Kæri bloggari.
Áskorun....Prikavika í bloggheimum .....nú gefum við prik dagsins alla þessa viku í bloggheimum. Þú finnur eitthvað jákvætt, einstaklinga eða hópa sem hafa staðið sig vel.....og þeir fá prik dagsins...... P.s skoraðu á sem flesta að taka þátt
Prik dagsins hjá mér fá:
Edda Mjöll Karlsdóttir femingarbarn í Rvík sem afþakkaði gjafir og benti á barnaspítala Hringsins. Það var viðtal við stúlkuna í Kastljósinu þann 30. apríl. Dásamleg hugsun hjá nútíma unglingi...allir á öllum aldri ættu að taka hana til fyrirmyndar.
Þórólfur Árnason fær prik númer tvö í dag. Þórólf þekki ég ekki neitt, en hef hitt hann tvisvar sinnum. Þegar ég hitti hann fyrst áttaði ég mig á því hvað þarna væri virkilega vandaður maður á ferð. Seinna kom hann fram í Kastljós þætti Evu Maríu Jónsdóttur og þá sannfærðist ég. Maðurinn er einstaklega heill, heiðarlegur og traustur. Það var vont fyrir Reykvíkinga að missa hann úr Borgarstjórastólnum........ fyrir litlar sakir....það var viðtal við Þórólf hjá Gesti Einar og Gúðrúnu Gunnars áðan og þá rifjaðist þetta upp fyrir mér.
Til hamingju prikarar dagsins.......
...það er alltaf hægt að finna einhvern til að gefa prik dagsins.....hugsum jákvætt gefum prik.
Bloggar | Mánudagur, 5. maí 2008 (breytt kl. 10:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Það kom til mín maður eftir þáttinn og spurði " hvað borðið þið eiginlega þarna fyrir norðan...er ekki Friðrik Ómar sem vann Eurovision líka frá Dalvík " ? ég brosti... játti því og sagði að við værum dugleg að borða fisk og hló. En bætti síðan við tryðum á okkur og stæðum saman.....magnað sagði hann og gekk í burtu. Hann var heldur of fljótur að ganga í burtu því ég ætlaði nú að fara að telja upp alla hina snillingana sem við eigum, í tónlistinni, leiklistinni, í íþróttum, fjölmiðlum og svo framvegis....það var kannski gott að hann fór honum hefði kannski fundist nóg um grobbið í mér.
Ég hef verið hugsi yfir glæstum árangri okkar fólks undanfarið og er sannfærður að í mörgum tilfellum er hluti af því hvernig þankagangur fólks í Dalvíkurbyggð er. Samheldnin er einstök og stuðningurinn er mikill og myndar nokkurskonar sigurorku sem umbreytist stundum í sjálfstraust. Það væri t.d ekki hægt að halda Fiskidaginn mikla nema með 100% þátttöku heimamanna, þegar okkar fólk er að keppa þá fylgjast allir stoltir með og láta sitt ekki eftir liggja í stuðningi. Ef að símakosning er í gangi t.d þegar Friðrik Ómar og Matti Matt hafa keppt í Eurovision og nú Eyþór í bandinu hans Bubba loga allar línur héðan, íbúar koma saman í heimahúsum, veitingastöðum eða félagsheimilum þar sem að skapast einstök stemmning sem smitast til þeirra sem etja kappi hverju sinni. Við þekkjum vel samheldnina þegar íbúar byggðarlagsins hafa tekið sig saman og staðið vel við bakið á þeim sem lent hafa í áföllum. Samheldnin skiptir öllu máli og það er aldrei of mikið gert af því að standa saman.
Það var ýmislegt annað um að vera um helgina og undanfarið. Okkar fólk er að slá í gegn á ýmsum stöðum. Á laugardagskvöldið hrepptum við fyrsta sætið í Ungfrú Norðurland er Sonja Björk Jónsdóttir (Nonna og Dóru í Ytra Garðshorni) þótti fegurst fljóða á glæsilegu kvöldi í Sjallanum á Akureyri. Dalvíkingar sáu um kynningu og skemmtiatriði, Addi Sím var kynnir, milljónamæringurinn Eyþór Ingi og Stefán Þór (Bibba og Ingu Matt) snertu hjörtu viðstaddra með söng. Þess ber einnig að geta að Dalvíkingar áttu ekki bara fyrsta sætið , Hrönn Blöndal (Birgisdóttir, dóttir Bibbu og Biggós) var í öðru sæti og Jara Sól Guðjónsdóttir, (dóttir Yrsu Harnar og Guðjóns Antoníussonar)........Glæsilegt.
Ég get ekki sleppt því að minnast á frábæran árangur skíðafólks okkar út um víða veröld. Björgvin Björgvinsson og Kristinn Ingi Valsson urðu íslandsmeistarar um daginn, Jakob Bjarnason hefur unnið hvert mótið á fætur öðru erlendis, aðeins 12 ára gamall, Hjörleifur Einarsson var unglingameistari bæði í svigi og stórsvigi og fleiri hafa innbyrt góða sigra. Björgvin náði frábærum árangri á evrópumóti í s.l viku er hann lenti í 10. sæti einhverju brotabroti úr sek á eftir fyrsta manni. Nú um helgina eru Andrésar Andarleikarnir á Akureyri. Dalvíkingar eiga þar skráða til leiks einn stærsta hóp sem hefur komið frá einu félagi frá upphafi eða tæplega 100 krakka. Þetta er alveg magnað og ég veit að þau hafa verið einstaklega dugleg við æfingar í allan vetur. Þó að það skipti ekki öllu máli hef ég trú á að margir munu ná á pall. En aðalmálið er að þau munu verða byggðarlaginu okkar til mikils sóma enda er þetta góður hópur undir styrkri góðs fólks frá Skíðafélagi Dalvíkur.
Ég flaug norður á laugardagsmorguninn og fletti Morgunblaðinu í vélinni, þar var sagt frá sigri Eyþórs, glæsilegum árangri Bjögga á evrópumótinu og síðan var sagt frá útskriftarsýningu í Listaháskóla Íslands þar sem að við eigum góðan fulltrúa Dag Óskarsson. Lokaverkefni hans af vöruhönnunardeild er magasleði steyptur í plast ( Hjá Promens á Dalvík) flottur gripur. Það sem mér þótti hlýlegast og töff var að Dagur skýrði sleðann "Dalvíkursleðann" flott og gott hjá Degi.
Montblogg segir einhver...já segi ég....montblogg fullt af sannleik. Það er erfitt að ná árangri nema að vera stoltur og örlítið montinn. Nú bíðum við spennt eftir undankeppni Eurovísion þar sem að ég er fullviss að Friðrik Ómar okkar maður og hans fólk kemst upp úr undanriðlinum og gerir svo óvæntar rósir á lokakvöldinu þann 24.maí í Sagreb....og þá er gott að vera klár með flugeldana...en ekki gleyma að tala við Fella löggu fyrst.
Bloggar | Mánudagur, 21. apríl 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Nú er orðið allt of langt síðan að ég skrifaði þér bréf með fréttir og slúður héðan af klakanum.
Það helsta úr Sirkusnum við tjörnina er að borgarstjórinn hefur fengið nýtt viðurnefni " Óli Blörr" og mér skilst að minnihlutinn í borgarstjórn ...þ.e.a.s meirihlutinn, sko sem ræður núna eða reynir að ráða hafi samþykkt að Blörra ÓEFF í hvert skipti er hann kæmi fram í fjölmiðlum til að skapa frið. Gísli Marteinn Baldursson hefur verið skipaður nýtt starf sem yfirmaður andanna, með starfsheitið "Andapabbi" Hann mun þá loksins fá að ráða yfir einhverjum og stjórna eins og hann hefur dreymt um. Þar sem að hann er vanur fjölmiðlum þykir ekki ástæða til að blörra hann. Ég held að það sé iðnaðarráðuneytið sem skipar í starf "Andapabba" og í skipuninni var lagt til að best væri að sinna andanun...ég meina öndunum á nóttunni....þá er friður.
Bubbi er kóngurinn og kóngar mega allt...hann hefur verið að reyna segja þeim Árna Johnsen og Geir Ólafs að þeir geti ekki sungið en þeir kannast ekki við það. Árni Johnsen bauð Bubba 3 milljónir ef hann vildi spila með sér á nýrri plötu...en Bubbi þorði ekki að taka áhættuna, enda gæti ferillinn verið í hættu. En svo var Árni ekki búinn að sýna peningana og kóngurinn ekki viss um hvar hann ætlaði að TAKA þá. Dómarar landsins þurfa að taka upp hætti Ólafs EFF og fá lánað Blörr hjá Spaugstofunni en ekki af sömu ástæðum og Ólafur því hann er bara að fylgja "Flagginu" ( Stefnuplagg F listans) en dómararnir eru hálfstefnulausir. Nú fengu ofbeldismenn sem réðust að lögreglumenn að störfum t.d mun mildari dóm heldur en svangi ræfillinn sem stal hangikjötssneiðinni og 10 ORA grænu baununum í fyrra. Þetta voru 5 aðilar sem réðust að lögreglunni....einn var dæmdur í 10 tíma í ljós, tveir þurftu ekki að mæta og aðir tveir fengu 16" Pizza tilboð og 2 af gosi........og brauðstangir á 50% afslætti.
Annars er bara allt rólegt, Gillzeneggerinn er ekki þessi nagli sem hann hélt að hann væri, hann var að uppgötva að hann er bara venjulegur mjúkur íslendingur sem þráir að vera sólbrúnn í skammdeginu og þarf að segja öllum frá því. Annars hlýtur maðurinn að vera toppmaður ....því það halda bara toppmenn með Man Utd ......og eru mjúkir.
Gott í bili, hlakka til að sjá þig í maí, þegar við íslendingar höldum uppá sigur í Eurovision.
Næsta úrlsita keppni í Eurovísion verður haldin í fyrsta sinn út undir berum himni á afbragsgóðum túnblettum í Svarfaðardal.....Áfram Ísland.
Bloggar | Fimmtudagur, 13. mars 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mikil umræða um ummæli Friðriks Ómars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Miðvikudagur, 27. febrúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Til hamingju Ísland....til hamingju jafnt þeir sem elska og hata þessa keppni. Hvað ættu þeir sem (þykjast) hata þessa keppni að tala um ef engin væri júróvísion keppnin. Fyrir þá sem elska keppnina er mikið fjör framundan. Ég segi það hér og nú með stórum stöfum að við komumst ÁFRAM úr undankeppninni þann 22. maí....ég bara veit það. Ég er líka búin að vita það að Friðrik Ómar sem er frábær listamaður færi einhvern tímann fyrir Íslands hönd og keppti fyrir okkar hönd....þetta er algjör snilld.
Friðrik Ómar og Regína voru frábær í gær og úrslitakvöldið var glæsilegt í alla staði hjá Rúv. Ég var mjög skotinn í Dr. Spock laginu, en fannst einhvern veginn ekki að við ættum inni fyrir því að senda það núna. Þeir voru flottir og innilegir í því sem þeir voru að gera og þriðja sætið viss sigur fyrir þá sem stóðu að þessu lagi.
Barði og félagar liðu fyrir hvað DR Spock stóð sig vel, auglýsingarnar flennistóru skemmdu fyrir, og yfirlýsingar þekktra manna. Eins tel ég að margir hafi séð í gegnum þetta með bakraddirnar sem voru reknar, að það hafi verið sett á svið til þess að fá meiri umfjöllun. Mér leist vel á þetta lag fyrst en það entist kannski ekki vel....alls ekki slæmt og setti spennu og skemmtilegan svip á þetta allt saman.
Ef að þetta hefði ekki veriðö Júrósvision keppni hefði Ragnheiður Gröndal fengið öll mín atkvæði. Lagið hans Guiðmundar Jónssonar sem að Páll Rósinkrans flutti var ágætt líka...en önnur náðu ekki hæðum.
Það að Friðrik Ómar hafi svarað fyrir sig var í raun kannski eðlilegt, Þó að það sé oft betra að svara ekki skætingi eða leiðindaskotum frá öðrum. Áfram Friðrik og Regína...Áfram Ísland
Bloggar | Sunnudagur, 24. febrúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggar | Mánudagur, 18. febrúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bloggar | Fimmtudagur, 14. febrúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggar | Miðvikudagur, 13. febrúar 2008 (breytt kl. 22:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | Miðvikudagur, 13. febrúar 2008 (breytt kl. 15:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | Þriðjudagur, 12. febrúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Matarsíða áhugamannsins
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Sterk upplifun
- Dásamlegar Dagatalsdömur gleðja.....og gleðja.
- Skilaboð úr skjóðunni.....
- Chia Smoothie. Klárlega fyrir þig !
- Feykiholl kjúklinga og grænmetis súpa
- Ný uppskrift.! Hollt og gott rasp á Fisk eða kjúlla.
- Af hverju er ekki bara nóg fyrir okkur að hafa bara nóg. ?
- Dagur með ástinni þinni - Hvernig skal koma á óvart.
- Allt gengur betur.....Vertu jákvæður !
- 10 Fiskar - 10 hljómplötur.
- Sojan sigrar natríumbardagann við saltið
- Svarta kómedían lýsir upp skammdegið - Þrefalt húrra fyrir LA.
- Snyrtilegt og sárfyndið leikhús
- Kynþokki, rokk og ról - Leikfélag Akureyrar þorir !
- Matarupplifun í byrjun árs - Nýtt heimili.
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Feb. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Greinar og skrif
Tenglar
Ýmislegt
- julli.is Mín síða
- Dalvík Staðurinn
- Fiskidagurinn mikli Stærsta matarhátíðin
- Matur og gleði Blogg á ensku um mat, viðburði og lífið
- Cool leikjasíða Kíktu á þessa
Matarsíður
- Matarlist Frábær vefur
- Berjavinir Allt um villt ber í nátturu íslands
- Slow food Samtök framtíðarinnar
- Matardagbók Ragnars Freys Snilldar síða
- Matur úr héraði
- Fylgifiskar Ein af mínum uppáhaldsbúðum / stöðum
- Freisting Góður vefur
- Ostabúðin Skólavörðustíg Ein góð
- Íslenskt grænmeti Toppaðu þetta
- Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson
- Matarsetur Matur saga menning
Vínsíður
- Vín og matur Skemmtileg síða um vín.....og mat
- Vín og matur blogg Vínkeðjan og fl skemmtilegt
- Vínbúðin ÁTVR
- Vínskólinn Vínskólinn
- Vínsíða Eiríks Orra Elsta vínsíða landsins
Veitingastaðir
- Friðrik V Einn besti veitingastaður landsins
- Þrír Frakkar Úlfar er snillingur
- Frábært kaffihús Flatbrauðið hans Þórólfs frá Lundi er eðall
- Halastjarnan Ohhhh á þennan eftir
- Strikið Flottur staður
- Greifinn Saltfiskpizzan góða
- Rub 23 Fyrrum Karolína
Tæki og tól
- Stjarnan glermunir Gerir matinn fallegri
- Fastus Heildverslun með tæki og tól
Uppskriftir
- Matseld Fullt af uppskriftum
- Uppskriftavefurinn Uppskriftir
- Kjarnafæði Kjarnafæðis uppskriftir
- Sjávarréttir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
Spurt er
Bloggvinir
- Atli Rúnar Halldórsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Pétur Guðjónsson
- Fiddi Fönk
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Pétur Björgvin
- Jónas Björgvin Antonsson
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Kafteinninn
- Hlynur Hallsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Snorri Sturluson
- Helgan
- Ómar Ragnarsson
- Bjarnveig Ingvadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Lára Stefánsdóttir
- Gunna-Polly
- Þórður Ingi Bjarnason
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Blúshátíð í Reykjavík
- Ómar Pétursson
- Elfar Logi Hannesson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Guðjón H Finnbogason
- Kristín Einarsdóttir
- Íris Hauksdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- DÓNAS
- Eyrún Elva
- Nonni
- Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir
- Ása Björg
- Anna Guðný
- Haraldur Davíðsson
- Ingunn Magnúsdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Guðrún Emilía Guðnadóttir