Gróf dagskrá í Eurovisionþorpinu.

Hér er gróf dagskrá Eurovisionþorpsins, hún verður borin í öll hús í Dalvíkurbyggð ásamt getraunaseðli fyrir fimmtudagskvöldið.

Eurovision þorpið Dalvík - 10 ára afmæli Dalvíkurbyggðar
Dagskrá  - Tökum þátt, gleðjumst saman og styðjum okkar fólk

Við hvetjum alla til að.
Skreyta, setja stuðningskilti eða myndir út í glugga, flagga á fimmtudeginum.
Hægt er að nálgast blöðrur eftir hádegi á fimmtudag í verslunum og fl. stöðum.

Eurovision tilboð.
Húsasmiðjunni.
Íslenskur fáni á 99 kr meðan birgðir endast.
Olís. Hamborgarafjölskyldutilboð með coke - 2 l coke og flögur - Ís úr vél og fleira.
Frír Candyflos í boði Olís við Olís milli kl 16 0g 18.
 Samkaup Úrval. ATH. Lokum 18.30 fimmtudaginn 22.mai
Góa Bitar Hraun /Æði 169.-  50% afsláttur af nammibar fimmtudag föstud og laugardag
Sprite/Sprite zero 99.-  Stjörnusnakk Papriku og Ostastjörnur 149.-  Ásamt mörgum öðrum tilboðum og nýi Eurobandsdiskurinn er kominn.

Fimmtudagur 22. maí. - Flaggað í byggðarlaginu
16.00 Candyflos í boði Olís - Eurovisionþorps og 10 ára afmælisblöðrum dreift.
18.00 Fjölskylduskrúðganga frá Ráðhúsi að íþróttahúsi. - Listamenn Díónýsíu taka þátt. Mætum með fána , veifur, hatta og skraut. Skrúðgangan verður tekin upp.
19.00 Keppnin á skjá í íþróttahúsinu- heppnir fá diska Eurobandsins og árituð veggpsjöld
Pizzur til sölu á staðnum - Getraunir -  Videoblogg frá Friðrik Ómari sýnt.
Þetta kvöld er í boði Félagsmiðstöðvar, Stuðningshóps og Sparisjóðs Svarfdæla

Föstudagur
23. maí
23.30
Upphitunarkvöld á Bakaríinu - DJ Hulio með nýju og gömlu Eurovision lögin.

Laugardagur 24. maí - Flaggað.
11.00 - 14.00
Vorhátíð í Dalvíkurskóla - Allir velkomnir.
14.00 Dalvík/Reynir - Leiknir knattspyrnuleikur.
18.00 Eurovision gleði út um allan bæ - heimahúsum og sölum
19.00 Keppnin í Íþróttahúsinu á Risaskjá - Vímulaus fjölskylduskemmtun.
23.00 Eurovision dansleikur í Víkurröst  fram eftir nóttu - DJ Hulio

Sunnudagur 25. maí
Á Degi barnsins,  ætlum við að koma saman "austur á sandi",  með skóflur, fötur og form og byggja sandkastala og fleira. Leikir og sprell undir stjórn hins eina sanna Adda Sím.

*** Sjö listamenn dvelja á Húsabakka næstu 10 daga á vegum Díónýsía. Íbúum er frjálst að hitta þau þar og vinna með þeim. Listamennirnir taka þátt í Eurovision þorpinu m.a skrúðgöngunni. Takið vel á móti þeim og nýtið ykkur tækifærið til að vinna með þeim næstu daga.

 


Styttist í stuðningsmyndbandið

Stuðningsmyndbandið er enn í klippingu og verið að fínisera það......kannski kemur það í kvöld en pott þétt á morgun. Það er snillingurinn Gummi Pálma sem situr sveittur við makkann og klippir og lagar þetta allt saman til.

Ég fer í viðtal á Rás 2 hjá Gesti Einari í fyrramálið klukkan 8.30. Samfélagið í nærmynd verður sent út frá Dalvík á miðvikudagsmorguinn og þann sama morgunn mun elskan hún Margrét Blöndal taka upp innskot í Kastljós miðvkudagskvöldsins...nánar um það síðar.

Ég mun setja dagskrá Eurovisonþorpsins hér inn á morgun seinnipart eða annað kvöld, þar er margt í boði...fylgist með.

En aðalmálið er að okkar fólk í Serbíu er að standa sig vel og okkur skilst að Friðrik Ómar og Regína Ósk séu landi og þjóð til mikils sóma og séu mjög dugleg. Það er ein mitt það sem skiptir máli og þá er hálfur sigur unninn.

P.s Prik til ykkar allra sem hafið commentað og sent kveðjur á ýmsan máta....Áfram Ísland.

Geggjuð mæting í gær

Áfram með smjörið.....
Þeir sem lásu síðustu færslu sáu að við stefndum mannskap í garðinn hjá Adda og Nonna í Bárugötunni á Dalvík, heimabæ Friðriks Ómars til upptöku á stuðningsmyndbandi til að senda til hópsins í Serbíu. Hugmyndin kviknaði í hádeginu í gær og fyrsta smsið um að mæta kl 16.00 fór út kl 14.15.....og viti menn kl 16 voru 200 manns á öllum aldri mættir...vááá samhugurinn er mikill og máttur smsins öflugur.

Mannskapurinn dansaði í garðinum við "This is my life" með blöðrur, hljóðfæri og skilti. Sendum skilaboð sungum og fleira. Afraksturinn kemur hér inn um leið og það er búið að klippa efnið til við lagið okkar. Ég set slóðina af youtube vefnum hér inn um leið og þetta er klárt.

Nánari dagskrá Eurovsion vikunnar í Dalvíkurbyggð kemur hér inn í dag eða á morgun, skemmtanir, tilboð í verslunum og getraunir sem verða senda á öll heimili og fleira.

Áfram Ísland - Áfram Eurobandið - Áfram Friðrik Ómar - Áfram Regína Ósk



mbl.is Eurobandið í sveiflu í Belgrad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stuðningsmyndband

.....Klukkan 16 í dag ætlum við að taka upp stuðningsmyndband til að senda til Serbíu og setja á vefinn. Við verðum með blöðrur, skilti, fána og fleira...skellum upp litlu Eurivision balli í garðinum hjá Adda og Nonna í Bæarugötunni...mætum öll....... látið boðin ganga.

Áfram Ísland - Áfram Eurobandið.

Fyrir ykkur hin sem komist ekki þá læt ég slóðina af Youtube vefnum sem myndbandið fer inná hér inn um leið og þetta verður tilbúið.

Eurovision blogg II

Allt að gerast...meira um það næst.

Í síðasta bloggi gerði ég spá....núna ætla ég að lista upp uppáhaldslögin mín....ekki spá. Að sjálfsögðu fyrir utan okkar framlag " This is my life" sem er bara geggjað í flutningi þeirra Friðriks Ómars og Regínu Óskar.

Hér koma 10 uppáhaldslögin mín í Eurovison þessa stundina....engin sérstök röð.
Noregur
Armenía
Úkraína
Búlgaría
Rússland
Slóvenía
Danmörk
Finnland
Grikkland
Serbía


...og svo eitt fyrir son minn....Sjóræningjarnir frá Lettlandi.

Eurovision blogg

Nú styttist í Eurovision. Nú breyti ég mínu bloggi í Eurovision blogg fram yfir 24. maí. Hér í mínu byggðarlagi, heimabyggð Friðriks Ómar stöndum við svo sannarlega með okkar manni og hans fólki. Hér er hópur stuðningsaðila að breyta bænum í Eurovision...

Prik föstudagsins

Prikavikan að taka enda :( Prik dagsins fá nokkrir úr mínu byggðarlagi: Elvar Reykjalín og fjölskylda hjá Ektafiski og Ektaréttum í Dalvíkurbyggð fyrir mikla elju og dugnað við að koma frábæru hráefni á framfæri. Það nýjasta hjá þeim er algjör snilld...

Prik fimmtudagsins

Ég vil þakka fyrir góð viðbrögð við þessum prikaskrifum og hugmyndinni og hvet alla til að halda áfram að skrifa jákvætt. Ein kona sem ég hitti á Akureyri í gær sagði við við mig "váá þetta er svo erfitt, það er miklu auðvledara að tuða eitthvað" Það er...

Prik miðvikudagsins

Það hefur verið frábært að sjá við um bloggið hve mergir hafa tekið áskorun um að gefa prik og taka þar með þátt í prikavikunni. Það væri líka hægt að hafa það reglu að til að fá að hafa blogg verði maður að skrifa eitthvað jákvætt einu sinni í viku...ég...

Prik þriðjudagsins

Hugmyndin að Prikavikunni fór alveg ágætlega af stað...jafnt á bloggi sem annarsstaðar. Prik dagsins í dag fá: Fá allir sem brugðust við hugmyndinni og hugsuðu jákvætt og fóru að gefa prik og velta því fyrir sér...hvað stundum er erfitt að finna eitthvað...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Feb. 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband