Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Við skulum ekki gera veður út af þessu.

Ég hef áður komið inn á það hér á bloggi mínu að ég vann með öldruðum í tæp 20 ár og stofnaði meðal annars Veðurklúbbinn fræga hér á Dalvík, þegar frægðarsól klúbbsins reis sem hæst var mikill atgangur fjölmiðla og annara í kring um klúbbinn. Einu sinni fór ég með nokkra klúbbfélaga til Rvíkur í dásamlega reisu. Við vorum í merktum peysum sem okkur voru gefnar, það var ótrúlegt hvað margir vildu tala við okkur og taka í hendina á félögum og ræða málin. Allt var þetta í góðu og hið besta mál en innan um voru alltaf einhverjir sem voru að reyna að vera fyndnir á kostnað Veðursins. Svona í tilefni dagsins ( föstudagur) læt ég flakka sýnishorn af þessari veðurfyndni.

Eitt sinn hringdi einhver illi og ruddi úr sér einhverju bulli og sagði svo ofurblítt  " við skulum ekki gera veður út af þessu " hló og skellti á, í Rvíkur ferðinni hitti ég einn félaga minn og hann sagði glottandi  " hann er bara komnn að norðan " í þessari sömu ferð fór ég á Kringlukránna hún er yfirleitt full af ljótum feitum köllum, ég brá mér á klósettið til að skvetta úr skinnsokknum, þá kemur einn inn og rekur rosalega við  og segir svo " hann er að bæta í vindinn " ég skellti mér niður á sama veðurhúmorsplanið og sagði honum að hann væri " svalur " þegar þessi fór kom annar inn og fer að létta á sér við hliðina á mér, hann horfir stíft á félagann sinn og segir svo " ég held að hann sé kominn yfir 30 metra..... á sek " ……nú ákvað ég að drífa mig út af þessari búllu, um leið og ég kom fram er ég stoppaður af einum delanum til viðbótar " ertu farinn ?  " er allur vindur úr þér ", svo fór hann að rugla einhverja þvælu um að hann sé að vestan ég var aldrei viss hvort hann væri að tala um helvítis vindáttina eða hvort hann væri fráskilinn að vestan, þarna fauk í  mig og ég var rokinn út í veður og vind.

 

Gleyma að sækja börnin sín á leikskóla.!!

Þetta er nú alveg hreint ótrúlegt að heyra.....en þegar maður fer að hugsa það betur þá er þetta  ekkert ótrúlegra en annað sem heyrst hefur af málum sem tengjast netinu og tölvuleikjanotkun. En það að gleyma að sækja börnin sín á leikskóla, kannski oftar en einu sinni vegna þess að sá sem á að sækja börnin gleymir sér á netinu. Halló.....mér sýnist að það þurfi að kippa netinu úr sambandi hjá fleirum en ungum nettölvuleikjafíklum....Hvert stefnum við eiginlega í þessum málum ?
mbl.is Skilja vegna netfíknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

West Ham fellur ekki....

Ég hef skrifað um þetta hér áður, ég held ekki með West Ham og þekki ekki Eggert og trú og sannfæring mín er sú að þeir falli ekki. Það er spurning að ég sendi honum bréf og segi honum frá þessu, þeim veitir ekki af peppi. Ég gæti sent honum 2 baðbombur með en þá í föstu formi svo að ég verði ekki tekinn fastur fyrir að senda honum Brand kenndan við Milti.
mbl.is Eggerti barst dularfullt bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá á Sorry.

Pétur er búinn að biðjast afsökunar sem var eins gott, enginn vill hvorki láta líkja sér við Guðmund í Byrginu né láta bendla sig við þetta mál á nokkurn máta. Þó að þetta hafi verið Pétur Blush...gæti þá kannski verið eitthvað til í því sem hann var að reyna að segja ?  Oft er spurt þegar fátt er um svörShocking



"Pétur H. Blöndal, alþingismaður, sagði stöðu Þórarins Tyrfingssonar hjá SÁÁ uppfylla öll skilyrði sem voru hjá Byrginu í umræðu um fjárhagsstöðu SÁÁ á Alþingi í morgun. Ummælin vöktu hörð viðbrögð, m.a. hjá Steingrími J. Sigfússyni, formanni VG og Össuri Skarphéðinssyni þingflokksformanni Samfylkingar, sem krafðist þess að Pétur yrði víttur ef ummælin yrðu ekki dregin til baka. Þetta kom m.a. fram í hádegisfréttum RÚV. Pétur baðst sjálfur afsökunar á ummælunum og sagðist fyrst og fremst hafa verið að gagnrýna stjórnskipulag. "


mbl.is Baðst afsökunar á ummælum um SÁÁ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hva...? enginn fætingur

Ja hér bara allt rólegt á Arsenal vígstöðvunum, Arsenal menn geta glaðst yfir því að þurfa ekki að lifa í ótta við að lenda í slagsmálum í þessari keppni í árWhistling
mbl.is Blackburn sló Arsenal út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íþróttir geta verið hættulegar

Þetta hefði ekki komið fyrir ef hún hefði verið á Þorrablóti....hún hefði í mesta lagi kastað uppWhistling
mbl.is Beyoncé Knowles gæti hafa smitast af lifrarbólgu A
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband