Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Mikil umræða um ummæli Friðriks Ómars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Miðvikudagur, 27. febrúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Til hamingju Ísland....til hamingju jafnt þeir sem elska og hata þessa keppni. Hvað ættu þeir sem (þykjast) hata þessa keppni að tala um ef engin væri júróvísion keppnin. Fyrir þá sem elska keppnina er mikið fjör framundan. Ég segi það hér og nú með stórum stöfum að við komumst ÁFRAM úr undankeppninni þann 22. maí....ég bara veit það. Ég er líka búin að vita það að Friðrik Ómar sem er frábær listamaður færi einhvern tímann fyrir Íslands hönd og keppti fyrir okkar hönd....þetta er algjör snilld.
Friðrik Ómar og Regína voru frábær í gær og úrslitakvöldið var glæsilegt í alla staði hjá Rúv. Ég var mjög skotinn í Dr. Spock laginu, en fannst einhvern veginn ekki að við ættum inni fyrir því að senda það núna. Þeir voru flottir og innilegir í því sem þeir voru að gera og þriðja sætið viss sigur fyrir þá sem stóðu að þessu lagi.
Barði og félagar liðu fyrir hvað DR Spock stóð sig vel, auglýsingarnar flennistóru skemmdu fyrir, og yfirlýsingar þekktra manna. Eins tel ég að margir hafi séð í gegnum þetta með bakraddirnar sem voru reknar, að það hafi verið sett á svið til þess að fá meiri umfjöllun. Mér leist vel á þetta lag fyrst en það entist kannski ekki vel....alls ekki slæmt og setti spennu og skemmtilegan svip á þetta allt saman.
Ef að þetta hefði ekki veriðö Júrósvision keppni hefði Ragnheiður Gröndal fengið öll mín atkvæði. Lagið hans Guiðmundar Jónssonar sem að Páll Rósinkrans flutti var ágætt líka...en önnur náðu ekki hæðum.
Það að Friðrik Ómar hafi svarað fyrir sig var í raun kannski eðlilegt, Þó að það sé oft betra að svara ekki skætingi eða leiðindaskotum frá öðrum. Áfram Friðrik og Regína...Áfram Ísland
Bloggar | Sunnudagur, 24. febrúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Verið ljúf og góð...lífið er stutt...en samt svo langt.
Bloggar | Mánudagur, 18. febrúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Til lukku allir fallega hugsandi og kærleiksríku elskendur...og aðrir. Það er alveg merkilegt hvað margir tuða um að þetta sé ammerísk hefð. Þeir sem vilja ekki hafa daga sem ýta undir ástina og ýta undir að við séum góð við hvert annað ættu bara að gera eitthvað annað. Það er frábært að fá svona daga, það skiptir ekki máli hvaðan gott kemur. Legg til að allir komi elskunni sinni á óvart með einhverjum hætti í dag.
Dæmi:
Senda elskunni alvöruástarbréf í vinnuna, ekki email. Senda eða koma færandi í vinnuna eða skólann með stóran rósavönd. Taka sér frí í vinnunni, fá frí fyrir elskuna án þess að hún viti....fara með hana á kaffihús...eða vera búin að elda heima og koma henni á óvart þar....eða fara með elskuna heim og horfa á rómantískar myndir á náttfötunum í allan dag....klæða sig síðan upp og fara út að borða í kvöld.....senda elskunni sms og bjóða henni í bústað um helgina. Skrifa ljóð (Allir geta skrifað ljóð)og sendi elskunni á litlu korti með einni rós. Fara saman í dekur, nudd og potta. En umfram allt skulum við vera dugleg að knúsast og það þarf svosem ekki að gera neitt mikið meira en að vera saman og vera góð.
Syngja ástarjátningar til kvenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Fimmtudagur, 14. febrúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þessi þróun sem hefur átt sér stað að undanförnu m.a með stofnun félags/samtaka sem heita Ísland fyrir Íslendinga og nú síðast vefsíða þar sem að 14 ára einstaklingar safna undirskriftum gegn Pólverjum. Þetta er alveg makalaus þróun og stórhættuleg. Það er alveg ljóst í mínum huga að það þarf að taka á þessum málum. Fyrst þarf að byrja heima við eldhúsborðið, þar þurfa foreldrar að huga að því hvað þeir segja og hvernig þeir ræða þessi mál við börnin og unglingana.
Í öllum hópum hvort sem það eru Íslendingar, Japanir eða Pólverjar svo að einhverjir séu nefndir eru svartir sauðir. Ég þekki nokkra pólverja þar sem að ég bý og þeir eru upp til hópa aldeilis stórgott fólk. Hér eru Pólverjar sem eru komnir til að vinna um stundarsakir og einnig fjölskyldur sem hafa keypt sér húsnæði og ætla að setjast hér að. Það er hrikalegt fyrir þetta fólk að heyra um þessar hörmungar, undirskriftir, óþverraskrif og fleiri fréttir af því hvernig hópar Íslendinga talar um íbúa landsins sem eru af erlendi bergi brotnir. Ég þekki mjög marga Íslendinga t.d í Danmörku, hvað þætti okkur ef að þeir væru lagðir í einelti þar sem þeir byggju. Ætlar þetta unga fólk sem hefur ritað nöfn sín á þessa vefsíðu ætli aldrei að fara til útlanda, kannski í nám eða til þess að búa til framtíðar, jafnvel með erlendan maka. Hvernig vilja þeir að það verði tekið á móti þeim í því landi sem þeir ákveða að dvelja í til lengri eða skemmri tíma ?
Ég er mjög hissa á foreldrum þessa unga fólks sem setur upp svona vefsíðu í hugsunarleysi. Múgæsingin verður til þess að einhver hundruð skrifa undir eitthvað sem þau hafa ekki þekkingu á. Þetta er stóralvarlegt mál ekki bara fyrir þau, heldur okkur öll sem á þessu landi búum. Ég skora á ráðamenn þjóðarinnar að grípa í taumana nú þegar. Það þarf að auka fræðslu um rasisma og hefjast handa við það strax, .....foreldrar geta tekið af skarið heima. Það er ekki hægt að bíða með þetta mál því það verður alvarlegra með hverjum deginum sem líður og ef ekkert verður aðhafst verður ekki aftur snúið.
Ég segi það enn og aftur...frábært framtak hjá Bubba.
Forsætisráðherra ætlar að taka lagið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Miðvikudagur, 13. febrúar 2008 (breytt kl. 22:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Markús Örn skipaður forstöðumaður Þjóðmenningarhúss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Miðvikudagur, 13. febrúar 2008 (breytt kl. 15:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mjólkað á ný á Stærri-Árskógi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Þriðjudagur, 12. febrúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fólk hvatt til að hreinsa vel frá niðurföllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Föstudagur, 8. febrúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í reynslusölu í Reykjavík: Sunnlenski bjórinn ekki til á Suðurlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Föstudagur, 8. febrúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Guðlaugur fær eitt prik fyrir þessi ummæli sín í morgun, hann fær annað prik ef að þetta mun hafa´tilætlaðan árangur. Það er með olíkindum að þetta reykherbergi sé á Alþingi eftir 1. júni 2007...skamm fyrir það. Auðvitað ættu allir þingmenn sem reykja að sýna góða fyrirmynd og hætta að reykja. Mér er alveg sama hvort að einhverjum finnist það brot á mannréttindum að banna reykingar.....þetta ætti í raun að vera þannig að enginn ætti að eiga möguleika á að starfa á alþingi nema að vera reyklaus. Það þekkist úr ýmsum störfum að aðeins eru ráðnir þeir sem reykja ekki.
Vill láta loka reykherbergi á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Fimmtudagur, 7. febrúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Matarsíða áhugamannsins
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Sterk upplifun
- Dásamlegar Dagatalsdömur gleðja.....og gleðja.
- Skilaboð úr skjóðunni.....
- Chia Smoothie. Klárlega fyrir þig !
- Feykiholl kjúklinga og grænmetis súpa
- Ný uppskrift.! Hollt og gott rasp á Fisk eða kjúlla.
- Af hverju er ekki bara nóg fyrir okkur að hafa bara nóg. ?
- Dagur með ástinni þinni - Hvernig skal koma á óvart.
- Allt gengur betur.....Vertu jákvæður !
- 10 Fiskar - 10 hljómplötur.
- Sojan sigrar natríumbardagann við saltið
- Svarta kómedían lýsir upp skammdegið - Þrefalt húrra fyrir LA.
- Snyrtilegt og sárfyndið leikhús
- Kynþokki, rokk og ról - Leikfélag Akureyrar þorir !
- Matarupplifun í byrjun árs - Nýtt heimili.
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Af mbl.is
Greinar og skrif
Tenglar
Ýmislegt
- julli.is Mín síða
- Dalvík Staðurinn
- Fiskidagurinn mikli Stærsta matarhátíðin
- Matur og gleði Blogg á ensku um mat, viðburði og lífið
- Cool leikjasíða Kíktu á þessa
Matarsíður
- Matarlist Frábær vefur
- Berjavinir Allt um villt ber í nátturu íslands
- Slow food Samtök framtíðarinnar
- Matardagbók Ragnars Freys Snilldar síða
- Matur úr héraði
- Fylgifiskar Ein af mínum uppáhaldsbúðum / stöðum
- Freisting Góður vefur
- Ostabúðin Skólavörðustíg Ein góð
- Íslenskt grænmeti Toppaðu þetta
- Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson
- Matarsetur Matur saga menning
Vínsíður
- Vín og matur Skemmtileg síða um vín.....og mat
- Vín og matur blogg Vínkeðjan og fl skemmtilegt
- Vínbúðin ÁTVR
- Vínskólinn Vínskólinn
- Vínsíða Eiríks Orra Elsta vínsíða landsins
Veitingastaðir
- Friðrik V Einn besti veitingastaður landsins
- Þrír Frakkar Úlfar er snillingur
- Frábært kaffihús Flatbrauðið hans Þórólfs frá Lundi er eðall
- Halastjarnan Ohhhh á þennan eftir
- Strikið Flottur staður
- Greifinn Saltfiskpizzan góða
- Rub 23 Fyrrum Karolína
Tæki og tól
- Stjarnan glermunir Gerir matinn fallegri
- Fastus Heildverslun með tæki og tól
Uppskriftir
- Matseld Fullt af uppskriftum
- Uppskriftavefurinn Uppskriftir
- Kjarnafæði Kjarnafæðis uppskriftir
- Sjávarréttir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
Spurt er
Bloggvinir
- Atli Rúnar Halldórsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Pétur Guðjónsson
- Fiddi Fönk
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Pétur Björgvin
- Jónas Björgvin Antonsson
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Kafteinninn
- Hlynur Hallsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Snorri Sturluson
- Helgan
- Ómar Ragnarsson
- Bjarnveig Ingvadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Lára Stefánsdóttir
- Gunna-Polly
- Þórður Ingi Bjarnason
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Blúshátíð í Reykjavík
- Ómar Pétursson
- Elfar Logi Hannesson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Guðjón H Finnbogason
- Kristín Einarsdóttir
- Íris Hauksdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- DÓNAS
- Eyrún Elva
- Nonni
- Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir
- Ása Björg
- Anna Guðný
- Haraldur Davíðsson
- Ingunn Magnúsdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Guðrún Emilía Guðnadóttir