Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Í gær fórum við fjölskyldan ásamt einum aukapjakki í skemmtilegan jólatúr á hinn árlega og afar skemmtilega jólamarkað á Skeiði innst inni í Svarfaðardal. Það snjóaði mikið, hvítt yfir öllu, snjókornin voru stór og mjög jólaleg. Börnin sáu Grýlu bregða fyrir í gegnum logndrífuna. Það var búið að setja logandi kyndla alla heimreiðina heim að Skeiði hjá Myriam og Ingimari. Þau reka litla vinalega ferðaþjónustu, markaðurinn er í litilli gamalli hlöðu og fjósi, þar var margt merkilegt til sölu, list, handverk og ýmislegt matarkyns. Nunurnar frá Akureyri voru með skemmtilegt borð, með ýmsum skrautmunym, handgerðum , kökum, ostabollum og sérstökum kalkúnafylltum bollum sem ég kann ekki að nefna, þær voru strýtulagaðar og ég kalla þær bara NunnubollurÞær voru með hnetu og kókossmákökur skemmtilegt og öðruvísi bragð og lögunin á þeim var eins og jólastafur, skemmtilegt. Það sem okkur þótti áhugavert var alþjóðlegi og vinalegi blærinn á markaðinum, þarna voru Nunnurnar sem ég er ekki viss um þjóðernið, stelpur frá Tékklandi og Slóveníu að selja smakk af nýbökuð Tékknesku brauði ( Bakaðar af kokkunum í Héðinsfjarðargöngunum sem er frá Tékklandi) og með þessu var staup af góðu hunangsvíni. Myriam á Skeiði sem á heiðurinn af þessum skemmtilega markaði er frá Þýskalandi og hún bauð uppá Stollen, smákökur og fleira brauð sem ég þekkti ekki, tvennskonar ilmandi heita glögg fram í fjósinu sem er búið að breyta í hlýlegan lítinn sal með eldunaraðstöðu, þar var síðan Ari í Árgerði með gítarinn og söng jólalög. Þar frammi var Anna Dóra á Klængshóli með gott fjallagrasabrauð, skemmtilega innpakkað, Domma á Klaufabrekknakoti var með jólasíld og rúgbrauð, inni var líka Ógga Sigga dásamlega fíflahunangaðið sitt, hlaup og sultur. Svo keypti ég poka af NÝUPPTEKNUM gulrótum hjá Sólu sem býr í hverfinu ofan við Húsabakka, hún og Friðrik hennar eru með smá garð sem þau breiða yfir, þannig að þessar gulrætur sem ég keypti voru teknar upp úr jólasnjónum í gærmorgun og hljóta þá að vera jólagulrætur. Það var gott að vera þarna í gær, hlý og ljúfstemmning, okkur langaði helst bara að vera þarna fram undir dalsbotni þar sem að jólasnjórinn, ekkert gemsasamband og fjöllin há mynduðu hlýjan hjúp frá bullinu í landinu okkar. Fyrir utan húsið var búið að kveikja varðeld sem börnin horfðu dolfallin á og alls ekki tilbúin, frekar en við fullorðna fólkið að fara aftur í það sem einu sinni var kallað siðmenning.
Matur og drykkur | Sunnudagur, 30. nóvember 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sjónvarpslaust kvöld......eins og í denn.
Fimmtudaginn 13.nóvember á veitingastaðnum Friðriki V. Kl. 19.00 borðapantanir í síma 4615775, takmarkaður sætafjöldi.5 rétta fiskimatseðill meistarans og áhugamannsins á aðeins 3.900 kr og 5.900 kr með sérvöldum vínum frá Vífilfelli. Höfundar segja frá vinnu bókarinnar og fleira.
Tónlistaratriði.Matargestir fá bókina Meistarinn og áhugamaðurinn áritaða Á 35 % afslætti.Nöfn matargesta fara í pott og heppnir gestir fá jólakortaljósmyndatöku hjá Finnboga í www.dagsljos.is, gjafakörfu frá sælkeraverslun Friðriks V., og áritaða bók.Kimi records verða með tónlistina sína á tilboðsverði. Lífgaðu uppá skammdegið Þetta verður kvöld með skemmtilegu fólki, góðum mat, hlýju, birtu og jákvæðni.
Matur og drykkur | Þriðjudagur, 11. nóvember 2008 (breytt kl. 16:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Norðlenskt, já takk!
Meistarinn og áhugamaðurinn er ný matreiðslubók Friðriks fimmta og Fiskidags- Júlla kemur út um helgina.
Sjávarfang er viðfangsefni meistarans Friðriks V. Karlssonar og áhugamannsins Júlíusar Júlíussonar í norðlenskri matreiðslubók sem kemur út á næstu dögum.Bókin heitir einmitt Meistarinn og áhugamaðurinn; hráefnið var ákveðið í sameiningu en síðan skildi leiðir þar til allt var klárt; 42 uppskriftir eru í bókinni og þeir elduðu hvor í sínu lagi án þess að vita hvað hinn hafði í huga. Réttirnir tveir, úr hverju hráefni fyrir sig, eru svo birtir í einni opnu í bókinni. Enginn var í aðstöðu til þess að bera saman hvað meistarinn og áhugamaðurinn voru að bauka nema Finnbogi Marinósson ljósmyndari sem fylgdi báðum eftir. Ljósmyndarinn átti stundum bágt sig þegar hann sá hvert stefndi; það var dálítið fyndið hvað þeir voru oft í svipuðum pælingum, en þó ólíkum," segir Finnbogi. Í anda breska réttarins þekkta, fisks og franskra kartaflna sem pakkað er inn í dagblað, djúpsteikti Friðrik rækjur sem hann bar fram í akureyrska blaðinu Vikudegi, og með var boðið upp á kók í gleri, sem framleitt er í höfuðstað Norðurlands. Júlli býður hins vegar upp á grillaða bjórrækju sem lá í Viking-bjór. Það var algjör tilviljun að Vífilfell á Akureyri kemur við sögu í bæði skiptin," segir Júlíus. Bókin er byggð á hugmyndafræðinni um mat úr héraði, local food; allt hráefnið er norðlenskt (nema humarinn, sem var keyptur af Norðlendingi, eins og þeir sögðu!) og það er ekki síst til þess að kynna það forðabúr sem Eyjafjörðurinn er. Það er eitt og hálft ár síðan hugmyndin kviknaði í spjalli; við vorum á leið til Ítalíu á sýninguna Slow Fish og þegar við fórum að hugsa málið nánar fannst okkur hugmyndin svo góð að það var ekki annað hægt en að láta verða af þessu," segir Friðrik fimmti við Morgunblaðið. Meðal hráefnis er bláskel, öðuskel, saltfiskur, karfi og svartfugl. Auk þess að sýna uppskriftir reyna þeir félagar að koma á framfæri þeirri upplifun sem matreiðslan var. Þá elti ljósmyndarinn þá um borð í frystitogara og í vinnsluhús þar sem rætt var við fólkið sem hanteraði hráefnið í fyrstu og við vonumst til þess að fólk upplifi stemmninguna sem þessu fylgir," segir Friðrik. Meistarinn hefur komið við sögu í nokkrum bókum áður en segist nú, í fyrsta skipti, nýta sér allar hugsanlegar græjur sem er að finna í eldhúsi veitingastaðarins. Júlli notar hins vegar bara það sem hann á heima í eldhúsi; tæki fyrir venjulegt fólk." Júlíus er himinlifandi með samstarfið. Fyrir mig sem áhugamann er það gríðarlegur heiður að fá að vinna með Friðriki. Hann er mikill fagmaður og heittrúaður varðandi hugmyndafræðina um mat úr héraði. Mér finnst það þor af hans hálfu að setja nafn sitt við það að vinna með áhugamanni eins og mér." BÓKIN er að öllu leyti unnin fyrir norðan. Annar höfundurinn er búsettur á Akureyri, hinn á Dalvík og ljósmyndarinn á Akureyri. Ásprent-Stíll sér um prentun, Þórhallur Kristj´nasson í www.effekt.is hannaði bókina og setti upp og Kimi Records dreifir bókinni, en fyrirtækið hefur hingað til einbeitt sér að tónlist; staðið fyrir tónleikahaldi og gefið út og dreift geisladiskum. Prófarkalesarar koma frá Dalvík og Akureyri sem og þýðendur, en bókin kemur bæði út á íslensku og ensku. Það kostar meira að vinna bókina alfarið fyrir norðan; til dæmis var ákveðið að prenta hana á Akureyri burtséð frá kostnaði. Það eru aðrir hlutir sem skipta máli í lífinu en bara peningar," sagði einn þeirra sem standa að bókinni. Norðlenskt skyldi það vera. Allt gert í heimabyggð.
Meistarar og áhugamenn: ( Mynd Skapti Hallgrímsson)
Standandi Júlíus Júlíusson, Finnbogi Marinósson og Friðrik V Karlsson. Sitjandi Ómar Pétursson, framkvæmdastjóri Ásprents- Stíls, Baldvin Esra Einarsson, eigandi Kimi Records.
Blómleg útgáfa bóka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Þriðjudagur, 4. nóvember 2008 (breytt kl. 09:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Meðan að lærið mallaði í ofninum bauð ég uppá tvo forrétti inn í stofu, anar var ristað hvítt brauð á pönnu með túnfiskspestói og spænskum sauðaosti
pestóið keypti á á Ítalíu beint frá bóndanum á Slow fish sýningunni em við fórum á s.l ári....mjög gott. Hinn var pönnuristað gróft fjölkorna brauð með graskersfræjum, ofan var rauðlaukssulta og léttsaltaður saltfiskur...þetta var einstaklega gott og hef ég trú á því að ég prófi þetta aftur. Rauðlaukssultuna bjó ég til fyrr um daginn, rauðlaukur, púðursykur, rósapipar, balsamikedik og smá olía....malla á pönnunni i c.a 45 min eða svo og látið kólna í sigti.
Sósur
Heit - Setti allan vökvann ásamt rósmaríngreinunum og hvítlauknum skál og mixaði það fínt með töfrasprota og sigtaði í pott og bætti rjóma útí og örlitlum svörtum pipar úr kvörn, þykkti aðeins með maísenamjöli, þetta var alveg mögnuð sósa, silkimjúk með djúpum kröftug bragði, þó svo að hvítlaukurinn væri grunnurinn þá var hann ekkert um of, þetta náði einhvern veginn allt góðu samspili.
Köld - Hálf gúrka kjarnhreinsuð og skorin í litla teninga og söltuð, skoluð í sigti með köldu vatni eftir 20 mín og sett í skál súrmjólk hellt yfir, þannig að hún nái rétt yfir, smá af sítrónu kreist yfir...salt og pipar eftir smekk.
Kartöflur
Kartöflurnar soðnar og flysjaðar. Ég átti sýróp (Gastrik) sem ég fékk frá norskri konu sem er með sinn eigin sykurbúskap og hún sagði að svona gastrik sýróp væri ein af geymsluaðferðum þeirra, þau myndu nota þetta í sósur og fleira, ég skellti hluta af þessu í pott, smá rjóma með, hrærði vel í á meðan og hellti yfir kartöflurnar
Salat
Spínat, íssalat, hýðis og kjarnahreinsuð gúrka, rauð paprika, furuhnetur, sólblóma og graskersfræ, mandarínuolía og döðlur.
Eftirréttur
Einfaldur og góður eftir
Bananar, jarðaber, kiwi, vínber og anans skorinn niður, heit rollósósa og þeyttur rjómi. Gamus XO fyrir strákana og púrtvín fyrir stelpurnar.
Vín með matnum.
Við smökkuðum tvö gæðavín frá www.vifilfell.is....eitt hvítt og eitt rautt: ( Sjá færslu neðar er annar hluti af rýnihópnum smakkaði þessi tvö vín)
Hvítvínið Léon Beyer Riesling 2005. 1490 í ríkinu. Við rýndum í vínin á áhugamannsins hátt. Hvítvínið er forvitnilegt, spennandi og nýtt, það var ferskt og mér datt í hug Lime og sumar þegar ég smakkaði það. Það hentaði vel með forréttunum og í raun mun betur heldur en með fiskréttunum um daginn.
Rýnir 3: Bragðmikið og ávaxtaríkt án þess að vera sætt. Smellpassar með smá sætu og saltfiski
Rýnir 4: Lítil lykt, miðlungsþurrt, lítið eftirbragð en mjög gott. Ferskt, dálítil sýra þegar fyrst er drukkið. Sýra kemur vel í ljós þegar drukkið er með mat. Mæli með þessu víni...mjög gott.
Rýnir 1: Mun betra en í fyrra skiptið, hentar betur með þessum mat sem er bragðmeiri en fiskurinn í fyrra skiptið, vínið er ferskt og örugglega gott með ostum.
1/2 sleif.
Rauðvínið- Las Moras Black Label Malbec 2005 -Sérpöntun ÁTVR 1790 kr. Í fyrra skiptið sem þetta vín var smakkað fékk það 4 og 1/2 sleif hjá Rýnum 1, 7 og 8.
Rýnir 3: Spírakennt, létt bragðlítið en alveg brúklegt með lambakjöti
Rýnir 8: Lykt minnir helst á spíra, frekar þurrt, bragðmikið. Var gott með lambinu, minnir á lakkrís. Örugglega gott með villibráð og eitt og sér, ágætt vín
Rýnir 1: Mjög gott, lyktar vel og bragðast enn betur.
sleifar.
Matur og drykkur | Sunnudagur, 2. nóvember 2008 (breytt kl. 14:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Matarsíða áhugamannsins
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Sterk upplifun
- Dásamlegar Dagatalsdömur gleðja.....og gleðja.
- Skilaboð úr skjóðunni.....
- Chia Smoothie. Klárlega fyrir þig !
- Feykiholl kjúklinga og grænmetis súpa
- Ný uppskrift.! Hollt og gott rasp á Fisk eða kjúlla.
- Af hverju er ekki bara nóg fyrir okkur að hafa bara nóg. ?
- Dagur með ástinni þinni - Hvernig skal koma á óvart.
- Allt gengur betur.....Vertu jákvæður !
- 10 Fiskar - 10 hljómplötur.
- Sojan sigrar natríumbardagann við saltið
- Svarta kómedían lýsir upp skammdegið - Þrefalt húrra fyrir LA.
- Snyrtilegt og sárfyndið leikhús
- Kynþokki, rokk og ról - Leikfélag Akureyrar þorir !
- Matarupplifun í byrjun árs - Nýtt heimili.
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Greinar og skrif
Tenglar
Ýmislegt
- julli.is Mín síða
- Dalvík Staðurinn
- Fiskidagurinn mikli Stærsta matarhátíðin
- Matur og gleði Blogg á ensku um mat, viðburði og lífið
- Cool leikjasíða Kíktu á þessa
Matarsíður
- Matarlist Frábær vefur
- Berjavinir Allt um villt ber í nátturu íslands
- Slow food Samtök framtíðarinnar
- Matardagbók Ragnars Freys Snilldar síða
- Matur úr héraði
- Fylgifiskar Ein af mínum uppáhaldsbúðum / stöðum
- Freisting Góður vefur
- Ostabúðin Skólavörðustíg Ein góð
- Íslenskt grænmeti Toppaðu þetta
- Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson
- Matarsetur Matur saga menning
Vínsíður
- Vín og matur Skemmtileg síða um vín.....og mat
- Vín og matur blogg Vínkeðjan og fl skemmtilegt
- Vínbúðin ÁTVR
- Vínskólinn Vínskólinn
- Vínsíða Eiríks Orra Elsta vínsíða landsins
Veitingastaðir
- Friðrik V Einn besti veitingastaður landsins
- Þrír Frakkar Úlfar er snillingur
- Frábært kaffihús Flatbrauðið hans Þórólfs frá Lundi er eðall
- Halastjarnan Ohhhh á þennan eftir
- Strikið Flottur staður
- Greifinn Saltfiskpizzan góða
- Rub 23 Fyrrum Karolína
Tæki og tól
- Stjarnan glermunir Gerir matinn fallegri
- Fastus Heildverslun með tæki og tól
Uppskriftir
- Matseld Fullt af uppskriftum
- Uppskriftavefurinn Uppskriftir
- Kjarnafæði Kjarnafæðis uppskriftir
- Sjávarréttir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
Spurt er
Bloggvinir
- Atli Rúnar Halldórsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Pétur Guðjónsson
- Fiddi Fönk
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Pétur Björgvin
- Jónas Björgvin Antonsson
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Kafteinninn
- Hlynur Hallsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Snorri Sturluson
- Helgan
- Ómar Ragnarsson
- Bjarnveig Ingvadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Lára Stefánsdóttir
- Gunna-Polly
- Þórður Ingi Bjarnason
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Blúshátíð í Reykjavík
- Ómar Pétursson
- Elfar Logi Hannesson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Guðjón H Finnbogason
- Kristín Einarsdóttir
- Íris Hauksdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- DÓNAS
- Eyrún Elva
- Nonni
- Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir
- Ása Björg
- Anna Guðný
- Haraldur Davíðsson
- Ingunn Magnúsdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Guðrún Emilía Guðnadóttir