Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Vangaveltur

Ég hef ekki séð neinar tölur eða skrif um það, en ég held að þetta hljóti að vera með erfiðari vetrum. Nú hefur hver lægðin á fætur annari hrellt landann, mismikið eftir landshlutum. Mér er hugsað til þeirra sem þurfa að fara yfir Hellisheiðina og aðrar heiðar eða fjallvegi daglega til vinnu eða náms. það er allt annað þegar það snjóar í Reykjavík þar sem að umferðin er gríðarleg heldur en í minni byggðarlögum. Ég var að velta því fyrir mér að t.d í siðustu viku var kolvitlaus hríð hér hjá mér, það þurfti að moka og fólk þurfti að kalla eftir aðstoð og svo framvegis eins og gengur þegar svona stendur á....ég fylgdist með fréttum á neti og í útvarpi, það var ekki minnst á þetta. ...nú er svipað statt þar sem að fjölmiðlarnir eru staddir og þá er stöðugar fréttir og mikið af upplýsingum sem koma fram sem er vel. Málið er að þegar veðrið er gott þar sem að fjölmiðlafólkið er statt en verra annarstaðar verður umfjöllunin alltaf minni. Sennilega bara allt skiljanlegt...vildi bara velta þessu út í hríðina.
mbl.is Þrengslin og Hellisheiði lokuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Datt í hug að......

......henda inn hérna uppskrift af grilluðu læri í tilefni þessarar fréttar

Grillað lambalæri  ( ATH Hægra læri )

fyrir 6
1 lambalæri, um 2,2 kg, helst nokkuð vel hangið
6-8 hvítlauksgeirar
2 tsk. þurrkað timjan
1 tsk. þurrkað oregano
2 tsk. paprikuduft
rifinn börkur af einni sítrónu
nýmalaður pipar og salt
 

Kveikið á grillinu og hitið það vel. Fitusnyrtið lærið e.t.v. dálítið, gerið djúpar raufar í það á nokkrum stöðum með hnífsoddi og stingið hvítlauksgeirum inn í það. Blandið saman timjani, oregano, paprikudufti, sítrónuberki, pipar og salti og núið vel á allt lærið.
 
Slökkvið á öðrum brennaranum á gasgrilli (ef notað er kolagrill eru kolin færð út til hliðanna og álbakki hafður í miðjunni). Setjið lærið á grillið þar sem ekki er eldur undir og lokið síðan. Grillið lærið í 1 klst og 10 til 30 mínútur eftir stærð og eftir því hve mikið það á að vera grillað (notið kjöthitamæli ef þið eruð ekki viss).
Snúið lærinu tvisvar eða þrisvar en opnið grillið annars sem allra minnst. Ef óskað er eftir dekkri skorpu má færa það yfir eldinn seinustu mínúturnar og fylgjast þá vel með því. Best er að það fái að standa í 25-30 mínútur eftir að það er tekið af grillinu og á meðan má baka brauðið og grilla grænmetið. 
 
mbl.is Beit mann í lærið í gleðskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir frá öskudeginum á Dalvík

oskud1    oskud2

oskud3    oskud4

oskud5   oskud6

Smá sýnishorn af kátum en skringilegum verum sem þeistu um bæinn í morgun.


Upp er runninn öskudagur...

.....ákaflega skýr og fagur.

Það var vaknað snemma á mínu heimili í morgun....Ninjan kom upp í klukkan 6 og hvíslaði að mér " hvenær kemur eiginlega morguninn"' Síðan var farið að greiða prinsessunni og pússa sprotann. Prinsessan fór á leikskólann og þar er kötturinn sleginn úr tunnunni...Ninja var sótt kl 8 og þá brunaði sönghópur Ninjunnar í þau fyrirtæki sem opna svo snemma. Söngæfingar hafa staðið yfir í næstum tvær vikur.

Öskudagurinn er dásamlegur dagur og maður góðar minningar um hann. Mér finnst ekki gott að heyra fullorðið fólk/foreldra tala neikvætt um þennan dag. Sennilega er það af því að það þarf að hafa fyrir börnunum þennan dag og dagana á undan. Stundum hefur maður heyrt af starfsfólki fyrirtækja að þetta sé versti dagur ársins. Þessum viðhorum þarf að breyta....þetta er skemmtilegur dagur og við eigum að leyfa börnunum að heyra það, við þurfum að taka þátt, njóta undirbúningsins með börnunum, vera í búningum í vinnunni, taka vel á móti sönghópunum. Þessi siður má aldrei glatast, öll börn verða að fá að upplifa hann...aftur og aftur.

Ég er með myndavélina í vinnunni og set vonandi myndir frá Öskudeginum á Dalvík á bloggið er líður á daginn.
 

Öskudagur er upphafsdagur lönguföstu, miðvikudagurinn í 7. viku fyrir páska. Öskudagur hefur lengi verið mikilvægur í katólska kirkjuárinu og nafn hans er dregið af því að þá er sumstaðar ösku dreift yfir höfuð kirkjugesta. Eins og lesa má á mörgum stöðum í Biblíunni, táknar aska hið forgengilega og óverðuga en að auki hefur hún verið talin búa yfir heilnæmum og hreinsandi krafti. Nafnið öskudagur kemur fyrir í íslenskum handritum frá 14. öld og leiða má líkum að því að það sé enn eldra. Þótt hátíðleiki öskudagsins hafi minnkað og jafnvel horfið hér á landi við siðbreytinguna hélt fólk áfram að gera sér glaðan dag síðustu dagana fyrir lönguföstu og hér hafa þróast ýmsir siðir kringum bolludag, sprengidag og öskudag. Athyglisvert er að bolludagur og öskudagur hafa að nokkru leyti skipt um hlutverk. Lengi vel var mánudagurinn í 7. viku fyrir páska hefðbundinn frídagur barna í skólum og þá tíðkaðist víða um landið að "marséra" í grímubúningum og að slá köttinn úr tunnunni, seint á 19. öld. Þeir siðir hafa væntanlega borist frá Danmörku eða Noregi. Árið 1917 hafði frídagurinn verið færður yfir á öskudaginn víðast hvar á landinu og siðirnir fluttust með. Að "marséra" og slá köttinn úr tunnunni datt þó víðast hvar uppfyrir á 20. öld, en hélst þó við á Akureyri og hefur þaðan breiðst út á ný. Snemma á 20. öld þróaðist öskupokasiðurinn í þá átt að verða nokkurs konar Valentínusarbréf. Ungar stúlkur sendu ungum piltum sem þeim leist vel á poka til að gefa áhuga sinn til kynna. Þó að enn tíðkist að hengja öskupoka á fólk þá er þessi skemmtilegi siður næstum horfinn. Vísindavefurinn


mbl.is Furðuverur á faraldsfæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saltkjöt og baunir túkall

Verð að segja ykkur frá því , af því að ég var að segja frá saltkjötinu í síðustu færslu. Kjötið í hádeginu var hrikalega gott...alveg eðal og félagsskapurinn góður. Hlakka til næsta SprengidagsSmile  Kannski verða þessar eftirlegu kindur orðnar að dýrindis saltkjöti þá...hver veit.

Takk fyrir mig.
mbl.is Eftirlegukindur handsamaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjúkk þá get ég farið rólegur í salkjetið.

Nú eru bara 20 mínútur þar til að ég fer í saltkjötið. Vinafólk býður okkur á hverju ári í hádeginu í það besta heimasaltaða saltkjöt sem til er. MMMMM ég hlakka svo til. Það er gott að að það er rólegt á vígstöðvunum á meðan svo að ég geti einbeitt mér að kjetátinu. Bankaránið upplýst og frekar rólegt í Ráðhúsinu sem stendur.

Sprengidagur. Líklegt er að kjötátið sem tengist þessum degi eigi rætur að rekja til katólsku. Fasta katólskra byrjar einmitt daginn eftir og þá borða þeir ekki kjöt svo sem kunnugt er. Íslenska heitið, sprengidagur, er þekkt frá átjándu öld. Það tengist sjálfsagt kappsfullu áti í huga margra. Hitt er líklegra að nafnið beri að rekja til þeirrar katólsku venju að stökkva vatni á kirkjugesti þennan dag. Dagar sem slíkur siður fylgir heita á þýsku "Sprengtag" og hefði það heiti getað borist til Íslands með þýskum biskupum eða kaupmönnum á síðmiðöldum. Heimildir Vísindavefurinn

Lambid_105-0570_IMG


mbl.is Bankaránið upplýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumo Wii Fit - Jii bíí.

Gott að vita af þessum árangursríka tölvuleik  Wii Fit tölvuleik sem er að slá í gegn í Japan. Í leiknum þarf að hreifa sig mikið og maður getur bara sleppt því að fara í ræktina. Ég hafði nefnilega áhyggjur af því að ef ég færi til Japan yrði ég kyrrsettur og settur í æfingabúðir fyrir verðandi Súmóglímumenn.....en nú hef ég þá þennan leik uppá að hlaupa til þess að breyta Sumó útliti mínu í lágvaxið, tágrannt japanskt útlit. Áfram Ísland.

sumo
mbl.is Japanar óðir í heilsuræktina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mynd af Axarræningja.

Er eitthvað af peningum í bönkunum yfirleitt og hvað þá mánudagsmorgni.  Ég frétti að hlutabréfaguttarnir væru búnir að glata þeim öllum. Blush  En ég var að velta því fyrir mér hvort að maður ræni banka á mánudagsmorgnum þegar lítið er um innkomu eða hvað ? OK kannski...því nú til dags er opið í öllum búðum um helgar og síðan hafa veitingastaðir og pöbbar grætt helling um þessa helgi þar sem að fólk fékk að reykja inni drakk þar af leiðandi helmingi meira. Axarræninginn hefur kannski reykt yfir sig en samt dottið í hug að það væri eitthvað af lausafé í bankanum eftir helgina.
Svona til gamans læt ég fylgja þessa skemmtilegu mynd af Axarræningja, hvort að myndin tengist þessari frétt á eftir að koma í ljós. Rannsókn myndarinnar er á frumstig
bourbon-ax
mbl.is Vopnað bankarán í Lækjargötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta eðlilegt.....

Ég hef áður bloggað um hve oft maður heyrir í fréttum um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annaðhvort er aukningin svona mikil eða að lögreglan er algjörlega á tánum. Ég vona að seinni kosturinn sé réttur. Hvernig er það með unga menn og ökuskírteini...dagsgamalt. Halda þeir að þetta sé tölvuleikur og það þurfi bara að byrja í leiknum uppá nýtt til þess að fá skírteinið aftur. Það er ekki gott gagnvart þeim sem eru nýkomnir með próf og standa sig vel að þurfa að færa ökuprófsaldurinn upp um einhver ár....en er það eitthvað sem þarf að gera. ? Það er víst mikill munur á strákum og Stelpum, eiga strákarnir að fá próf seinna. ? Það er ekkert grín að vera út í umferðinni innan um óhæfa einstaklinga.
mbl.is Með dagsgamalt ökuskírteini og þýfi í bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virðingarleysi.

Á tíu klukkutímum bókaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu 165 verkefni, það gerir að jafnaði 17 útköll/verkefni á hverjum klukkutíma. Er þessi fjöldi mikill ? er hann meiri eða minni en vanalega. Var þessi fjöldi svona mikill fyrir 10 árum ? Hvað er það sem veldur þessum óróa í þjóðfélaginu, ofbeldi jafnt á götum úti, heimilum og skemmtistöðum. (Ég geri mér grein fyrir að verkefnin 165 eru stór sem smá og misalvarleg og snúast ekki öll um ofbeldi.)  ? Ég veit það ekki og mig grunar að fáir séu með ákveðin svör eða lausnir á þessum vanda. Mín skoðun er samt sú að eitt af því sem veldur þessu er VIRÐINGARLEYSI fyrir, eigin eigum og annara, náunganum og sjálfum sér.  Eru fleiri eða færri afbrot eftir því hvernig staðan er í þjóðfélaginu. Eru afbrotin fleiri ef að þjóðinni vegnar vel og við eigum nóg af öllu, göngum við þá lengra til þess að fullnægja spennu og útrásarþörf okkar. ?
Ég held að ef að baráttan um völd og græðgisvæðingin væri ekki svona mikil værum við betri við hvert annað. Hefðum meiri tíma fyrir okkur sjálf, fjölskylduna og vini. Við erum ALDREI nógu dugleg að taka utan um börnin okkar, gefa þeim tíma....góðan tíma. Við þurfum líka að vera duglegri að skilja unglingana, segjast elska þá og vera vinir þeirra. Mig grunar að það sé dálítið mikið gert af því að foreldrar fólkið kaupi sér frið.  Ef að við myndum hægja á okkur og gera meira SAMAN myndi þessi tala hjá lögreglunni lækka fljótt og smátt og smátt vera eðlileg ef að það orð er til í þessu sambandi.
Byrjum núna.....
mbl.is Tólf gista fangageymslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband