Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Knús til allra.
P.s Tók þessa jólalegu mynd í Böggvisbrautinni af húsni hjá Gísla skólastjóra og Margréti Laxdal kennara og slysavarnarkonu.
Skíðasvæðið opnað á Dalvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Sunnudagur, 26. október 2008 (breytt kl. 17:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Eins og þeir sem kíkja reglulega á bloggið mitt hafa tekið eftir þá hefur ástandið í þjóðfélaginu einnig haft áhrif á það......blogg tími og pláss hefur að mestu farið í að hvetja fólk til að vera jákvætt, knúsast og fleira. Í þessari færslu ætla ég að fara hratt yfir matarsöguna sem af er október og impra á því helsta sem gerst hefur á matarsviðinu.
3.október Kúskel á sjávarútvegssýningunni.
Matís bauð uppá ferska lifandi kúskel beint frá Þórshöfn, borin fram með lime eða sítrónu og hvítvíni. Hún svo fersk og góð að það hálfa væri nóg...algjör snilld.
5. október úrbeining á lambaframpörtum með Guðmundi
Var að aðstoða Guðmund vin minn við úrbeiningu á úrvalslambaframpörtum frá Kleifunum, sem er sennilega næst besta kjötið á landinu og kemur rétt í hælana á hinu eðalgóða Svarfdælska kjeti. Dunduðum okkur líka við að hreinsa slögin og gerðum svo rúllur úr þeim sem við kölluðum...svona í tilefni dagsins Kreppusteikur. Við krydduðum þær með blóðbergi, lyngi, salti og pipar. Skelltum einum góðum bita úr bógnum á grillið..hann var svo safaríkur og lambakjötsbragðið einstakt.
6. október lamb lamb og aftur lamb....átti lítinn bita af úrbeinuðu lambalæri, skellti honum á pönnu með blöndu af olíu og smjöri 1 - 2mín hvor hlið og 8 mín í ofni, kryddað með salti og pipar. Sósan
1 hl lambasoð 1 hl rjómi 1 hl vatn 1/2 Camembert 2 tsk rifsberjasulta/hlaup. Malla hægt hræra vel og tala við hana á meðan. (Salt/pipar ef vill) Meðlæti maísbaunir og brúnaðar kartöflur.
8. október fjórir fiskar á fati.
Fann í kistunni nokkra litla bita af fiski sem hafa orðið útundan eða verið afgangur af einhverri eldamennskunni. Ákvað steikja þá alla upp úr smjöri og hafa þá svolítið djúsí. Þetta var Bleikja, þorskur, túnfiskur og rauðspretta, lagði þorskinn í sojasósu í 10 mín, Rauðsprettuna raspaði ég með heimtilbúnu brauðraspi með rifnum parmesanosti og kóríander kryddi, setti í mixer, steinselju, hvítlauk, salt og olíu og penslaði bleikjuna með því, bræddi bóndabríe ost og þeytti hann saman við egg og setti túnfiskinn útí. Borið fram með hrísgrjónum, sítrónu og mandarín olífuolíu og fersku salati og sætu kældu hvítvíni.
13. október kindahakk, brennivín og hákarl
Fór með Guðmundi vini mínum til Ólafsfjarðar í foreldrahús hans sem ég ætla bara að kalla matarkistu. Foreldrar hans Júlíana og Óskar kunna sko að hantera mat af öllum stærðum og gerðum. Þarna fékk að taka þátt í að úrbeina kindakjöt og svo var hakkað og pakkað ( Sjá mynd). Ég get sagt ykkur það að þetta hakk er mjög gott og á mýktarskalanum nartar það í tíuna. Gestrisni þeirra er mikil á meðan að kjötskurðurinn fór fram var hákarl og einstaka staup af íslensku brennivíni skenkt með reglulegu millibili og svo boðið til eldhúss í mjólk og kleinur á eftir
.
16. október. Fjöreggið, smörrebrauð, brúðkaupsafmæli
Skrapp til Rvíkur fyrri part dags til að vera við afhendingu Fjöreggsins í Iðnó. Fór í hádeginu með Öddu og Fredda á Friðriki v í smörrebrauð á Jómfrúna, ég fékk uxabrjóst með sinnepsmajonesi á rúgbrauði sem var alveg ágætt, þjónustan hröð, persónuleg og ekkert út á hana að setja. Var komin heim seinnipartinn og þá byrjaði ég að undirbúa kvöldið..brúðkaupsdagur okkar hjóna. Ákvað að elda eitthvað sem ég hafði eldað á fyrri árum og setja allt einn disk svo að við gætum setið og spjallað í rólegheitum ( Þessa dagana er ég dálitið mikið að elda nokkra rétti og bera fram á mismunandi diskum..meira bras og uppvask segir konan )Byrjaði á því að útbúa fordrykkfyrir hana. Passoa, klaki, sprite, lime, mynta, litríkur og villtur drykkur...... svo að matnum. Byrjaði á smá forrétt sem við borðuðum með börnunum, þau fengu úrvalssteiktan fisk, hrísgrjón og salat, gerði fallegan disk sem þau kolféllu fyrir og voru mjög dugleg að borða Forrétturinn(Sjá mynd með bleiku og bláu flísunum) Grafinn ærvöðvi með fennel, borin fram með spænskum sauðaosti, hvítlauks balsamik sírópi og furuhnetum. Aðalréttunum3 - 4 humrar á mann sem ég penslaði með mixuðum hvítlauk, steinselju, olíu og salti. Ég risti með góðum hníf ofan á skelina, fram og til baka en ekki alveg í gegn, þannig opnast hann eins og bók, auðvelt að taka skítaröndina og skemmtilegt að bera hann fram og borða hann þannig. Ég setti hann inn í ofn í stutta stund...bjútífúl...1 lambakóróna, stakk mjóum hníf í gegnum vöðvann og fyllti hann með humri. steikti á olíustrokinn pönnu stutt og inn í 180 gr heitan ofn í 5 mín, skar svo í fjóra hluta, 1/2 langskorin kjúklingabringa á mann, vafði hana í beikon og penslaði með sýrópi, steikti uppúr smjöri í 2 - 3mín á hvorri hlið og inní ofn í 8 - 10 mín. Sósa(Aðallega hugsuð með kjúklingnum) Rjómi, sveppasoð, dijon sinnep,púrtvín, pipar, parmesan ostur rifinn. Salat,Íssalat, avacado og olía.
17. október selur í góðum selskap
Við hjónin vorum að vinna úti í kuldanum á föstudaginn frammí sveit og það var gott að vita til þess að það beið okkar góður selskapur og spennandi hráefni hjá vinum okkar Helgu og Guðmundi. Bróðir Guðmundar hafði náð í selkjöt og nú skyldi bragða það. Börnin fengu pizzu og fóru svo að horfa á Útsvar. Kjötið var steikt á þurri heitri pönnu og dassi af salti yfir, borinn fram með berjahlaupi, Jarðaberja og bláberjasulta sem var búið að sía og útkoman ansi skemmtileg, silkifín og bragðgóð sem hentað vel með dökku en en afar fersku, mjúku selkjötinu,steiktur rauðlaukur og paprika sem meðlæti. Magnaður matur, frábær selskapur og góð kvöldstund. Takk fyrir okkur.
18. október kaldur dagur...óvænt kjúklingasalat og berjakaka.
Fórum snemma að frammí sveit og vinna í kuldanum, vorum orðin þreytt, köld og svöng er við komum heim undir kvöldmat. Gréta sagði á leiðinni ..."ég vildi að einhver myndi bjóða okkur í mat" Við vorum búin að ákveða að hafa eitthvað létt og fljótgert...samlokur í grillinu eða eitthvað álíka og síðan myndi fjölskyldan skella sér undir sæng og glápa á sjónvarpið öll saman...enda ekki til neitt betra en að kúra inni þegar það er kalt úti og veðurspáin ekki góð. Rétt fyrir kl 7 hringdi Valur bróðir minn og spurði hvort að við vildum ekki koma og borða með þeim....það er alltaf eitthvað spennandi og afar gott hjá Ester mágkonu minni og Val bróður mínum...þannig að við biðum ekki boðanna og drifum okkur niður í Svarfaðarbraut....400 metra frá okkur eða svo. Að þeirra sögn var þetta nú bara einhverjir afgangar, sem þau settu saman í salat....já já...Við fengum semsagt þetta hrikalega góða og skemmtilega kjúklingasalat, ferskt bragðgott og mismunandi bragð sem kallaðist skemmtilega á, tómatar, ólífur, Brieostur, hnetur, Rucola, olía, salat, kjúklingur ofl. Dressing: mixað rucola, hvítlaukur, olía og krydd. Frábært salat með skemmtilegri dressingu. Með þessu fengum við líka að smakka nýbakað kex sem þau voru að prófa í fyrsta skipti. Ég hef ekki uppskriftina en þetta eru þunnar ofurhollar kökur(Sjá mynd) spelt, fræ, olía og ostur ofan. Mjög góðar og hægt að leika sér með fræ, krydd og fleira. Á eftir var það ljúffeng, heit berjakaka með rjóma og Sandemans púrtvínsstaup með. Þetta var góður matur, ljúf stund og gott spjall. Takk fyrir okkur.
Matur og drykkur | Mánudagur, 20. október 2008 (breytt kl. 11:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Íslendingar birgja sig upp af mat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Mánudagur, 13. október 2008 (breytt kl. 13:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Það sem þurfum engan veginn á að halda þessa dagana eru illdeilur við (vina) þjóðir, nóg er nú álagið á íslenskuþjóðinni þó að við bætum ekki þessu við. Það eru einnig margir einstaklingar og fyrirtæki sem eiga mikið undir í viðskipta og vinasamböndum við breta sem geta verið í hættu, látum ekki reiði og neikvæðni ná tökum á okkur og hugsum vel um hvað sagt er....heimurinn fylgist með öllu og orð eru dýr. S.l daga hef ég kvatt fólk til að knúsast og vera nærgætið við hvert annað, það er okkar vopn og þó að það hljómi svona á prenti sem máttlítið gegn þessum myrku og ofurstóru peningaöflum þá er það ekki svo, knús skiptir máli. Mér fannst frábært að sjá starfsfólk Glitnis í hádeginu í gær og ég veit til þess að það gaf bæði því fólki og mörgum sem horfðu á mikið.
Knúsum bretana og sendum þau jákvæðu skilaboð til heimspressunnar hvernig þjóð við erum, með knúsi getum við endurheimt jákvæða ímynd og hugsanlega töpuð vina (Viðskiptasambönd) Ég ætla að halda áfram hvetja ykkur til að senda sms knúsið sem ég byrjaði á í vikunni það hefur farið víða en betur má ef duga skal og það er aldrei of mikið af knúsi. Notum orku dagsins í að hugsa jákvætt og setjum okkur markmið að gefa t.d fimm knús í dag og kannski senda vinum, samstarfsmönnum, ættingjum eða bara öllum í símanum Knús SMS sem gæti hljómað svona " Þetta er Risa SMS knús til þín láttu það ganga, knúsaðu einhvern í dag og þú munt verða knúsuð/aður og allir verða ríkir...af knúsum"
Viðræður við sendinefnd Breta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Laugardagur, 11. október 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Hér kemur ein af uppskriftunum úr matreiðslubókinni "Meistarinn og áhugamaðurinn" sem kemur út um næstu mánaðarmót, þetta er uppskrift áhugamannsins.
Ufsaplokkfiskur í sparifötunum
Leggðu við hlustir og taktu vel eftir hvað hráefnið segir þér.
10 hvítlauksgeirar
7 10 kartöflur
1 2 laukar
½ bolli smátt söxuð fersk basilíka
4 6 sætar kartöflur
2 msk rifinn parmesanostur
2 ítalskir ostar með sólþurrkuðum tómötum
1/2 krukka svartar ólífur
Rjómasletta
Smjör
Pipar og salt
Látið suðuna koma upp á fiskinum og setjið pottinn til hliðar.Setjið smjör í pott og látið smátt saxaðan laukinn krauma á hægum hita þar til hann er orðinn mjúkur. Bætið smátt söxuðum hvítlauk út í og látið mýkjast. Setjið rjómaslettu og bitaðann ost saman við, hrærið stöðugt í þar til osturinn hefur gefið sig. Því næst koma kartöflur og krydd, stappað vel með kartöflustappara. Fiskurinn og smátt söxuð basilíkan sett út í og stappað. Látið malla á vægum hita um stund og hrærið varlega í jafnt og þétt, smakkað til og kryddað. Sætu kartöflurnar afhýddar, soðnar, stappaðar og settar á diskana undir plokkfiskinn. Svörtum smátt skornum ólífum ásamt rifnum parmesan ostinum dreift yfir. Borið fram með heimabökuðu rúgbrauði með vænni smjörklípu eða Grissini brauðstöngum.
Matur og drykkur | Föstudagur, 10. október 2008 (breytt kl. 10:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
....... föstudagur og ég hef fengið sent grín af ýmsu tagi s.l. daga. Skelli því hér inn með von um að einhver geti.....að minnsta kosti brosað út í annað. En það eru líka gleðifréttir fyrir þá sem hafa lengi dreymt um að hlaupa heilt maraþon, nú er komið gott tækifæri til að láta drauminn rætast, um helgina verður Glitnismaraþonið ....og heilt maraþon er aðeins 1, 9 km...
Ef þið hefðuð lagt 100.000 krónur í að kaupa hlutabréf Nortel fyrir einu ári síðan væri verðmæti bréfanna í dag um 4.900 krónur.
Hefði sama fjárfesting verið lögð í Enron væri sú eign í dag um 1.650 krónur.
Hefðuð þið keypt bréf í World Com fyrir 100.000 krónur væri minna en 500 kall eftir.
Hefði peningurinn hins vegar verið notaður til að kaupa Viking Gylltan-bjór fyrir einu ári síðan þá hefði verið hægt að drekka hann allan og fara síðan með dósirnar í endurvinnslu og hafa um 21.400 krónur upp úr því.
Þegar ofangreint er athugað virðist vera vænlegur kostur fyrir fjárfesta að drekka stíft og endurvinna!
Fréttablaðið og Árvakur saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Föstudagur, 10. október 2008 (breytt kl. 09:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þetta er gott, frábært hjá þér Sigríður Ingibjörg þú færð mitt prik. Þetta segir okkur að mannlega hliðin er þarna líka .....allavegana svona innan um.
Áfram Ísland
Segir sig úr bankaráði Seðlabankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Fimmtudagur, 9. október 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hver fréttin á fætur annarri dynur á okkur og ekki vitum við öll ef nokkur hvað þær þýða, þetta gerist hratt og erfitt er að halda þræði. Við verðum að vona og treysta því að það sé verið að gera rétt eða það besta í stöðunni á hverjum tímapunkti. Mér finnst mikilvægt að í þessari yfirlýsingu sé minnst á að sú vinátta eins og það er kallað við breta sé haldið á lofti. Í bloggpistli í morgun hvatti ég fólk til að vera jákvætt og gefa hvert öðru knús og svo framvegis, það stendur heldur betur enn og nú þurfum við að gera enn betur. Hér með skora ég á alla BLOGGARA landsins að taka þátt í að koma örlítilli jákvæðnibylgju af stað, skrifum jákvætt, hvetjum hvert annað, sjáum björtu hliðarnar, þær eru margar. Við þurfum að hugsa um hvert annað, gefa knús og þjóðin þarf svo sannarlega á því að halda, notum þennan miðil sem bloggið er og leggjum þjóðinni lið. Neikvæðnin má ekki ná tökum á okkur þá fyrst fer að halla verulega undan fæti. Jákvæðni og knúsblogg nú skipta þau máli....getur þú að bloggað jákvætt, skoraðu einnig á bloggvini þína ? Leggjum okkar af mörkum og árangri við munum ná. Bros og Knús í hvert hús og Áfram Ísland
Eignir standi undir Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Miðvikudagur, 8. október 2008 (breytt kl. 15:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þó svo að ég hafi breytt bloggi mínu að mestu í matarblogg þá finn ég stundum fyrir þörf að tjá mig um eitthvað annað og nú finn ég þörf til að leggja mitt af mörkum til þess að taka þátt í að benda fólki á að láta ekki hugfallast vera jákvæð. Versta við þessa stöðu í þjóðfélaginu er að ef við látum reiði, pirring og neikvæðni ná tökum á okkur og það megum við ekki gera. Ég geri mér grein fyrir að staða margra er ekki góð en ég veit ekki til þess að nokkur maður hafi grætt nokkuð á því að vera neikvæður og tala stanslaust um hve ástandið er slæmt. Við VERÐUM að vera jákvæð, hugsa jákvætt og senda út jákvæðar hugsanir. Því fleiri sem hugsa og tala neikvætt því verra verður ástandið. Eitt sinn sagði einhver góður maður " Verið af hjarta þakklát hvern dag, það er eina leiðin til velsældar"
Notum orku dagsins í að hugsa jákvætt og setjum okkur markmið að gefa t.d fimm knús í dag og kannski senda vinum, samstarfsmönnum, ættingjum eða bara öllum í símanum Knús SMS sem gæti hljómað svona " Þetta er Risa SMS knús til þín láttu það ganga, knúsaðu einhvern í dag og þú munt verða knúsuð/aður og allir verða ríkir...af knúsum" Það eru margir sem þurfa pepp og að það sé tekið utan um þá, tökum þátt í því og allt verður miklu betra.
Ekki lengur hætta á þjóðargjaldþroti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Miðvikudagur, 8. október 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það er skrýtið í þessu svokallaða krepputali hvernig sumir einstaklingar og sum fyrirtæki t.d Bónus espa fólk upp til að hamstra vörur. Það er ekkert að fara að gerast að okkur muni vanta mat, eflaust getur það gerst af þessum sökum eins og stundum áður að einstaka vörutegund verður ekki til. Við búum í góðu landi sem er allgjör gullkista full af mat " Ísland er matarkista". Við verðum að vera jákvæð okkar sjálfra og barnanna vegna og það má ekki gleyma því að við eigum hvert annað og við erum rík já við erum moldrík, við eigum hreint loft, vatn og gott landrými svo að eitthvað sé nefnt.
Það er ekki hægt að líkja ástandinu í efnahagsmálum við hamfarir sem hefur verið gert. Við þekkjum hamfarir þar sem að fólk týndi lífi, lífi sem ekki verður bætt hugsum um það. Kreppa þjappar okkur saman og hægir á peningabrjálæðinu og fólk fer að skipta máli, gildin sem koma til með að vera á toppnum eru mannlegu gildin. Tökum slátur, veiðum fisk, týnum ber, fjölskyldan saman heima að gera fiskibollur og bökum svo að eitthvað sé nefnt. Kennum börnunum okkar hvaðan maturinn kemur, berum virðingu fyrir okkar hráefni, sýnum þeim hvernig á að fara með hann, geyma og elda.
Áfram ísland - ef þið veltið því fyrir ykkur þá er lífið bara dásamlegt.
Vísindin ráða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Þriðjudagur, 7. október 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Matarsíða áhugamannsins
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Sterk upplifun
- Dásamlegar Dagatalsdömur gleðja.....og gleðja.
- Skilaboð úr skjóðunni.....
- Chia Smoothie. Klárlega fyrir þig !
- Feykiholl kjúklinga og grænmetis súpa
- Ný uppskrift.! Hollt og gott rasp á Fisk eða kjúlla.
- Af hverju er ekki bara nóg fyrir okkur að hafa bara nóg. ?
- Dagur með ástinni þinni - Hvernig skal koma á óvart.
- Allt gengur betur.....Vertu jákvæður !
- 10 Fiskar - 10 hljómplötur.
- Sojan sigrar natríumbardagann við saltið
- Svarta kómedían lýsir upp skammdegið - Þrefalt húrra fyrir LA.
- Snyrtilegt og sárfyndið leikhús
- Kynþokki, rokk og ról - Leikfélag Akureyrar þorir !
- Matarupplifun í byrjun árs - Nýtt heimili.
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Feb. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Greinar og skrif
Tenglar
Ýmislegt
- julli.is Mín síða
- Dalvík Staðurinn
- Fiskidagurinn mikli Stærsta matarhátíðin
- Matur og gleði Blogg á ensku um mat, viðburði og lífið
- Cool leikjasíða Kíktu á þessa
Matarsíður
- Matarlist Frábær vefur
- Berjavinir Allt um villt ber í nátturu íslands
- Slow food Samtök framtíðarinnar
- Matardagbók Ragnars Freys Snilldar síða
- Matur úr héraði
- Fylgifiskar Ein af mínum uppáhaldsbúðum / stöðum
- Freisting Góður vefur
- Ostabúðin Skólavörðustíg Ein góð
- Íslenskt grænmeti Toppaðu þetta
- Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson
- Matarsetur Matur saga menning
Vínsíður
- Vín og matur Skemmtileg síða um vín.....og mat
- Vín og matur blogg Vínkeðjan og fl skemmtilegt
- Vínbúðin ÁTVR
- Vínskólinn Vínskólinn
- Vínsíða Eiríks Orra Elsta vínsíða landsins
Veitingastaðir
- Friðrik V Einn besti veitingastaður landsins
- Þrír Frakkar Úlfar er snillingur
- Frábært kaffihús Flatbrauðið hans Þórólfs frá Lundi er eðall
- Halastjarnan Ohhhh á þennan eftir
- Strikið Flottur staður
- Greifinn Saltfiskpizzan góða
- Rub 23 Fyrrum Karolína
Tæki og tól
- Stjarnan glermunir Gerir matinn fallegri
- Fastus Heildverslun með tæki og tól
Uppskriftir
- Matseld Fullt af uppskriftum
- Uppskriftavefurinn Uppskriftir
- Kjarnafæði Kjarnafæðis uppskriftir
- Sjávarréttir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
Spurt er
Bloggvinir
- Atli Rúnar Halldórsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Pétur Guðjónsson
- Fiddi Fönk
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Pétur Björgvin
- Jónas Björgvin Antonsson
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Kafteinninn
- Hlynur Hallsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Snorri Sturluson
- Helgan
- Ómar Ragnarsson
- Bjarnveig Ingvadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Lára Stefánsdóttir
- Gunna-Polly
- Þórður Ingi Bjarnason
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Blúshátíð í Reykjavík
- Ómar Pétursson
- Elfar Logi Hannesson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Guðjón H Finnbogason
- Kristín Einarsdóttir
- Íris Hauksdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- DÓNAS
- Eyrún Elva
- Nonni
- Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir
- Ása Björg
- Anna Guðný
- Haraldur Davíðsson
- Ingunn Magnúsdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Guðrún Emilía Guðnadóttir