Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Loksins kom almennileg norðan stórhríð með snjókomu. Það er eitthvað rómantíkst við þetta veður. Skaflinn fyrir utan norðurgluggana hjá okkur er orðinn ansi hár eftir nóttina. Það er snjór á næstum öllum gluggum í húsinu. Kertaljósið verður fallegra og hlýrra fyriri vikið. Hríðin og norðan áttin er þétt og spilar á gluggana og bílskúrshurðin spilar með. Ég veit ekki hvað það er en ég elska svona veður.
Það stendur þannig á í dag að ég er heima með veikt barn. En maður getur alltaf unnið í tölvunni....en inná milli ætla ég samt að leyfa mér að gera tilraun á blogginu mínu í dag fram til kl 19.00. Ég ætla að blogga við allar nýjar fréttir sem birtast á mbl.is hér eftir í dag og meira til ef að fréttirnar eru fáar. ....flest dettur manni nú í hug í norðanstórhríðinni.
Vonskuveður um mestallt land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Fimmtudagur, 31. janúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stórstirnin eiga ekkert í Pál Óskar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Fimmtudagur, 31. janúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef að konur væri í meirihluta í stjórnum - Væri heimurinn betri.
Konur bjóðast til að setjast í stjórnir fyrirtækja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Miðvikudagur, 30. janúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hann hefur eflaust gert margt gott og batnandi mönnum er best að lifa.......ef satt er.
Dr. Phil sagður eiga sér vafasama fortíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Miðvikudagur, 30. janúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
....er sennilega ekki mikið varið í það...eða hvað ? Og ef að þetta er rétt hjá mér þá hlýtur Ólafur að vera maðurinn í borgarstjóradjobbið.
Nokkrir punktar um Svívirðilegaveikindagrínhúmorleysisháttinn hjá mörgum.
Erlendur Eiríksson stóð sig snilldarvel í umræddum Spaugstofuþætti. Spaugstofuþættirnir eru unnir hratt, Erlendur kemur þarna inn sem gestaleikari og rúllar verkefninu sem var lagt fyrir hann upp. Snillingur þar á ferð.
Ég tók þessu aldrei þannig að það væri verið að gera grín af Ólafi persónulega. Mér fannst þetta svo augljóst að það var verið að gera grín af stórskrýtinni atburðarás og umfjöllun í s.l viku.
Er það ekki bara hið besta mál að hafa kröftuga og þorandi menn líkt og Spaugstofumenn sem t.d geta tekið Sirkus liðinna daga og sett hann í grínform. Það er ljóst að það er aldrei hægt að gera öllum til hæfis. Sumir töluðu um að það hefðu kannski verið óþarflega margar hnífstungur.....en ef þeir eru að vinna með umfjöllun síðustu daga, þá var nú ansi mikið rætt um hnífstungur á hverjum degi.
Ef að Ólafur á að vera sár, hvað má þá Björn Ingi segja....eða Vilhjálmur Þ.
Að mínu mati eru mistökin í þessu öllu saman að ræða ekki veikindi Ólafs sem allir geta lent í strax í upphafi. Með því að tala undir rós og segja ekki frá staðreyndum, voru veikindin gerð að áhugaverðu máli sem allir vildu vita um. Í slíkum tilfellum fara sögur af stað sem eru ekki allar sannar og gera málin flóknari og umfjöllunin verður enn meiri fyrir vikið.
Veikindi Ólafs voru alvarleg en að mínu mati eiga þau eiga ekki að vera leyndarmál. Hann hefur náð sér og það er fyrir mestu. Geðræn eða andleg vandamál eru veikindi eins og hver önnur, þau eru ekki til að skammast sín fyrir.
Góðar stundir og munum að vera góð við hvert annað.....en ekki hætta að grínast.
Ekki yfir strikið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Þriðjudagur, 29. janúar 2008 (breytt kl. 11:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Jónsi kom út úr skápnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Þriðjudagur, 29. janúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þegar ég var lítill var ég víst duglegur að heimsækja fyrirtæki og betla vinnu eða bara að spjalla ( Stanslaust) við viðstadda. Þegar ég var 6 - 8 ára datt ég í lukkupottinn og fékk vinnu ofan í skurði með skóflu. Áður en ég byrjaði spurði ég hvenær kaffitíminn væri. Eftir að ég hafði verið þarna ofan í skurðinum dálitla stund fór ég spurði verkstjórann hvenær væri útborgað.....hann hefur sennilega verið orðinn þreyttur á mér og séð þarna leið til að losna við mig. Hann rétti mér 50 krónu pening og sagði mér að þetta væri orðið gott ég þyrfti ekki að vinna meira.....ég ljómaði með peninginn og fór beint upp í sjoppu. Sjoppann hét Hóllinn og þau Stína og Sigtýr ráku hana. Þegar ég kom með 50 krónurnar var Stína að vinna og klukkan alveg að verða 12. Það var alltaf lokað í hádeginu. Pylsa með öllu og gos ( Morgan ) kostaði þá 55 kr. Ég skellti peningnum á borðið og sagðist ætla að fá tvær pylsur með öllu, eina Morgan, einn staur og eitt Conga, einn grænan frostpinna, slatta af haltu kjafti karamellum og kúlur fyrir afganginn. Eðlilega samþykkti Stína í sjoppunni þetta ekki, en úr varð að ég fékk tvær gos, staur og krembrauð og eitthvað smálegt í poka. Þar sem að það var komið að hádegislokun og ég hafði bara fengið innihaldið af gosinu og einnig þurfti ég að drífa mig heim í hádegismat, rak Stína á eftir mér í sífellu....ég skóflaði þessu öllu í mig og fór svo bakvið sjoppuna og gubbaði margsinnis.....ég lá svo í rúminu til næsta morguns.
Bloggar | Mánudagur, 28. janúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
iSSSS...MOGGINN MEÐ GAMLA FRÉTT
Sunnudaginn 20. janúar bloggaði ég um að Luxor væri að hætta...sjá HÉR
Lifðu lengur en síðasti meirihluti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Föstudagur, 25. janúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þú ert alltaf að biðja mig að senda þér línu um það helsta sem er að gerast á klakanum þessa dagana. Því miður ég ekki svo langa línu. En Ég ætla samt að minnast á það allra allra helsta. Það er frekar rólegt í pólitíkinni.............á Raufarhöfn. Alfreð Gíslason er hættur sem landsliðsþjálfari í handbolta. Gróusögur segja að hnn sé að fara taka við Borgarstjórastólnum í Reykjavík, Ólafur F sem er það núna verður læknir handboltalandsliðsins. En á meðan að Alfreð er á leiðinni heim þá mun Gísli Marteinn gegna borgarstjóraembættinu til morguns. En ef að flugi seinkar þá kemur Vilhjálmur Þ og leisir Gísla Martein af....það var sko samkomulag að Gísli væri ekki nema tvo daga. Líklegt er að Björn Ingi Hrafnsson taki við Landsliðinu af Alfreð.....en þá a eftir að sema um fata og búningastyrki. Heyrst hefur að Hanna Birna verði aðstoðarþjálfari, hún getur lesið stórum hópi fólks pistilinn....án þess að roðna. Það verður ekki búist við mótmælum fyrir utan HSÍ vegna ráðningar Björns Inga...hvorki skipulögðum eða óskipulögðum, hver munurinn á því er er ekki gott að segja.. Man ekki meira í bili.....en jú annars hann Ástþór Magnússon sem enginn hefur enn beðið um læknisvottorð ( Kannski gefa dýralæknar ekki út vottorð)...birtist með 40 milljónir og tvo Íranska lífverði og var að reyna að kaupa Háskólabío....það mætti enginn til að tala við hann því að ALLIR voru í Ráðhúsinu að fagna próflokum...eða einhverju...ég man þetta ekki alveg...hlutirnir gerast svo hratt.
EM: Alfreð er hættur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Fimmtudagur, 24. janúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég var að horfa á á beinu útsendinguan frá fundinum og mótmælunum í Ráðhúsi Reykjavíkur áðan.
Átta ára sonur min kemur inn.
Sonur: "Afhverju er fólkið að hrópa og svona "
Ég " Þau eru að mótmæla ..vilja t.d ekki þennan borgarstjóra sem er að taka við"
Sonur: er það þessi ( Í mynd var einhver ónafngreindur mótmælandi)
Ég: Nei ekki þessi
Sonur: Hvern vilja þau þá...
Ég: " Þennan sem var á undan....eða ...hérna...þetta er dálítið flókið"
Nú kemur mynd af Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni á skjáinn
Sonur: "Var þessi borgarstjóri?"
Ég:" já einu sinni...en ekki síðast.
Sonur: Ætlar hann að verða Borgarstjóri ?"
Ég: Já ..en ekki núna, sko seinna ...þetta er dálitið flókið...sko"
Sonur: "Var fólkið að mótmæla honum"
Ég: Ekki beint, en samt líka, það er sko annar sem verður Borgarstjóri í dag.
Sonur: Og vill fólkið ekki fá hann....hvern þá?"
Ég: Sko þennan sem var áður en þessi kom, en samt ekki þennan sem var verið að tala við (Villi) í sjónvarpinu...sem var einu sinni Borgarstjóri.
( Sem ætlar svo að verða Borgarstjóri)
Oft er spurt þegar fátt er um svör.
Mótmælendur yfirgefa Ráðhúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Fimmtudagur, 24. janúar 2008 (breytt kl. 14:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Matarsíða áhugamannsins
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Sterk upplifun
- Dásamlegar Dagatalsdömur gleðja.....og gleðja.
- Skilaboð úr skjóðunni.....
- Chia Smoothie. Klárlega fyrir þig !
- Feykiholl kjúklinga og grænmetis súpa
- Ný uppskrift.! Hollt og gott rasp á Fisk eða kjúlla.
- Af hverju er ekki bara nóg fyrir okkur að hafa bara nóg. ?
- Dagur með ástinni þinni - Hvernig skal koma á óvart.
- Allt gengur betur.....Vertu jákvæður !
- 10 Fiskar - 10 hljómplötur.
- Sojan sigrar natríumbardagann við saltið
- Svarta kómedían lýsir upp skammdegið - Þrefalt húrra fyrir LA.
- Snyrtilegt og sárfyndið leikhús
- Kynþokki, rokk og ról - Leikfélag Akureyrar þorir !
- Matarupplifun í byrjun árs - Nýtt heimili.
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Feb. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Af mbl.is
Greinar og skrif
Tenglar
Ýmislegt
- julli.is Mín síða
- Dalvík Staðurinn
- Fiskidagurinn mikli Stærsta matarhátíðin
- Matur og gleði Blogg á ensku um mat, viðburði og lífið
- Cool leikjasíða Kíktu á þessa
Matarsíður
- Matarlist Frábær vefur
- Berjavinir Allt um villt ber í nátturu íslands
- Slow food Samtök framtíðarinnar
- Matardagbók Ragnars Freys Snilldar síða
- Matur úr héraði
- Fylgifiskar Ein af mínum uppáhaldsbúðum / stöðum
- Freisting Góður vefur
- Ostabúðin Skólavörðustíg Ein góð
- Íslenskt grænmeti Toppaðu þetta
- Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson
- Matarsetur Matur saga menning
Vínsíður
- Vín og matur Skemmtileg síða um vín.....og mat
- Vín og matur blogg Vínkeðjan og fl skemmtilegt
- Vínbúðin ÁTVR
- Vínskólinn Vínskólinn
- Vínsíða Eiríks Orra Elsta vínsíða landsins
Veitingastaðir
- Friðrik V Einn besti veitingastaður landsins
- Þrír Frakkar Úlfar er snillingur
- Frábært kaffihús Flatbrauðið hans Þórólfs frá Lundi er eðall
- Halastjarnan Ohhhh á þennan eftir
- Strikið Flottur staður
- Greifinn Saltfiskpizzan góða
- Rub 23 Fyrrum Karolína
Tæki og tól
- Stjarnan glermunir Gerir matinn fallegri
- Fastus Heildverslun með tæki og tól
Uppskriftir
- Matseld Fullt af uppskriftum
- Uppskriftavefurinn Uppskriftir
- Kjarnafæði Kjarnafæðis uppskriftir
- Sjávarréttir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
Spurt er
Bloggvinir
- Atli Rúnar Halldórsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Pétur Guðjónsson
- Fiddi Fönk
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Pétur Björgvin
- Jónas Björgvin Antonsson
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Kafteinninn
- Hlynur Hallsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Snorri Sturluson
- Helgan
- Ómar Ragnarsson
- Bjarnveig Ingvadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Lára Stefánsdóttir
- Gunna-Polly
- Þórður Ingi Bjarnason
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Blúshátíð í Reykjavík
- Ómar Pétursson
- Elfar Logi Hannesson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Guðjón H Finnbogason
- Kristín Einarsdóttir
- Íris Hauksdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- DÓNAS
- Eyrún Elva
- Nonni
- Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir
- Ása Björg
- Anna Guðný
- Haraldur Davíðsson
- Ingunn Magnúsdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Guðrún Emilía Guðnadóttir