Sjaldan eða aldrei...

Þó að ég hafi ekki gert rannsókn á því en þá held ég að sjaldan eða aldrei hafa eins góðar myndir verið í forvali hér heima fyrir Óskarinn. Þeir sem hafa atkvæðisrétt eru ekki öfundsverðir af hlutverki sínu. Ég tel að við séum á hraðri uppleið í kvikmyndagerð og ný og fersk kynslóð kvikmyndagerðarmanna með þor sé að taka við. En nú er kominn tími fyrir okkur að leyfa Óskari að sjá handbragðið á rammíslenskum arinhillum...sendum Astrópíu....Áfram Ísland.
mbl.is Og Óskarinn hlýtur...
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta frétt ?

Ég er þess fullviss að Einar Bárðarson myndi ekki velja fimm stráka í í hljómsveit sem gætu ekki sungið bara ef þeir væru synir þekkts fólks. Þessir krakkar eru í þessari mynd og öðrum eru þar vegna hæfileikanna og við eigum öll eftir að fá að njóta þess að horfa á sömu einstaklinga jafnt á sviði, hvíta tjaldinu eða annarsstaðar og verða stolt af þeim. Skrýtin frétt. Ég er spenntur fyrir myndinni og gaman að við á Íslandi séum að frumsýna nýja mynd þegar það er svo stutt frá því að snilldin "Astrópia" leit dagsins ljós.....Áfram Ísland.


mbl.is Börn þekktra Íslendinga áberandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til umhugsunar

Til umhugsunar í rokinu.

Charles Schultz er höfundur teiknimynda syrpunnar Peanuts.
Þú þarft ekki að  svara spurningunum. Lestu verkefnið og þér mun verða þetta ljóst:
 
1. Nefndu fimm auðugustu einstaklingana í heiminum.
2. Nefndu fimm síðustu sigurvegara í fegurðarsamkeppni Evrópu.
3. Nefndu tíu einstaklinga, sem hafa unnið Nobels verðlaunin.
4. Nefndu sex leikara og leikkonur, sem unnu Óskars verðlaunin á síðasta ári.
 Hvernig gekk þér? 

Niðurstaðan er, að enginn okkar man fyrirsagnir gærdagsins. Þetta eru ekki annars flokks afreksmenn. Þeir eru þeir bestu á sínu sviði.En klappið deyr út.Verðlaunin missa ljómann. Afrekin eru gleymd. Viðurkenningarnar og skírteinin eru grafin með eigendum sínum. Hér eru nokkrar aðrar spurningar. Sjáðu hvernig þér gengur með þær: 
1. Skrifaðu nöfnin á fimm kennurum sem hjálpuðu þér á þinni skólagöngu.
2. Nefndu þrjá vini, sem hafa hjálpað þér á erfiðum stundum.
3. Nefndu fimm einstaklinga, sem hafa kennt þér eitthvað mikilvægt.
4. Hugsaðu um fimm einstaklinga, sem kunnu að meta þig að verðleikum.
5. Hugsaðu um fimm einstaklinga, sem þér þykir gott að umgangast.  
Auðveldara?
 
Lexían: Fólkið sem skiptir þig mestu máli í lífinu eru ekki þeir, sem hafa bestu meðmælabréfin, mestu peningana eða flestu verðlaunin. Heldur þeir, sem finnst þú skipta mestu máli. Hafðu ekki áhyggjur af því, að heimurinn sé að farast í dag. Það er nú þegarmorgun í Ástralíu. (Charles Schultz)     

Dásamlegir hálfvitar....geta þeir unnið stelpurnar ?

Það þurfti nú ekki þetta snilldarútspil hjá Ljótu Hjálfvitunum til að uppgötva hvað þeir eru nú dásamlegir "Ljótu hálfvitarnir". En mig rámar nú í að ég hafi leikið knattspyrnu með einhverjum úr þeirra hópi, einn hekdur með Leeds og annar með Arsenal þannig að þið getið nú séð hverslags fótboltamenning ríkir innan hópsins og því ætti að vera leikur einn fyrir stúlkurnar að rúlla þeim upp, að vísu kom þessi sem heldur með Arsenal á óvart hvað hann gat, en Leedsarinn hékk frammi og þar sem að enginn var dómarinn í fyrrnefndum leik...skoraði hann nokkur "rangstæðumörk.  Nú er bara að vona að Völusngsstúlkur vinni leikinn, svo að við fáum að sjá snilldarleik sem ætti pottþétt að toppa Nördaleikina sem hér hafa verið spilaðir undanfarið, bæði hvað skemmtanagildi varðar og eins aðsóknarfjölda.......síðan skemmir nú ekki að fá tónleika á eftir með sætu hálfvitunum....og ég er þess fullviss að stelpurnar toppa þá ekki á sviðinu...þar eiga þeir heima
mbl.is Hálfvitar heita á Völsungsstúlkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjánaskapur og þröngsyni

Eflaust er þetta ágæt hugmynd sem hér er rætt um í fréttinni. Mér finnst þessi fréttaflutningur af þessu leiðndamáli í heild orðinn alltof neikvæður og þá sérstaklega fyrir Grímseyinga sem hafa ekkert unnið til saka í þessum máli nema að vera til og guði sé lof fyrir það. Ég hef verið að rekast á neikvæð skrif í blöðum og á bloggi um Grímseyinga út af þessu máli....það er mikill bjánaskapur og þröngsýni. Grímseyingar eru snillingar og dásamlegir heim að sækja og ísland og  íslenskur kúltúr væri fátækari án þeirra.  Ef að aðilar hættu nú að benda á hvorn annan og viðurkenndu mistök sín færi kannski eitthvað markvert að gerast....en gleymum því ekki að Grímseyingar eru fólk með tilfinningar og þeir bera virðingu fyrir eyjunni sinni. Áfram Grímseyingar.
mbl.is Vilja óháða nefnd um Grímseyjarferjumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fálkaorðuna til Dalvíkur

Mátti til með að birta þetta bréf sem er birt í Velvakanda í Morgunblaðinu í dag - Gaman af þessu. ÉG GET ekki orða yfir gestrisni Dalvíkinga í kringum Fiskidaginn mikla. Ég var mætt þarna ásamt fjölskyldu minni á miðvikudeginum og þá var orðið ansi...

Mamma

Það var margt á dagskránni og mörg sterk og eftirminnileg móment sem maður upplifði í tengslum við Fiskidaginn mikla, ég var að hugsa um að blogga eitthvað um þetta en ég er hræddur um að það verði of mikið. Allavegana ætla ég að segja frá laginu "Mömmu"...

Það er seigt í Ingvaraættinni

Gaman að lesa þessa frétt af frænda mínum og Svarfdælingnum Birki frá Ingvörum, ég efaðist aldrei um að hann tæki þetta með stæl. Börkur tvíburabróðir Birkis er en á hlaupum og ætlar að klára 163 kílómetra....aðeins....Það hefur oft verið tala um...

Tvær píur frumsýndar.

Ég bíð spenntur eftir því að fara og sjá Astrópíu.  Gunnar Björn leikstjóri Astrópíu stóð í stórræðum í gær á sama tíma og verið var að frumsýna Astrópíu þá eignuðust hann og kærastan hans Lára litla prinsessu, það má því með sanni segja að Hafnfirski...

Ég er ekki sumarbloggari......

Það er alltaf verið að benda mér á að það sé langt síðan að ég bloggaði. Það er mikið rétt, að er bæði gott að heyra það að fólk taki eftir þvi að maður sé ekki að blogga og ekki gott að maður hafi ekki tíma fyrir það á þessum tíma. En ástæðan fyrir því...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Feb. 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband