Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands hefur veitt Fjöreggið árlega síðan 1993 með stuðningi frá Samtökum iðnaðarins. Fjöreggið er íslenskt glerlistaverk sem veitt er fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði. Verðlaunahafi er valinn af fimm manna dómnefnd sem er að þessu sinni skipuð af Ragnheiði Héðinsdóttur, matvælafræðingi, Guðrúnu Gunnarsdóttur matvælafræðingi, Iðunni Geirsdóttur matvælafræðingi, Ragnheiði Guðjónsdóttur næringarfræðingi og Kolbrúnu Björnsdóttur útvarpskonu. Félaginu barst fjöldi ábendinga um verðuga verðlaunahafa en sex aðilar komust í gegnum forval dómnefndar, þeir eru:
Friðrik V: Á veitingahúsinu Friðrik V. á Akureyri hefur verið unnið öflugt starf við að kynna matvæli úr héraðinu. Þannig hefur þjóðlegum hefðum verið haldið á lofti. Með vinnu sinni, áhuga og elju hefur Friðrik V Karlsson smitað aðra og haft meiri áhrif en flestir aðrir við að sýna þá möguleika sem felast í notkun á afurðum héraða.
Fiskidagurinn mikli: Fiskidagurinn mikli hefur tengt saman ferðaiðnaðinn og íslenskar matarhefðir. Fiskidagurinn mikli gegnir hlutverki við að gera ímynd fisksins jákvæðari og vekja ungt fólk til umhugsunar um fiskneyslu.
Matur, saga og menning: Félagið er landsfélag áhugafólks um mat og matarmenningu og er hlutverk þess að efla þekkingu á íslenskum mat og vekja áhuga á þeim menningararfi sem felst í matarhefðum og matargerð. Félagið hefur staðið fyrir fræðslufundum og uppákomum af ýmsu tagi og kynnt þætti í sögu mataræðis á Íslandi, matargerð, hráefni eða vinnslu.
Ávaxtabíllinn: Frumkvöðlastarf sem eykur aðgengi fólks að ávöxtum og hvetur til ávaxtaneyslu í dagsins önn. Akandi áminning um vítamínsprautuna sem ávextir eru. Ávaxtabíllinn hefur breytt neyslumynstri á kaffistofum fyrirtækja og stofnana.
Hollt og gott í hádeginu: Hollt í hádeginu hefur í nokkur ár séð um matseld í skólum nokkurra bæjarfélaga með góðum árangri. Mikið er lagt uppúr fjölbreytni í gerð matseðla og samsetningu máltíða samkvæmt ráðleggingum Lýðheilsustöðvar. Einungis er notað fyrsta flokks hráefni og birgjar vandlega valdir.
Myllan: Samkvæmt heilsustefnu Myllunar frá árinu 2006 hefur fyrirtækið meðal annars að markmiði að auka úrval og fjölbreytni í trefjaríkum brauðvörum. Með trefjaríkum vörunýjungum og öflugri markaðssetningu stuðlar Myllan að aukinni trefjaneyslu Íslendinga og hvetur aðra brauðframleiðendur til að feta í sömu spor.
Tilkynnt verður hver hlýtur Fjöregg MNÍ 2008 við setningu matvæladags Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands í Iðnó þann 16.október næst komandi og mun Jón Steindór Valdimarsson framkvæmdasjóri Samtaka iðnaðarins afhenda Fjöreggið. Yfirskrift matvæladagsins er að þessu sinni Íslenskar matarhefðir og héraðskrásir.
Matvæladagur:
Fjölbreytt dagskrá matvæladags MNÍ 2008
Í tilefni af matvæladeginum verður efnt til viðamikillar dagskrár í Iðnó þar sem leitast verður við að fjalla um málefni dagsins frá sem flestum hliðum. Fyrirlesarar hafa verið fengnir frá ýmsum greinum á þessu sviði. Þá mun Dr. Richard Tellström halda erindi um upprunalegar og tilbúnar matarhefðir - héraðstengingu, raunveruleikaflótta og nautn í matvælaþróun samtímans (authentic food vs. invented food traditions - Locality, escapism and hedonism as a contemporary food identity). Dr. Richard Tellström er vísindamaður við Örebro háskólann í Svíþjóð. Í doktorsverkefni sínu (2006) rannsakaði hann matarmenningu í Svíþjóð og Norðurlöndunum út frá þjóðfræðilegu sjónarhorni. Dr. Tellström vinnur einnig sem fyrirlesari við fjölda sænskra háskóla og sem ráðgjafi stjórnvalda og fyrirtækja um hvernig matarmenning getur nýst til framdráttar fyrir landssvæði í efnahagslegri lægð með því að þróa matvæli og styrkja ferðaiðnað tengdan matargerð.
Matur og drykkur | Þriðjudagur, 7. október 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Matur og drykkur | Fimmtudagur, 2. október 2008 (breytt kl. 08:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég og Júlía dóttir mín fengum okkur að borða á Vegamótum í gærkvöldi. Vegamót er í hugum margra kannski meira þekktur sem djammstaður um helgar, en margir sem hafa komist á bragðið þekkja að þar er líka að finna góðan mat á sanngjörnu verði, skammtarnir eru veglegir. Þjónustan var ljómandi góð og hæfði staðnum vel, þú ert kannski ekki að fara þarna til að eiga rólegt rómantískt kvöld með elskunni...þó er það að sjálfsögðu hægt. Júlía fékk sér Penne pasta með kjúklingastrimlum og brauði, henni fannst þetta bragðgott heldur og mikið af sveppum og papriku fyrir hennar smekk og hún fýlaði ekki brauðið. Ég fékk mér skötusel, hann var borinn fram með steiktu grænmeti, stökku kartöflusmælki, rauðvínssósu og tígrisrækju. Fiskurinn var hárrétt steiktur fyrir minn smekk. Sósan var góð og ekki of þunn eins og vill stundum verða...það var búið að nostra aðeins við hana held ég. Rétturinn kostaði 1990 kr og mér fannst það sanngjarnt, annars er kannski ekki að marka hvað manni finnst um verð á þjónustu eða vöru nú til dags...það gæti verið að allt peningaruglshjalið rugli mann í rýminu.
og 1/2 sleif.
Matur og drykkur | Miðvikudagur, 1. október 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er í borg óttans..(Sjávarútvegsýningin hefst á morgun er að undirbúa hana) Kaffi París hefur lengi verið mitt uppáhald í Reykjavík, setjast einn niður í horninu við gluggann og njóta þess að horfa á fólk og gleyma amstri dagsins. Þegar staðnum var breytt missti hann mikinn sjarma en nýja lúkkið vandist nokkuð fljótt s.l 2 ár hef ég komið sjaldnar vegna þess að þjónustan sem var svo einstök hafði farið verulega aftur, það var ekki passað uppá þig og þú þurftir að kalla eftir þjónustu og bíða....það vantaði eitthvað uppá. Í gær fór ég óg viti menn það voru nýir þjónar eða ný áhersla það voru ungir strákar að vinna og þjónustan var aftur orðinn á svipuðum nótum og hún var, viðskiptavinurinn skipti máli, boðið velkominn og vel fylgst með manni, t.d diskurinn tekinn strax og maður var búinn. Ég fékk mér léttan hádegisverð Sjávarréttapaté (Sjá mynd)pateið var með ágætu sjávarfangsbragði, bæði með farseruðum og heilum bitum, með þessu var salat, þrennskonar grænmeti, íceberg, lollo rosso og gúrkur og já eitthvað eitt enn grænt einhver vinegar dressing með salatinu, balsamik sýróp yfir allt saman, sítróna og hvítlauks majonessósa voru einnig með, rétturinn kostaði 1300 kr og ég ætla að gefa réttinum 3 sleifar.
Matur og drykkur | Miðvikudagur, 1. október 2008 (breytt kl. 13:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Matarsíða áhugamannsins
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Sterk upplifun
- Dásamlegar Dagatalsdömur gleðja.....og gleðja.
- Skilaboð úr skjóðunni.....
- Chia Smoothie. Klárlega fyrir þig !
- Feykiholl kjúklinga og grænmetis súpa
- Ný uppskrift.! Hollt og gott rasp á Fisk eða kjúlla.
- Af hverju er ekki bara nóg fyrir okkur að hafa bara nóg. ?
- Dagur með ástinni þinni - Hvernig skal koma á óvart.
- Allt gengur betur.....Vertu jákvæður !
- 10 Fiskar - 10 hljómplötur.
- Sojan sigrar natríumbardagann við saltið
- Svarta kómedían lýsir upp skammdegið - Þrefalt húrra fyrir LA.
- Snyrtilegt og sárfyndið leikhús
- Kynþokki, rokk og ról - Leikfélag Akureyrar þorir !
- Matarupplifun í byrjun árs - Nýtt heimili.
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Feb. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Af mbl.is
Innlent
- Rask í kjallara bókasafns
- Ég var vakin klukkan fjögur í nótt
- Fundi frestað: Kennarar vilja breyta tillögunni
- Blóðugur maður á gangi í Breiðholti
- Fimm skiptu með sér bónusvinningnum
- Áfram óvissustig á Austfjörðum fram á mánudag
- Þau bara ætla ekki að gefa sig
- Óvissustigi aflétt á sunnanverðum Vestfjörðum
- Byggingarfulltrúi tekur frumkvæði með verkstöðvun
- Mikið vatn ógnaði rafmagni og tölvukerfum
Greinar og skrif
Tenglar
Ýmislegt
- julli.is Mín síða
- Dalvík Staðurinn
- Fiskidagurinn mikli Stærsta matarhátíðin
- Matur og gleði Blogg á ensku um mat, viðburði og lífið
- Cool leikjasíða Kíktu á þessa
Matarsíður
- Matarlist Frábær vefur
- Berjavinir Allt um villt ber í nátturu íslands
- Slow food Samtök framtíðarinnar
- Matardagbók Ragnars Freys Snilldar síða
- Matur úr héraði
- Fylgifiskar Ein af mínum uppáhaldsbúðum / stöðum
- Freisting Góður vefur
- Ostabúðin Skólavörðustíg Ein góð
- Íslenskt grænmeti Toppaðu þetta
- Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson
- Matarsetur Matur saga menning
Vínsíður
- Vín og matur Skemmtileg síða um vín.....og mat
- Vín og matur blogg Vínkeðjan og fl skemmtilegt
- Vínbúðin ÁTVR
- Vínskólinn Vínskólinn
- Vínsíða Eiríks Orra Elsta vínsíða landsins
Veitingastaðir
- Friðrik V Einn besti veitingastaður landsins
- Þrír Frakkar Úlfar er snillingur
- Frábært kaffihús Flatbrauðið hans Þórólfs frá Lundi er eðall
- Halastjarnan Ohhhh á þennan eftir
- Strikið Flottur staður
- Greifinn Saltfiskpizzan góða
- Rub 23 Fyrrum Karolína
Tæki og tól
- Stjarnan glermunir Gerir matinn fallegri
- Fastus Heildverslun með tæki og tól
Uppskriftir
- Matseld Fullt af uppskriftum
- Uppskriftavefurinn Uppskriftir
- Kjarnafæði Kjarnafæðis uppskriftir
- Sjávarréttir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
Spurt er
Bloggvinir
- Atli Rúnar Halldórsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Pétur Guðjónsson
- Fiddi Fönk
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Pétur Björgvin
- Jónas Björgvin Antonsson
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Kafteinninn
- Hlynur Hallsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Snorri Sturluson
- Helgan
- Ómar Ragnarsson
- Bjarnveig Ingvadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Lára Stefánsdóttir
- Gunna-Polly
- Þórður Ingi Bjarnason
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Blúshátíð í Reykjavík
- Ómar Pétursson
- Elfar Logi Hannesson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Guðjón H Finnbogason
- Kristín Einarsdóttir
- Íris Hauksdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- DÓNAS
- Eyrún Elva
- Nonni
- Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir
- Ása Björg
- Anna Guðný
- Haraldur Davíðsson
- Ingunn Magnúsdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Guðrún Emilía Guðnadóttir