Það eru nokkrar eldri matarfærslur sem hafa beðið á miða hjá mér....er að reyna að mjatla þeim inn þessa dagana, hér kemur ein í fimm liðum. Minni á að það er hægt að klikka á myndirnar til að sjá þær aðeins stærri.
Súpuskálar
Sigga og Bjössi í Stjörnunni glergallerýi www.stjarnan.neteru að koma með nýja súpudiska á markað, diska sem passa við ferkantaða Kglers stellið (Sjá diskana í saltfiskgreininni hér í sömu færslu) frá Þeim. Sigga bað okkur um að prófa diskana áður en lengra væri haldið og að sjálfsögðu var orðið við því með bros á vör alltaf gaman af einhverju svona. Ég bjó til fiskisúpu og bauð vinum í súpu og Gréta bakaði dýrindis Focaccia brauð með. Diskarnir komu verulega á óvart, ég var ekki viss um að það væri þægilegt að borða úr þeim, en það kom heldur betur annað á daginn, það var mjög gott og gaman að borða af diskum með þessu lagi og ég get ekki annað en gefið þeim 4 sleifar. (Sjá sleifagjöf áhugamannsins hér til hliðar á vefnum)
Smokkfiskur
Siggi á móti er sjómaður á togara frá Ólafsfirði, hann er mikill öðlingspiltur og kemur stundum færandi hendi með dýrindis hráefni. Fyrr í vetur færðihann mér dágóðan sendingu af heilum óhreinsuðum smokkfiski. virkilega gott hráefni. Ég var í 9 klst að hreinsa, skera og pakka...það var gaman að fást við þennan skondna fisk og sjá góðgæti bætast í kistuna í mismunandi pakkningum, í súpu hringlótt og bitar, í rétti lengjur og bitar, og í sushi.
Sushi
Sushi er magnað fyrirbæri, fyrst þegar ég smakkaði það var ég ekki hrifinn en smátt og smátt verður maður heltekinn, sérstaklega þegar maður aflar sé upplýsinga um Sushi, bæði söguna og einnig hvernig og með hverju maður snæðir sushiið. Að búa til sushi er líka skemmtilegt og nærandi, svo ekki sé nú minnst á hvað þetta er hollt Ég á örugglega eftir að blogga um Sushi tilraunir mínar og vangaveltur, set hér inn myndir af sushi bitum sem ég hef verið að æfa mig í að búa til.
Saltfiskur
Deili með ykkur örlítilli uppskrift/hugmynd af sunnudagssaltfiski. Ég átti tvo verulega góða bita af útvatnaðri Lomos saltfisksteik í ísskápnum einn sunnudaginn og afar spennandi hæfilega kælt hvítvín sem að viðfengum að gjöf frá Halla kokki og Þóru hans fyrir stuttu. Ég skar fiskinn niður í frekar litla bita, blandaði saman hveiti, örlitið af rifnum parmezanosti, cummin, coriander, papriku og smá af svörtum pipar úr kvörn, setti þessa blöndu í plastpoka og fiskinn með og velti honum vel upp úr blöndunni. Steikti fiskinn upp úr smjöri á hita sem myndi kallast yfir meðallagi í ekki svo langan tíma, setti á disk undir álpappír í 5 - 8 mín. Sauð hrísgrjón samkvæmt leiðbeiningum skar, kartöflur, gulrætur og sætarkartöflur í litla teninga og lét malla á pönnu þar til að þetta var orðið mjúkt...aðeins salt og pipar. Þegar grjónin voru klár blandaði ég rótargrænmetinu saman við, setti blönduna á disk, fiskbitarnir ofan á, dassi af rifnum parmezanosti og sitrónuolífuolíu yfir. Með var súpubrauð sem ég skar í tvennt og setti góðar sneiðar af Mozarella osti ofan á og pipraði létt, í ofn í 5 mín eða svo. Hvítvínið sem var hæfilega kælt var franskt frá 2001, Trimbach, Pinot gris....afar gott og eftirminnilegt.
Saumó.
Eins og gefur að skilja er konan mín í snilldar saumaklúbbi. Stundum þegar klúbbfundur er hjá okkur/henni bið ég fallega um að fá að sjá um það sem á að láta ofan í sig við saumaskapinnÍ síðasta hittingi hér var ég í stuði og gerði nokkra tegundir af smábrauðum/tapas. Ég skar niður baguette brauð og ristaði það létt í ofni og kældi. Ég gerði sex tegundir og raðaði á stóra gólfflís. Miðað við myndina hér til hægri þá er innst, brauð með kjúklingalifrakæfu og heimagerðum niðursoðnum rauðbeðum frá mágkonu minni, síðan saltfiskur með rauðlaukssultu og djúpsteiktu roðinu af saltfisknum, þriðja brauðið með ferskum rækjum með kanil og dillsósu og graslauk, síðan kemur púðursykurkonfekttómatar með parmesanosti, næstsíðasta súrsætar rækjur með lauk og að lokum parmaskinka með peru chutney og einhverju ofan á sem ég er búinn að gleyma hvað var
Flokkur: Matur og drykkur | Þriðjudagur, 7. apríl 2009 | Facebook
Um bloggið
Matarsíða áhugamannsins
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Sterk upplifun
- Dásamlegar Dagatalsdömur gleðja.....og gleðja.
- Skilaboð úr skjóðunni.....
- Chia Smoothie. Klárlega fyrir þig !
- Feykiholl kjúklinga og grænmetis súpa
- Ný uppskrift.! Hollt og gott rasp á Fisk eða kjúlla.
- Af hverju er ekki bara nóg fyrir okkur að hafa bara nóg. ?
- Dagur með ástinni þinni - Hvernig skal koma á óvart.
- Allt gengur betur.....Vertu jákvæður !
- 10 Fiskar - 10 hljómplötur.
- Sojan sigrar natríumbardagann við saltið
- Svarta kómedían lýsir upp skammdegið - Þrefalt húrra fyrir LA.
- Snyrtilegt og sárfyndið leikhús
- Kynþokki, rokk og ról - Leikfélag Akureyrar þorir !
- Matarupplifun í byrjun árs - Nýtt heimili.
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Des. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Af mbl.is
Greinar og skrif
Tenglar
Ýmislegt
- julli.is Mín síða
- Dalvík Staðurinn
- Fiskidagurinn mikli Stærsta matarhátíðin
- Matur og gleði Blogg á ensku um mat, viðburði og lífið
- Cool leikjasíða Kíktu á þessa
Matarsíður
- Matarlist Frábær vefur
- Berjavinir Allt um villt ber í nátturu íslands
- Slow food Samtök framtíðarinnar
- Matardagbók Ragnars Freys Snilldar síða
- Matur úr héraði
- Fylgifiskar Ein af mínum uppáhaldsbúðum / stöðum
- Freisting Góður vefur
- Ostabúðin Skólavörðustíg Ein góð
- Íslenskt grænmeti Toppaðu þetta
- Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson
- Matarsetur Matur saga menning
Vínsíður
- Vín og matur Skemmtileg síða um vín.....og mat
- Vín og matur blogg Vínkeðjan og fl skemmtilegt
- Vínbúðin ÁTVR
- Vínskólinn Vínskólinn
- Vínsíða Eiríks Orra Elsta vínsíða landsins
Veitingastaðir
- Friðrik V Einn besti veitingastaður landsins
- Þrír Frakkar Úlfar er snillingur
- Frábært kaffihús Flatbrauðið hans Þórólfs frá Lundi er eðall
- Halastjarnan Ohhhh á þennan eftir
- Strikið Flottur staður
- Greifinn Saltfiskpizzan góða
- Rub 23 Fyrrum Karolína
Tæki og tól
- Stjarnan glermunir Gerir matinn fallegri
- Fastus Heildverslun með tæki og tól
Uppskriftir
- Matseld Fullt af uppskriftum
- Uppskriftavefurinn Uppskriftir
- Kjarnafæði Kjarnafæðis uppskriftir
- Sjávarréttir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
Spurt er
Bloggvinir
- Atli Rúnar Halldórsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Pétur Guðjónsson
- Fiddi Fönk
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Pétur Björgvin
- Jónas Björgvin Antonsson
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Kafteinninn
- Hlynur Hallsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Snorri Sturluson
- Helgan
- Ómar Ragnarsson
- Bjarnveig Ingvadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Lára Stefánsdóttir
- Gunna-Polly
- Þórður Ingi Bjarnason
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Blúshátíð í Reykjavík
- Ómar Pétursson
- Elfar Logi Hannesson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Guðjón H Finnbogason
- Kristín Einarsdóttir
- Íris Hauksdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- DÓNAS
- Eyrún Elva
- Nonni
- Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir
- Ása Björg
- Anna Guðný
- Haraldur Davíðsson
- Ingunn Magnúsdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Guðrún Emilía Guðnadóttir
Athugasemdir
Vá... ég ætla að fara og fá mér eitthvað að borða núna
Gleðilega páska
Jónína Dúadóttir, 9.4.2009 kl. 07:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.