Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Þrengslin og Hellisheiði lokuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Fimmtudagur, 7. febrúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
......henda inn hérna uppskrift af grilluðu læri í tilefni þessarar fréttar
Grillað lambalæri ( ATH Hægra læri )
6-8 hvítlauksgeirar
2 tsk. þurrkað timjan
1 tsk. þurrkað oregano
2 tsk. paprikuduft
rifinn börkur af einni sítrónu
nýmalaður pipar og salt
Kveikið á grillinu og hitið það vel. Fitusnyrtið lærið e.t.v. dálítið, gerið djúpar raufar í það á nokkrum stöðum með hnífsoddi og stingið hvítlauksgeirum inn í það. Blandið saman timjani, oregano, paprikudufti, sítrónuberki, pipar og salti og núið vel á allt lærið.
Slökkvið á öðrum brennaranum á gasgrilli (ef notað er kolagrill eru kolin færð út til hliðanna og álbakki hafður í miðjunni). Setjið lærið á grillið þar sem ekki er eldur undir og lokið síðan. Grillið lærið í 1 klst og 10 til 30 mínútur eftir stærð og eftir því hve mikið það á að vera grillað (notið kjöthitamæli ef þið eruð ekki viss).
Snúið lærinu tvisvar eða þrisvar en opnið grillið annars sem allra minnst. Ef óskað er eftir dekkri skorpu má færa það yfir eldinn seinustu mínúturnar og fylgjast þá vel með því. Best er að það fái að standa í 25-30 mínútur eftir að það er tekið af grillinu og á meðan má baka brauðið og grilla grænmetið.
Beit mann í lærið í gleðskap | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Miðvikudagur, 6. febrúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | Miðvikudagur, 6. febrúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það var vaknað snemma á mínu heimili í morgun....Ninjan kom upp í klukkan 6 og hvíslaði að mér " hvenær kemur eiginlega morguninn"' Síðan var farið að greiða prinsessunni og pússa sprotann. Prinsessan fór á leikskólann og þar er kötturinn sleginn úr tunnunni...Ninja var sótt kl 8 og þá brunaði sönghópur Ninjunnar í þau fyrirtæki sem opna svo snemma. Söngæfingar hafa staðið yfir í næstum tvær vikur.
Öskudagurinn er dásamlegur dagur og maður góðar minningar um hann. Mér finnst ekki gott að heyra fullorðið fólk/foreldra tala neikvætt um þennan dag. Sennilega er það af því að það þarf að hafa fyrir börnunum þennan dag og dagana á undan. Stundum hefur maður heyrt af starfsfólki fyrirtækja að þetta sé versti dagur ársins. Þessum viðhorum þarf að breyta....þetta er skemmtilegur dagur og við eigum að leyfa börnunum að heyra það, við þurfum að taka þátt, njóta undirbúningsins með börnunum, vera í búningum í vinnunni, taka vel á móti sönghópunum. Þessi siður má aldrei glatast, öll börn verða að fá að upplifa hann...aftur og aftur.
Ég er með myndavélina í vinnunni og set vonandi myndir frá Öskudeginum á Dalvík á bloggið er líður á daginn.
Öskudagur er upphafsdagur lönguföstu, miðvikudagurinn í 7. viku fyrir páska. Öskudagur hefur lengi verið mikilvægur í katólska kirkjuárinu og nafn hans er dregið af því að þá er sumstaðar ösku dreift yfir höfuð kirkjugesta. Eins og lesa má á mörgum stöðum í Biblíunni, táknar aska hið forgengilega og óverðuga en að auki hefur hún verið talin búa yfir heilnæmum og hreinsandi krafti. Nafnið öskudagur kemur fyrir í íslenskum handritum frá 14. öld og leiða má líkum að því að það sé enn eldra. Þótt hátíðleiki öskudagsins hafi minnkað og jafnvel horfið hér á landi við siðbreytinguna hélt fólk áfram að gera sér glaðan dag síðustu dagana fyrir lönguföstu og hér hafa þróast ýmsir siðir kringum bolludag, sprengidag og öskudag. Athyglisvert er að bolludagur og öskudagur hafa að nokkru leyti skipt um hlutverk. Lengi vel var mánudagurinn í 7. viku fyrir páska hefðbundinn frídagur barna í skólum og þá tíðkaðist víða um landið að "marséra" í grímubúningum og að slá köttinn úr tunnunni, seint á 19. öld. Þeir siðir hafa væntanlega borist frá Danmörku eða Noregi. Árið 1917 hafði frídagurinn verið færður yfir á öskudaginn víðast hvar á landinu og siðirnir fluttust með. Að "marséra" og slá köttinn úr tunnunni datt þó víðast hvar uppfyrir á 20. öld, en hélst þó við á Akureyri og hefur þaðan breiðst út á ný. Snemma á 20. öld þróaðist öskupokasiðurinn í þá átt að verða nokkurs konar Valentínusarbréf. Ungar stúlkur sendu ungum piltum sem þeim leist vel á poka til að gefa áhuga sinn til kynna. Þó að enn tíðkist að hengja öskupoka á fólk þá er þessi skemmtilegi siður næstum horfinn. Vísindavefurinn
Furðuverur á faraldsfæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Miðvikudagur, 6. febrúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Takk fyrir mig.
Eftirlegukindur handsamaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Þriðjudagur, 5. febrúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nú eru bara 20 mínútur þar til að ég fer í saltkjötið. Vinafólk býður okkur á hverju ári í hádeginu í það besta heimasaltaða saltkjöt sem til er. MMMMM ég hlakka svo til. Það er gott að að það er rólegt á vígstöðvunum á meðan svo að ég geti einbeitt mér að kjetátinu. Bankaránið upplýst og frekar rólegt í Ráðhúsinu sem stendur.
Sprengidagur. Líklegt er að kjötátið sem tengist þessum degi eigi rætur að rekja til katólsku. Fasta katólskra byrjar einmitt daginn eftir og þá borða þeir ekki kjöt svo sem kunnugt er. Íslenska heitið, sprengidagur, er þekkt frá átjándu öld. Það tengist sjálfsagt kappsfullu áti í huga margra. Hitt er líklegra að nafnið beri að rekja til þeirrar katólsku venju að stökkva vatni á kirkjugesti þennan dag. Dagar sem slíkur siður fylgir heita á þýsku "Sprengtag" og hefði það heiti getað borist til Íslands með þýskum biskupum eða kaupmönnum á síðmiðöldum. Heimildir Vísindavefurinn
Bankaránið upplýst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Þriðjudagur, 5. febrúar 2008 (breytt 3.9.2008 kl. 14:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Japanar óðir í heilsuræktina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Þriðjudagur, 5. febrúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Svona til gamans læt ég fylgja þessa skemmtilegu mynd af Axarræningja, hvort að myndin tengist þessari frétt á eftir að koma í ljós. Rannsókn myndarinnar er á frumstig
Vopnað bankarán í Lækjargötu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Mánudagur, 4. febrúar 2008 (breytt kl. 15:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Með dagsgamalt ökuskírteini og þýfi í bílnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Mánudagur, 4. febrúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég held að ef að baráttan um völd og græðgisvæðingin væri ekki svona mikil værum við betri við hvert annað. Hefðum meiri tíma fyrir okkur sjálf, fjölskylduna og vini. Við erum ALDREI nógu dugleg að taka utan um börnin okkar, gefa þeim tíma....góðan tíma. Við þurfum líka að vera duglegri að skilja unglingana, segjast elska þá og vera vinir þeirra. Mig grunar að það sé dálítið mikið gert af því að foreldrar fólkið kaupi sér frið. Ef að við myndum hægja á okkur og gera meira SAMAN myndi þessi tala hjá lögreglunni lækka fljótt og smátt og smátt vera eðlileg ef að það orð er til í þessu sambandi.
Byrjum núna.....
Tólf gista fangageymslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Sunnudagur, 3. febrúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Matarsíða áhugamannsins
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Sterk upplifun
- Dásamlegar Dagatalsdömur gleðja.....og gleðja.
- Skilaboð úr skjóðunni.....
- Chia Smoothie. Klárlega fyrir þig !
- Feykiholl kjúklinga og grænmetis súpa
- Ný uppskrift.! Hollt og gott rasp á Fisk eða kjúlla.
- Af hverju er ekki bara nóg fyrir okkur að hafa bara nóg. ?
- Dagur með ástinni þinni - Hvernig skal koma á óvart.
- Allt gengur betur.....Vertu jákvæður !
- 10 Fiskar - 10 hljómplötur.
- Sojan sigrar natríumbardagann við saltið
- Svarta kómedían lýsir upp skammdegið - Þrefalt húrra fyrir LA.
- Snyrtilegt og sárfyndið leikhús
- Kynþokki, rokk og ról - Leikfélag Akureyrar þorir !
- Matarupplifun í byrjun árs - Nýtt heimili.
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Greinar og skrif
Tenglar
Ýmislegt
- julli.is Mín síða
- Dalvík Staðurinn
- Fiskidagurinn mikli Stærsta matarhátíðin
- Matur og gleði Blogg á ensku um mat, viðburði og lífið
- Cool leikjasíða Kíktu á þessa
Matarsíður
- Matarlist Frábær vefur
- Berjavinir Allt um villt ber í nátturu íslands
- Slow food Samtök framtíðarinnar
- Matardagbók Ragnars Freys Snilldar síða
- Matur úr héraði
- Fylgifiskar Ein af mínum uppáhaldsbúðum / stöðum
- Freisting Góður vefur
- Ostabúðin Skólavörðustíg Ein góð
- Íslenskt grænmeti Toppaðu þetta
- Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson
- Matarsetur Matur saga menning
Vínsíður
- Vín og matur Skemmtileg síða um vín.....og mat
- Vín og matur blogg Vínkeðjan og fl skemmtilegt
- Vínbúðin ÁTVR
- Vínskólinn Vínskólinn
- Vínsíða Eiríks Orra Elsta vínsíða landsins
Veitingastaðir
- Friðrik V Einn besti veitingastaður landsins
- Þrír Frakkar Úlfar er snillingur
- Frábært kaffihús Flatbrauðið hans Þórólfs frá Lundi er eðall
- Halastjarnan Ohhhh á þennan eftir
- Strikið Flottur staður
- Greifinn Saltfiskpizzan góða
- Rub 23 Fyrrum Karolína
Tæki og tól
- Stjarnan glermunir Gerir matinn fallegri
- Fastus Heildverslun með tæki og tól
Uppskriftir
- Matseld Fullt af uppskriftum
- Uppskriftavefurinn Uppskriftir
- Kjarnafæði Kjarnafæðis uppskriftir
- Sjávarréttir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
Spurt er
Bloggvinir
- Atli Rúnar Halldórsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Pétur Guðjónsson
- Fiddi Fönk
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Pétur Björgvin
- Jónas Björgvin Antonsson
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Kafteinninn
- Hlynur Hallsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Snorri Sturluson
- Helgan
- Ómar Ragnarsson
- Bjarnveig Ingvadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Lára Stefánsdóttir
- Gunna-Polly
- Þórður Ingi Bjarnason
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Blúshátíð í Reykjavík
- Ómar Pétursson
- Elfar Logi Hannesson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Guðjón H Finnbogason
- Kristín Einarsdóttir
- Íris Hauksdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- DÓNAS
- Eyrún Elva
- Nonni
- Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir
- Ása Björg
- Anna Guðný
- Haraldur Davíðsson
- Ingunn Magnúsdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Guðrún Emilía Guðnadóttir