Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
Segir barnsfæðingar af völdum kynferðismisnotkunar í Byrginu orðnar tíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Miðvikudagur, 7. febrúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvað ætli við fáum að heyra næst, er ekki nóg komið. Hvert hryllingsmálið ofan í hvert annað birtist okkur á i byrjun árs. Breiðavík, Byrgið, Heyrnleysingaskólinn, barnaníðingar, barnaperrar.is, barnaníðingsdómar og eflaus eitthvað fleira. Í hvað skítuga íslenska skúmaskot verður næst kafað ? Ef að þau eru fleiri sem ég vona ekki, þá þarf að kafa þangað. Miðað við þessar fréttir og frásagnir sem maður heyrir og horfir á undanfarið þá getur maður ekki verið hissa á fréttum af því hvað íslendingar bryðja mikið af þunglyndislyfjum. Það hlýtur að vera mikið af fólki sem er þarna úti sem líður verulega illa út af þessum málum og öðrum af svipuðum toga. Það hefur nú verið komið saman í kirkjum og bænastundir auglýstar t.d eftir erfið slys eða hamfarir. Hvað er þetta allt saman annað en hamfarir, biskupinn og prestar landsins ættu að taka sig saman og skipuleggja bænastundir fyrir fórnarlömb í slíkum málum. Það er það eina sem við sem vitum ekki hvernig við getum hjálpað getum gert það er að biðja fyrir þessu fólki. Það er ekki ólíklegt að bænin hafi verið það eina sem margir af þessum einstaklingum hafi haft.
Það sem snerti mig sérstaklega í Kastljósþáttunum var viðtalið við Lalla Johns, þarna var maður sem hefur upplifða allt það sverast á götunni og ætti að vera orðinn þokkalega brynjaður....en um leið og var farið að minnast á Breiðavík féll hann saman og grét og gat ekkert sagt, þetta var sterkt, þetta var svo satt...augun ljúga aldrei.
Anna Kristjánsdóttir (Góður bloggari sem ég les oft) Skrifar um bók Stefáns Unnsteinssonar og Sævar Ciesielski "Stattu þig drengur" frá 1980. Ég gluggaði þessa bók í dag og er svo sannarlega sammála Önnu, afhverju var ekki gert eitthvað þá. ? M.a annars kemur þetta fram i bókinni..en bendi ykkur á bloggið hennar Önnu þar er meira.
"Forstöðumaðurinn réð öllu og var í sannleika sagt snarbrjálaður í skapinu. Hann lét okkur skilja að hann væri þarna til að gera okkur að mönnum. Lærdómurinn fólst aðallega í barsmíðum. Verst þótti okkur að það var engin regla á þessu hjá honum, hann barði menn ef þeir gerðu eitthvað af sér, en svo barði hann líka ef þannig lá á honum, uppúr þurru ef einhver var fyrir honum eða hann þyrfti að skeyta skapi sínu á einhverjum. Ég held honum hafi ekki alltaf verið sjálfrátt. Ofbeldi lá stöðugt í loftinu. "
Bloggar | Miðvikudagur, 7. febrúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég las blogg Guðbjargar Hildar Kolbeins í morgun og ég er hissa á skrifum hennar um Kastljósþættina um Breiðavíkurmálið. M.a segir hún Fullorðnir menn hafa verið dregnir fram í sviðsljósið til að greina frá skelfilegri lífsreynslu sinni - til að skemmta áhorfandanum heima í stofu." og hún síðar í greininni " Fórnarlömb ofbeldis eiga ekki að þurfa að sitja undir spurningum sem byrja á: Í stuttu máli... eða Að lokum..... Það er sannarlega rétt að fórnarlömb EIGA EKKI AÐ ÞURFA að svara spurningum um þessi mál í fjölmiðlum. En þeir hafa verið fórnarlömb í 40 - 50 ár og hafa sennilega aldrei þurft að sitja undir þessum spurningum, manni skilst að þeir hafi enga hjálp fengið, enga áfalla eða sálfræðihjálp sem í dag væri veitt samstundis. Var ekki kominn tími á að opna þessi mál, það er alveg ljóst að þessi fórnarlömb þurfa á hjálp að halda og kannski glittir í einhverja hjálp þó seint sé og allt er það Kastljósinu og umfjöllun þess að þakka. Það virðist vera þannig hér hjá okkur að það þarf hressilega fjölmiðlaumfjöllun til þess að vekja almenning og ráðamenn og þá fer eitthvað að gerast.
Barnaníðingurinn sem "Kompás" afhjúpaði um daginn væri að öllum líkindum frjáls ef Kompás menn hefðu ekki unnið sína vinnu líkt og að engin hefði umræðan verið á Alþingi um Breiðavíkurmálið ef ekki hefði verið fyrir umfjöllunar Kastljóssins. Ég get fullyrt það að mér og mínum var ALLS EKKI SKEMMT með umfjöllun Kastljóssins.
Þrengir að barnaníðingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Miðvikudagur, 7. febrúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þessar kempur eru búnir að leggja sitt af mörkum til að gleðja fólk út um allan heim og það ættu að vera til reglur um að "Snillingar" væru undanþegnir skatti. En auðvitað eiga þeir nóga peninga og hafa eflaust efni á að fá Elton John í afmælið sitt....en legg þessa hugmynd um að snillingar verði undanþegnir skatti í dóm almúgans.
Rolling Stones greiða lítinn skatt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Þriðjudagur, 6. febrúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef að maður skoðar viðbrögð við skoðanakönnunum smáum sem stórum kemur margt skondið í ljós. Þeir sem eru spurðir eru snillingar i að svara, alveg sama hversu illa þetta lítur út þá sjá menn alltaf eitthvað jákvætt og það finnst mér bara hið besta mál, það er nauðsynlegt að vera jákvæður og þingmenn þurfa einmitt að vera jákvæðir en jafnframt raunsæir. Könnunin í Blaðinu í dag virkar ekki mjög áræðanleg, mér finnst hún kannski bara skemmtileg, skapar skondið andrúmsloft. Þeir sem koma vel út eru strax farnir að tala um sigur og í huganum byrjaðir að horfa lengra en gáfulegt þykir á þessum tímapunkti og hinir reyna að finna ástæður og trúa ekki sínum eigin augum. Maður spyr sig hveru margir trúa því að niðurstaðan þann 12. maí verði svona.Fyrir hinn almenna kjósanda held ég að þetta líti svona út : Sjálfstæðisflokkur hefur setið hjá í umræðunni undanfarið og t.d auglýsti nú Spaugstofan eftir Geir um helgina...þetta er eflaust meðvitað og gott útspil hjá þeim, þannig að staða þeirra gæti breyst er líður er þeir fara að taka þátt í umræðunni og kannski breyst mikið þegar Árni Johnsen segir EITTHVAÐ. Maður er kannski minnst hissa á fylgi VG þeir eru stapilir, eru með skýra stefnu og standa á skoðunum sínum. SF er út og suður og vita ekki hvert þeir stefna foringinn er mikið í umræðunni og dálítill vandræðagangur hjá henni og hún fær kannski óvægna meðferð í skrifum fjölmiðla og bloggara og það hefur áhrif á fylgið núna. Þetta á aftir að breytast þegar líður á en það verður erfitt að ná fyrra fylgi. Framsókn er á kunnuglegum slóðum, þó heldur neðar en áður þekkist, ég veit ekki hvort að menn fara að breyta sögunni í þessum kosningum en Framsókn fær meira fylgi heldur en þetta. Lítið fylgi Frjálslyndra er skiljanlegt á þessum tímapunkti, en þeim að kenna og enginn getur spáð fyrir um hvað gerist hjá þeim.....en 10 % fá þeir ekki. Svona lítur þetta út í dag hjá hinum almenna kjósanda...sem er nánsat að tjá sig um landspólitik í fyrsta skipti opinberlega.
Samfylkingin með minna fylgi en VG og ríkisstjórnin heldur velli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Þriðjudagur, 6. febrúar 2007 (breytt kl. 08:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
En að myndinni " Messengers" ég er ekki búin að lesa neitt um þessa mynd nema það sem stendur í þessari mbl frétt. Við fyrsta lestur finnst manni að þessi hugmynd hafi verið notuð hundrað sinnum...en virkar eflasut aftur og aftur.
"Myndin fjallar um fjölskyldu sem flyst inn í gamalt hús uppi í sveit. Börnin taka fljótlega eftir því að ekki er allt með felldu í húsinu, en það tekur fullorðna fólkið töluvert lengri tíma að átta sig á því. "
Vinsæl skilaboð að handan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Þriðjudagur, 6. febrúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var gleðilegt þegar þessi sjóður var stofnaður og gleðilegt að sjá fréttir um úthlutanir sem þessar í dag og áður þar sem fjöldi manns fær þeirra notið á ýmsan máta. Það er svo margt gott og heiðarlegt starf sem byggist á sjálfboðaliðastarfi og styrkjum.
56,5 milljónum úthlutað úr Styrktarstjóði Baugs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Mánudagur, 5. febrúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Pössum börnin okkar. - Hvað er barnið þitt að gera á netinu ? - Með hverjum er barnið þitt ?
Tálbeita" fundin sek um að leggja á ráðin um nauðgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Mánudagur, 5. febrúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vertu velkominn Andri Snær.
Bloggar | Mánudagur, 5. febrúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég þurfti að lesa þessa frétt aftur til að vera viss um hvað væri í gangi, samt varð ég ekkert viss. OK ég er ekkert svo mikið inní þessum málum, sennilega vantar mig nokkur pússl. En fyrir hinn almenna lesanda sem er núna með það í kollinum að Reynir Traustason er nýbúinn að koma á koppinn nýju tímariti, Ísafold sem ég hélt að beint eða óbeint væri í samkeppni við t.d Mannlíf...og nú er Reynir tímabundið kominn yfir á Mannlíf og hvað svo ? Ég veit ekki hvort að það er hægt að líkja þessu við að þjálfari Man Utd skryppi þennan mánuðinn og þjálfaði Liverpool, en væri samt í sambandi við aðstoðarþjálfarann sinn hjá Man Utd á meðan og stjórnaði kannski einni og einni æfingu og svo þegar hann væri búinn að vera hjá Liverpool um stund og hrista upp í öllu þar kæmi hann til baka og ynni titilinn með Man Utd ( Að sjálfsögðu).
Reynir Traustason nýr ritstjóri Mannlífs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Mánudagur, 5. febrúar 2007 (breytt kl. 11:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Matarsíða áhugamannsins
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Sterk upplifun
- Dásamlegar Dagatalsdömur gleðja.....og gleðja.
- Skilaboð úr skjóðunni.....
- Chia Smoothie. Klárlega fyrir þig !
- Feykiholl kjúklinga og grænmetis súpa
- Ný uppskrift.! Hollt og gott rasp á Fisk eða kjúlla.
- Af hverju er ekki bara nóg fyrir okkur að hafa bara nóg. ?
- Dagur með ástinni þinni - Hvernig skal koma á óvart.
- Allt gengur betur.....Vertu jákvæður !
- 10 Fiskar - 10 hljómplötur.
- Sojan sigrar natríumbardagann við saltið
- Svarta kómedían lýsir upp skammdegið - Þrefalt húrra fyrir LA.
- Snyrtilegt og sárfyndið leikhús
- Kynþokki, rokk og ról - Leikfélag Akureyrar þorir !
- Matarupplifun í byrjun árs - Nýtt heimili.
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Greinar og skrif
Tenglar
Ýmislegt
- julli.is Mín síða
- Dalvík Staðurinn
- Fiskidagurinn mikli Stærsta matarhátíðin
- Matur og gleði Blogg á ensku um mat, viðburði og lífið
- Cool leikjasíða Kíktu á þessa
Matarsíður
- Matarlist Frábær vefur
- Berjavinir Allt um villt ber í nátturu íslands
- Slow food Samtök framtíðarinnar
- Matardagbók Ragnars Freys Snilldar síða
- Matur úr héraði
- Fylgifiskar Ein af mínum uppáhaldsbúðum / stöðum
- Freisting Góður vefur
- Ostabúðin Skólavörðustíg Ein góð
- Íslenskt grænmeti Toppaðu þetta
- Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson
- Matarsetur Matur saga menning
Vínsíður
- Vín og matur Skemmtileg síða um vín.....og mat
- Vín og matur blogg Vínkeðjan og fl skemmtilegt
- Vínbúðin ÁTVR
- Vínskólinn Vínskólinn
- Vínsíða Eiríks Orra Elsta vínsíða landsins
Veitingastaðir
- Friðrik V Einn besti veitingastaður landsins
- Þrír Frakkar Úlfar er snillingur
- Frábært kaffihús Flatbrauðið hans Þórólfs frá Lundi er eðall
- Halastjarnan Ohhhh á þennan eftir
- Strikið Flottur staður
- Greifinn Saltfiskpizzan góða
- Rub 23 Fyrrum Karolína
Tæki og tól
- Stjarnan glermunir Gerir matinn fallegri
- Fastus Heildverslun með tæki og tól
Uppskriftir
- Matseld Fullt af uppskriftum
- Uppskriftavefurinn Uppskriftir
- Kjarnafæði Kjarnafæðis uppskriftir
- Sjávarréttir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
Spurt er
Bloggvinir
- Atli Rúnar Halldórsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Pétur Guðjónsson
- Fiddi Fönk
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Pétur Björgvin
- Jónas Björgvin Antonsson
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Kafteinninn
- Hlynur Hallsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Snorri Sturluson
- Helgan
- Ómar Ragnarsson
- Bjarnveig Ingvadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Lára Stefánsdóttir
- Gunna-Polly
- Þórður Ingi Bjarnason
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Blúshátíð í Reykjavík
- Ómar Pétursson
- Elfar Logi Hannesson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Guðjón H Finnbogason
- Kristín Einarsdóttir
- Íris Hauksdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- DÓNAS
- Eyrún Elva
- Nonni
- Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir
- Ása Björg
- Anna Guðný
- Haraldur Davíðsson
- Ingunn Magnúsdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Guðrún Emilía Guðnadóttir