessarar tegundar standi hún sig illa og ástæðan er sú að allir gömlu álfarnir heyri illa
en þeir vita hvað á að gera á elleftu stundu.
Ómar um dalinn er , gamall, vitur, hoppandi, talandi, leikandi, og syngjandi álfur. Hann er nýfluttur í álfaþorpið og er enn að læra reglurnar. Hann er fluglæs og vel skrifandi og ekki er ólíklegt að hann fari að boxa frá sér áður en langt um líður. Stundum vill hann gleyma boxhönskunum og sumir verða sárir á eftir, en það er kannski það sem þarf til þess að komast að veisluborðinu.
Addi paddi, kiddi gau er þessi litli skemmtilegi
.og vel vaxni álfur. Hann er svo heppinn að eiga eina fjöður úr ránfuglinum mikla heima hjá sér og hann dreymir um að komast yfir restina. Hann er ekki mikið fyrir að eiga samskipti við erlendu álfana sem koma í heimsókn á þrettándanum. Hann er meira fyrir að bralla eitthvað með strákunum, veiða á bryggjunni, grípa í spil, eða kannski að taka einn léttan kaffibolla.
Rauðgrímur heitir álfur einn sem þolir vagg og veltu. Hann ólst upp á bóndabæ einum sem er rétt fyrir utan álfaþorpið. Hann er sprækur og hleypur uppá fjöll eins og ekkert sé. Hann er þekktur í álfheimum fyrir þæfðu grænu ullarlambshúfuna sína, enda segir hann að lífið sé lambakjöt og grænt gras. Álfurinn hann pabbi hans hét Ölver og mamma hans Álfdís og þegar átti að skíra hann um 14 ára aldurinn átti hann að heita Álfver í höfuðið á foreldrum sínum en hann var nú algjörlega á móti því og vildi heita Rauðgrímur og það varð úr.
Í öllum alvöru álfasögum er álfkona eða prinsessa
.og stundum vond stjúpa. Í þessu álfaþorpi var aðeins einn svona kvenkyns álfur sem þorði að að taka þátt í leiknum með karlkyns álfunum. Margir litu upp til hennar og sumir kölluðu hana prinsessu. Fyrir nokkrum árum var einn álfur sem hét Golíat, hann kallaði hana alltaf vondu stjúpuna og enn þann dag í dag eru margir sem fylgja þeirri skoðun hans. En ekkert er nú gaman af ævintýrunum nema eitthvað óvænt gerist. Tatatatammm
.eina nóttina rétt fyrir veisluna miklu læðist Rúna Sól prinsessa eða vonda stjúpan allt eftir því í hvaða átt er verið að horfa
.. heim að húsi Geirharðs og reynir að ræna ránfuglinum mikla á húsmæninum..
Sást til hennar ?
voru fleiri með henni ?
tekst henni ætlunarverk sitt ? Svör við því og hvort að leður rauðálfurinn Eiki Hawks trylli álfheima birtast þann tólfta.
Forsætisráðherra segir varnir Íslands tryggðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Fimmtudagur, 26. apríl 2007 (breytt 27.4.2007 kl. 19:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jón Ásgeir eyddi 650 milljónum og fékk hús....en ég eyddi fyrir stuttu 100 kalli og fékk tannpínu og þurfti svo að eyða 25 þúsund kalli í einhvern kall. Svona er þessu misskipt.
Áfram ísland.
Eyddi 300 krónum og fékk 11,7 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Miðvikudagur, 25. apríl 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Noma talið 15. besta veitingahús heims | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Þriðjudagur, 24. apríl 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miklar sviptingar og breytingar hafa verið gerðar s.l viku í sjómannastéttinni. Geir Villa og Nonni St. færu sig af Barðanum GK yfir á gamla trillu sem að pabbi hans Geira átti einu sinni, en pabbi hans hafði selt trilluna til Patreksfjarðar eftir að hafa gert hana út frá Grindavík í 11 og 1/2 ár. En nú rekur Stína frá Bóli trilluna fyrir fjölskylduna sem fékk hana í arð eftir að Jóhannes frá Öngum lést en Jóhannes hafði keypt trilluna af Pabba Geira, Stínu fannst gott að þeir strákar Geiri og Nonni myndu gera hana út þar sem þeir þekktu fleyið. Sigurður Ekellund, sænsk ættaður íslendingur var búinn að gera hana út í 2 mánuði, hann stóð sig ekki þannig að Sigurður Var rekinn.
Merkilegt ekki satt .....en ég óska Pétri innilega til hamingju með nýj starfið hjá 365.
Pétur tekur við starfi hjá 365 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Þriðjudagur, 24. apríl 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi færsla er endurskrifuð upp úr færslunni "Fátækleg umræða " frá því í gær
Það hefur ekki farið framhjá neinum að það eru að koma kosningar. Að mínu mati hefur umræðan verið frekar einsleit, umhverfismál, stóriðjumál og skoðanakannanir. Ég sakna þess að ekki sé meira rætt um Stóriðjuna menningu. Ég kalla eftir vandaðri og ígrundaðri umræðu og umfjöllun um menningu bæði af hálfu frambjóðenda og fjölmiðla. Hvaða skoðun og framtíðarsýn hafa frambjóðendur t. d á áhugaleiklistinni og hátt í 300 hátíðum og menningarviðburðum um landið allt.
Áhugaleikhús á Íslandi er merkilegt og gríðarsterkt, bæði samanborið við hin norðurlöndin og mörg lönd í Evrópu. Það eru um 70 áhugaleikfélög með um 5000 félaga í landinu. Á síðasta ári settu þessi félög upp um 60 sýningar í fullri lengd og áhorfendur voru í þúsundatali. Bandalag íslenkra leikfélaga rekur einnig merkilegan leiklistarskóla 9 daga á sumrin og árangur hans er ótvíræður. Fjárframlag ríkisins til Bandalags íslenskra leikfélaga er grátlega lítið eða um 18 milljónir sem skiptast m.a á milli félaganna og fara í rekstur þjónustumiðstöðvar BÍL. Fyrir nokkrum árum þá hélst í hendur framlag ríkisins til BÍL og sjálfstæðu leikhópanna/leikhúsanna en nú er þar himinn og haf á milli, BÍL staðið í stað en sem betur fer hefur hagur sjálfstæðu leikhópanna vænkast.
LHM, Landssamtök hátíða og menningarviðburða eru eins árs gömul samtök og hafa á skrá um 240 árlegar hátíðir og viðburði. Ég er ekki viss um að þingmenn og aðrir frambjóðendur átti sig á þessum mikla fjölda og hversu margar af þessum hátíðum eru vandaðar og skipta miklu máli fyrir menninguna í heild og staðina sem þær eru haldnar á. Margar af hátíðunum vekja mikla athygli erlendis. Í þessari tölu eru ekki hátíðarhöld sem tengjast sjómannadeginum,17. júní, sumardeginum fyrsta, jólum né íþróttamót. Fjórar stærstu hátíðirnar/viðburðirnir - Menningarnótt, Ljósanótt, Fiskidagurinn mikli og Gay Pride fá til sín um 210 þúsund gesti árlega. Aðrar hátíðir eru t.d : Franskir dagar, Galdrahátíð, Bláskeljahátíð, Hvalahátíð, Listasumar, Mærudagar, Handverkshátíð, Svardælskur mars, Vetrarhátíð, Berjadagar, Kvikmyndahátiðir, Ormsteiti, Aldrei fór ég suður, Airwaives, Sauðamessa, Listahátíð, Sjóarinn Síkáti, Humarhátíð, Á góðri stundu, Danskir dagar og svona mætti lengi...lengi telja. Það hefur heldur betur komið í ljós á þessu fyrsta ári LHM að þörfin fyrir samtökin er mikil, og ljóst að það er nauðsynlegt að opna þjónustumiðstöð fyrir hátíðir og menningarviðburði með starfsmanni sem sér um heimasíðu, gagnagrunn, upplýsingaöflun, viðburðalista, upplýsingagjöf, skráningar og svona mætti lengi telja. Mitt mat er að sá starfsmaður eigi að koma frá menntamálaráðuneytinu. Það eru einfaldlega mikil menningarverðmæti, þekking og reynsla í húfi sem þarf að halda utan um og varðveita. Annað sem er mikilvægt að verði hugað að en það er að koma á fót sjóði þar sem hátíðir og viðburðir geta sótt um styrki í árlega.
Bloggar | Mánudagur, 23. apríl 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stórreykjavíkursvæðið 25%
Dalvík 22 %
Akureyri 19%
Suðurkjördæmi 9%
Norðausturkjördæmi Dalvík og Akureyri 8%
Norðvesturkjördæmi 7%
Erlendis 7%
Ég er ánægður með dreifinguna og allir komu manni að.
P.s Það voru 340 sem tóku þátt.
Og það er komin ný skoðana smoðanakönnun á síðuna....ég ætla að skella mér í baráttuna um hver hefur bestu skoðanakönnunina um fylgi stjórnmálaflokkana....eða ekki...En spurt er hvaða framboð myndir þú alls ekki kjósa. Með þessu telur greiningardeild þessar bloggsiðu að við fáum mun betri niðurstöður heldur en hinir 134 sem eru í skoðana smoðana kannanabransanum...ATH það er bannað að vera óákveðinn.
Bloggar | Mánudagur, 23. apríl 2007 (breytt kl. 09:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kl. 10.45 - Húsið opnað, kaffi á könnunni
Kl. 11.00 - Kolbrún Reynisdóttir opnar þingið. Ávarp bæjarstjóra, Svanfríðar I. Jónasdóttur
Kl. 11.05 - Ferðaþjónusta í dreifbýli - Guðrún Þ Gunnarsdóttir, deildarstjóri ferðamáladeildar
Hólaskóla.Kl. 11.30 - Kynning frá Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi.
Kl. 11.45 - Náttúrufar og saga svæðisins Kristján Eldjárn Hjartarson
Kl. 12.00 - Hádegishlé kynning á matvælum úr héraði Local food Júlíus Júlíusson
Kl. 12.45 - Hagræn áhrif ferðaþjónustu, samlegðaráhrif og tenging við atvinnulíf
Edward H. Huijbens, forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands.
Kl. 13.15 - Stuttmynd um fjallaskíðamennsku á Tröllaskaga frá Jökli Bergmann
Kl. 13.30 - Heilsutengd ferðaþjónusta - Anna Dóra Hermannsdóttir
Kl. 13.45 - Unnið í sex umræðuhópum:
*Hvaða ímynd viljum við hafa? Hvaða ferðamenn viljum við fá? Samvinna atvinnugreina við markaðssetningu og uppbyggingu ímyndar. *Hvernig nýtum við betur tækifæri sem búið er að benda á? (Fuglalíf, sögu- og menningartengd ferðaþjónusta, skemmtiferðaskip, gönguferðir og fjallamennska og íþróttamót ofl.) *Sjóferðir og hvalaskoðun. Hvað getum við lært af uppbyggingu hvalaskoðunar og sjóferðum frá Húsavík? - Fundur með Edward H. Huijbens. *Hvernig nýtum við okkur tækifæri sem felast í aukinni umferð í gegnum Dalvík þegar Héðinsfjarðargöng opna ? *Handverk og ferðaþjónusta
Kl. 15.00 - Kynning á niðurstöðum hópa
Kl. 16.00 - Þingi slitið.
Málþingið er öllum opið og eru þeir sem hafa áhuga á ferðaþjónustu á svæðinu hvattir til að mæta og taka þátt
Bloggar | Föstudagur, 20. apríl 2007 (breytt kl. 12:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Um bloggið
Matarsíða áhugamannsins
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Sterk upplifun
- Dásamlegar Dagatalsdömur gleðja.....og gleðja.
- Skilaboð úr skjóðunni.....
- Chia Smoothie. Klárlega fyrir þig !
- Feykiholl kjúklinga og grænmetis súpa
- Ný uppskrift.! Hollt og gott rasp á Fisk eða kjúlla.
- Af hverju er ekki bara nóg fyrir okkur að hafa bara nóg. ?
- Dagur með ástinni þinni - Hvernig skal koma á óvart.
- Allt gengur betur.....Vertu jákvæður !
- 10 Fiskar - 10 hljómplötur.
- Sojan sigrar natríumbardagann við saltið
- Svarta kómedían lýsir upp skammdegið - Þrefalt húrra fyrir LA.
- Snyrtilegt og sárfyndið leikhús
- Kynþokki, rokk og ról - Leikfélag Akureyrar þorir !
- Matarupplifun í byrjun árs - Nýtt heimili.
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Af mbl.is
Fólk
- Gæti fengið allt að 24 ára dóm
- Sláandi lík föður sínum
- Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman
- Stórbrotið verk Bjarkar í sýningu hérlendis
- Skoran á Sanchez vakti athygli á innsetningu Trumps
- Þetta lærði Tinna af móður sinni
- Klessti á vegg og átti ekki mjög gott tímabil
- Ýtir undir sögusagnir um skilnað
- Heimili Tyru Banks varð eldinum að bráð
- Írönsk poppstjarna dæmd til dauða
Greinar og skrif
Tenglar
Ýmislegt
- julli.is Mín síða
- Dalvík Staðurinn
- Fiskidagurinn mikli Stærsta matarhátíðin
- Matur og gleði Blogg á ensku um mat, viðburði og lífið
- Cool leikjasíða Kíktu á þessa
Matarsíður
- Matarlist Frábær vefur
- Berjavinir Allt um villt ber í nátturu íslands
- Slow food Samtök framtíðarinnar
- Matardagbók Ragnars Freys Snilldar síða
- Matur úr héraði
- Fylgifiskar Ein af mínum uppáhaldsbúðum / stöðum
- Freisting Góður vefur
- Ostabúðin Skólavörðustíg Ein góð
- Íslenskt grænmeti Toppaðu þetta
- Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson
- Matarsetur Matur saga menning
Vínsíður
- Vín og matur Skemmtileg síða um vín.....og mat
- Vín og matur blogg Vínkeðjan og fl skemmtilegt
- Vínbúðin ÁTVR
- Vínskólinn Vínskólinn
- Vínsíða Eiríks Orra Elsta vínsíða landsins
Veitingastaðir
- Friðrik V Einn besti veitingastaður landsins
- Þrír Frakkar Úlfar er snillingur
- Frábært kaffihús Flatbrauðið hans Þórólfs frá Lundi er eðall
- Halastjarnan Ohhhh á þennan eftir
- Strikið Flottur staður
- Greifinn Saltfiskpizzan góða
- Rub 23 Fyrrum Karolína
Tæki og tól
- Stjarnan glermunir Gerir matinn fallegri
- Fastus Heildverslun með tæki og tól
Uppskriftir
- Matseld Fullt af uppskriftum
- Uppskriftavefurinn Uppskriftir
- Kjarnafæði Kjarnafæðis uppskriftir
- Sjávarréttir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
Spurt er
Bloggvinir
- Atli Rúnar Halldórsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Pétur Guðjónsson
- Fiddi Fönk
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Pétur Björgvin
- Jónas Björgvin Antonsson
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Kafteinninn
- Hlynur Hallsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Snorri Sturluson
- Helgan
- Ómar Ragnarsson
- Bjarnveig Ingvadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Lára Stefánsdóttir
- Gunna-Polly
- Þórður Ingi Bjarnason
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Blúshátíð í Reykjavík
- Ómar Pétursson
- Elfar Logi Hannesson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Guðjón H Finnbogason
- Kristín Einarsdóttir
- Íris Hauksdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- DÓNAS
- Eyrún Elva
- Nonni
- Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir
- Ása Björg
- Anna Guðný
- Haraldur Davíðsson
- Ingunn Magnúsdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Guðrún Emilía Guðnadóttir