Prik fimmtudagsins

Ég vil þakka fyrir góð viðbrögð við þessum prikaskrifum og hugmyndinni og hvet alla til að halda áfram að skrifa jákvætt. Ein kona sem ég hitti á Akureyri í gær sagði við við mig "váá þetta er svo erfitt, það er miklu auðvledara að tuða eitthvað" Það er kannski erfitt fyrst, en málið er að það er svo margt neikvætt í kring um okkur að það er auðveldara að sjá það. Ég sagði henni að þetta væri æfing. Æfingin skapar meistarann.

Prik fimmtudagsins fá:

Allir þeir sem bera virðingu fyrir lífinu, náunganum og umhverfinu. Þeir sem gefast ekki upp andspænis vaxandi mengun og umhverfisspjöllum heldur leita leiða til að vernda og hlúa að því sem lifir, andar og grær. Gefum liljum vallarins og fuglum himinsins gaum.

....Helgi Vilhjámsson í Góu sem hefur í langan tíma barist fyrir málefnum lífeyrisþega...og aldrei gefist upp.

Í lokin í dag fá hjúkrunarfræðingar og aðrir þeir sem standa fyrir göngunni "Gengið gegn slysum" Afar merkilegt og virkilega þarft framtak.

Njótið dagsins og gefið nú knús í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Get ekki verið sammála þessari góðu konu, það er miklu auðveldara og lætur okkur jafnframt líða miklu betur, að vera jákvæð ! Að gefa bros er gott, að fá bros á móti er frábært !

Gangi þér vel í dag

Jónína Dúadóttir, 8.5.2008 kl. 09:29

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Það er miklu skemmtilegra að sjá jákvæðu hlutina í kringum okkur. Nóg er af þeim! Það er bara eins og hafi orðið til einhver tíska að tala eingöngu um það sem er neikvætt. Tuða og kvarta. Þetta er mjög áberandi í flestum fjölmiðlum. (svo ég tuði nú aðeins og kvarti líka )

Sólarkveðjur norður til ykkar í vinalegu Dalvíkinni

Ragnhildur Jónsdóttir, 8.5.2008 kl. 17:19

3 identicon


Þakkaðu fyrir það sem þú fékkst að upplifa í gær

þú skalt gleðjast yfir því sem þú færð að upplifa í dag

því þá getur þú hlakkað til morgundagsins

með kærleik

SFL

SFL (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 03:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband