Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Tilnefningar - Fjöreggið 2008 - Gaman

Sex aðilar hafa nú verið tilnefndir til fjöreggs MNÍ 2008. Fjöreggið verður veitt fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði á Matvæladegi MNÍ þann 16. október nk.
fjoregg-2007_jpg


Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands hefur veitt Fjöreggið árlega síðan 1993 með stuðningi frá Samtökum iðnaðarins. Fjöreggið er íslenskt glerlistaverk sem veitt er fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði. Verðlaunahafi er valinn af fimm manna dómnefnd sem er að þessu sinni skipuð af Ragnheiði Héðinsdóttur, matvælafræðingi, Guðrúnu Gunnarsdóttur matvælafræðingi, Iðunni Geirsdóttur matvælafræðingi, Ragnheiði Guðjónsdóttur næringarfræðingi og Kolbrúnu Björnsdóttur útvarpskonu.  Félaginu barst fjöldi ábendinga um verðuga verðlaunahafa en sex aðilar komust í gegnum forval dómnefndar, þeir eru:

Friðrik V: Á veitingahúsinu Friðrik V. á Akureyri hefur verið unnið öflugt starf við að kynna matvæli úr héraðinu. Þannig hefur þjóðlegum hefðum verið haldið á lofti. Með vinnu sinni, áhuga og elju hefur Friðrik V Karlsson smitað aðra og haft meiri áhrif en flestir aðrir við að sýna þá möguleika sem felast í notkun á afurðum héraða.

Fiskidagurinn mikli:Smile Fiskidagurinn mikli hefur tengt saman ferðaiðnaðinn og íslenskar matarhefðir. Fiskidagurinn mikli gegnir hlutverki við að gera ímynd fisksins jákvæðari og vekja ungt fólk til umhugsunar um fiskneyslu.

Matur, saga og menning: Félagið er landsfélag áhugafólks um mat og matarmenningu og er hlutverk þess að efla þekkingu á íslenskum mat og vekja áhuga á þeim menningararfi sem felst í matarhefðum og matargerð. Félagið hefur staðið fyrir fræðslufundum og uppákomum af ýmsu tagi og kynnt þætti í sögu mataræðis á Íslandi, matargerð, hráefni eða vinnslu.

Ávaxtabíllinn: Frumkvöðlastarf sem eykur aðgengi  fólks að ávöxtum og hvetur til ávaxtaneyslu í dagsins önn. Akandi áminning um vítamínsprautuna sem ávextir eru. Ávaxtabíllinn hefur breytt neyslumynstri á kaffistofum fyrirtækja og stofnana.

Hollt og gott í hádeginu: Hollt í hádeginu hefur í nokkur ár séð um matseld í skólum nokkurra bæjarfélaga með góðum árangri. Mikið er lagt uppúr fjölbreytni í gerð matseðla og samsetningu máltíða samkvæmt ráðleggingum Lýðheilsustöðvar. Einungis er notað fyrsta flokks hráefni og birgjar vandlega valdir.

Myllan: Samkvæmt heilsustefnu Myllunar frá árinu 2006 hefur fyrirtækið meðal annars að markmiði að auka úrval og fjölbreytni í trefjaríkum brauðvörum. Með trefjaríkum vörunýjungum og öflugri markaðssetningu stuðlar Myllan að aukinni trefjaneyslu Íslendinga og hvetur aðra brauðframleiðendur til að feta í sömu spor. 

Tilkynnt verður hver hlýtur Fjöregg MNÍ 2008 við setningu matvæladags Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands í Iðnó þann 16.október næst komandi og mun Jón Steindór Valdimarsson framkvæmdasjóri Samtaka iðnaðarins afhenda Fjöreggið. Yfirskrift matvæladagsins er að þessu sinni „ Íslenskar matarhefðir og héraðskrásir“.

Matvæladagur:
Fjölbreytt dagskrá matvæladags MNÍ 2008


Í tilefni af matvæladeginum verður efnt til viðamikillar dagskrár í Iðnó þar sem leitast verður við að fjalla um málefni dagsins frá sem flestum hliðum. Fyrirlesarar hafa verið fengnir frá ýmsum greinum á þessu sviði. Þá mun Dr. Richard Tellström halda erindi um upprunalegar og tilbúnar matarhefðir - héraðstengingu, raunveruleikaflótta og nautn í matvælaþróun samtímans (authentic food vs. invented food traditions - Locality, escapism and hedonism as a contemporary food identity). Dr. Richard Tellström er vísindamaður við Örebro háskólann í Svíþjóð. Í doktorsverkefni sínu (2006) rannsakaði hann matarmenningu í Svíþjóð og Norðurlöndunum út frá þjóðfræðilegu sjónarhorni. Dr. Tellström vinnur einnig sem fyrirlesari við fjölda sænskra háskóla og sem ráðgjafi stjórnvalda og fyrirtækja um hvernig matarmenning getur nýst til framdráttar fyrir landssvæði í efnahagslegri lægð með því að þróa matvæli og styrkja ferðaiðnað tengdan matargerð.


Menn sem leggja lag sitt við fé

girdingÉg tel að þrátt fyrir "ástandið" svokallaða í fjármálaheiminum, þá sé nú gott að gleyma því um stund áður en að við verðum galin...þetta er hrútleiðinlegt......og hvað er þá betra en að hugsa um mat og þá til dæmis hið bráðfallega og stórgóða lambakjet. Um helgina halda Borgnesingar bráðskemmtilega hátíð "Sauðamessu" dagskrá og margt annað skemmtilegt má sjá á vefnum þeirra. Þar verður ærleg skemmtun og m.a verður landsmönnum öllum boðið í kjötsúpu, keppt verður í sparðatíningi og margt fleira. Tilvalið að skalla sér á Sauðamessu með lögunum, éta kjet og enda svo skrallið á hlöðuballi innan um æringja og önnur leg s , langt í burtu frá tali um fjármálakreppu sem er í raun bara skortur á sauðfé. Ég minntist á að skella sér með lögunum á Sauðamessu, samkvæmt orðabók Sauðamessunnar þá er félagi - maður sem leggur lag sitt við , hvort sem er átt við fjárbændur í uppsveitum Borgarfjarðar eða menn í hinum dökka og illræmda fjármálaheimi..þá er um að gera að fara varlega þegar val á lögum fer fram og ekki draga menn í dilka eftir útliti eða bankastofnunum.

Skötuselur á Vegamótum

100_0655Ég og Júlía dóttir mín fengum okkur að borða á Vegamótum í gærkvöldi. Vegamót er í hugum margra kannski meira þekktur sem djammstaður um helgar, en margir sem hafa komist á bragðið þekkja að þar er líka að finna góðan mat á sanngjörnu verði, skammtarnir eru veglegir. Þjónustan var ljómandi góð og hæfði staðnum vel, þú ert kannski ekki að fara þarna til að eiga rólegt rómantískt kvöld með elskunni...þó er það að sjálfsögðu hægt. Júlía fékk sér Penne pasta með kjúklingastrimlum og brauði, henni fannst þetta bragðgott heldur og mikið af sveppum og papriku fyrir hennar smekk Whistling og hún fýlaði ekki brauðiðSmile. Ég fékk mér skötusel, hann var borinn fram með steiktu grænmeti, stökku kartöflusmælki, rauðvínssósu og tígrisrækju. Fiskurinn var hárrétt steiktur fyrir minn smekk. Sósan var góð og ekki of þunn eins og vill stundum verða...það var búið að nostra aðeins við hana held ég. Rétturinn kostaði 1990 kr og mér fannst það sanngjarnt, annars er kannski ekki að marka hvað manni finnst um verð á þjónustu eða vöru nú til dags...það gæti verið að allt peningaruglshjalið rugli mann í rýminu.
sleifsleifsleif og 1/2 sleif.


Kaffi París...þjónustan uppá við á ný og gott Paté

100_0654Er í borg óttans..(Sjávarútvegsýningin hefst á morgun er að undirbúa hana) Kaffi París hefur lengi verið mitt uppáhald í Reykjavík, setjast einn niður í horninu við gluggann og njóta þess að horfa á fólk og gleyma amstri dagsins. Þegar staðnum var breytt missti hann mikinn sjarma en nýja lúkkið vandist nokkuð fljótt s.l 2 ár hef ég komið sjaldnar vegna þess að þjónustan sem var svo einstök hafði farið verulega aftur, það var ekki passað uppá þig og þú þurftir að kalla eftir þjónustu og bíða....það vantaði eitthvað uppá. Í gær fór ég óg viti menn það voru nýir þjónar eða ný áhersla það voru ungir strákar að vinna og þjónustan var aftur orðinn á svipuðum nótum og hún var, viðskiptavinurinn skipti máli, boðið velkominn og vel fylgst með manni, t.d diskurinn tekinn strax og maður var búinn. Ég fékk mér léttan hádegisverð Sjávarréttapaté (Sjá mynd)pateið var með ágætu sjávarfangsbragði, bæði með farseruðum og heilum bitum, með þessu var salat, þrennskonar grænmeti, íceberg, lollo rosso og gúrkur og já eitthvað eitt enn græntSmile einhver vinegar dressing með salatinu, balsamik sýróp yfir allt saman, sítróna og  hvítlauks majonessósa voru einnig með, rétturinn kostaði 1300 kr og ég ætla að gefa réttinum 3 sleifar.
sleifsleifsleif 


« Fyrri síða

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Af mbl.is

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband