Meistarinn og áhugamaðurinn

Ég varð nú rétt að stinga fingri á lyklaborðið og blogga örstutt hér. Ég hef ekki haft tíma til þess að blogga hér lengi.....en ég er alls ekki hættur. Þetta er bara mesti álagstími ársins hjá mér undirbúningur fyrir Fiskidaginn mikla er í fullum gangi og vinnudagurinn lengist.....og lengist. Ég hef heldur ekki setið auðum höndum eftir vinnu og fram á nótt. Ég og Friðrik V. meistarkokkur á Akureyri erum að gefa út matreiðslubók sem ber vinnuheitið Meistarinn og áhugamaðurinn, þar munum við á hverri opnu elda sama hráefnið....að sjálfsögði fisk/sjávarfang. Finnbogi í Dagsljós sér um myndatökur og við höfum verið í þeim að undanförnu, mikil vinna en verulega spennandi og ég er fullviss um að bókin verður jólabókin í ár. þess má geta að við vitum ekki hvað hinn er að gera, þ..e.a.s ég veit ekki hvað Friðrik V gerir við hráefnið og öfugt fyrr en að allar uppskriftirnar eru klárar.

Og margt fleira spennandi er í vinnslu og blogga ég um það innan skamms.

Loksins alvöru mynd

Var að kíkja á sýnishorn af stórkvikmyndinni "Astrópíu" á www.kisi.is og var mjög hrifinn. Mér sýnist þetta vera stórhuga ný alvöru íslensk bíómynd. Kastljósstúlkan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir fer með aðalhlutverkið og ef að restin af myndinni er eitthvað í svipðuðum dúr hjá henni og það sem sést á sýnishorninu, þá er alveg ljóst að Kastljósið fær ekki að njóta starfskrafta hennar mikið lengur.  Það verður erfitt að bíða eftir 22. ágúst þegar myndin verður frumsýnd, þess má geta að einn af bestu leikstjórum landsins og Eddu verðlaunahafi Gunnar Björn Guðmundsson er leikstjóri myndarinnar...þarf að segja meira.
mbl.is Astrópía afhjúpuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áminning í lífsgæðakapphlaupinu

Lífsþor

Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga.
Sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
Djörfung til að mæla gegn múgsins boðum,
Manndóm til að hafa eigin skoðun.

Það þarf viljastyrk til að lifa eigin ævi,
Einurð til að forðast heimsins lævi,
Visku til að kunna að velja og hafna,
Velvild ef að andinn á að dafna.

Þörf er á varúð víðar en margur skeytir.
Víxlspor eitt oft öllu lífi breytir.
Þá áhættu samt allir verða að taka
Og enginn tekur mistök sín til baka.

Því þarf magnað þor að vera sannur maður,
Meta sinn vilja fremur en fjöldans daður,
Fylgja í verki sannfæringu sinni,
Sigurviss, þó freistingarnar ginni

Árni Grétar Finnsson

Það mætti halda að þeir stælu bílum og keyrðu fullir til að komast í blöðin.

Ég skil ekki alveg þessar endalausu fréttir af því að að þessi og hinn héraðsdómur hafi dæmt hinn og þennan glæpamanninn fyrir að aka austur eða vestur, fullur eða blindfullur og í bónus hafi hann verið tekinn fyrir of hraðann akstur á Grindavíkurafleggjara tveimur árum áður á 134 km hraða á  bremsulausri rauðri Mözdu sem að mamma hans átti í félagi við bróður hans.


mbl.is Stal bíl og ók austur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2 og 6

Mér finnst alveg merkilegt hvað tvær tölur 2 og 6 elta mig uppi eða fylgja mér.
Ég er fæddur 020266 - síminn er 4661022  - ég á heima í Karlsrauðatorgi 26  - póstnúmerið á Dalvík er 620 - Þegar ég bjó í Rvík  átti ég heima í Drápuhlíð 22  -  ég fór í búðina áðan og það kostað 622 krónur´ -  ég er með miða í höndunum frá fatahreinsuninni og á að ná í föt þangað í dag 22.  og miðinn er númer 1622 - í sðiustu viku fór ég inn í símann á Akureyri og fékk biðnúmer og það var númer 662.......og rétt í þessu var ég að taka upp póst frá Slow food samtökunum, þar sem ég var að fá skírteinið mitt og viti menn ég er íslenskur meðlimur númer 26.

Ég get haldið áfram þetta er bra svona það sem er núna - ég er að skoða lóð og hún er númer 20.

 

Ítalía....var líka góð.

Verst að ég missti af San Francisco ballettinum á verkum Helga Tómassonar .......en ég er nú nýkominn af góðri sýningu á Ítalíu og þarf ekki að kvarta. Ítalía “ Slow fish “ 2007. Í byrjun maí s.l var ég r svo heppinn að vera boðið á vegum...

Velti þessu fyrir mér......

Eftir ferðina til Ítalíu ( Ferðasaga hér á blogginu á morgun eða föstudag) í síðustu viku og sérstaklega heimsóknina í fiskiþorpin fimm, þar sem bragurinn var allur annar heldur en við þekkjum hér í kapphlaupinu á Íslandi velti ég eftirfarandi dæmisögu...

Dónaskapur Rúv.

Í gærkvöldi var ég í árlegu afar skemmtilegu Eurovision fjölskyldupartýi, þar sem 6 fjölskyldur leigja sér  gamlan skóla og eyða þessu kvöldi saman, það er gist á staðnum og ýmislegt gert. Í hvert skipti er getraun með skemmtilegu sniði m.a giskað á 5...

Sagði ég ekki.

Jæja þá er þetta orðið ljóst, eflaust eru einhverjir orðnir leiðir á West Ham skrifum mínum....en í febrúar er fyrst var farið að skrifa um að þeir myndu falla fékk eg svo sterkt á tilfinninguna að þeir myndu vera áfram í deildinni. Sjá HÉR...

5 boðorð fyrir daginn í dag.

Þá er 12. maí runninn upp, kosningar, Eurovision og síðan á kona mín Gréta afmæli í dag - Til hamingju með daginn ástin mín . Á svona dögum er mikið um að vera en við megum ekki gleyma fjölskyldunni, börnunum og því sem að þeim snýr. Skelli hér inn 5...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Feb. 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband