Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Góður Bjöggi

Frábær árangur....ég spái því að hann eigi eftir að gera enn betri hluti. Og ef að næsta skíðahetja landsins kemur ekki frá Dalvík finnst mér líklegt að hún komi frá Grindavík.
mbl.is Björgvin annar í Slóveníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarleg staða.

höfn
Fyrir okkur sem hafa áhuga á veðri og fylgjast með því að einhverju leiti er þetta veður á Suðurnesjunum frekar óvenjulegt og eflaust fyrir heimamenn líka. Hér á Dalvík fer að verða langt síðan að það hefur snjóað almennilega svona eins og í denn. Þá fóru heilu raðhúsalengjurnar á bólakaf, frí í skólanum í viku, rafmagnslaust og fleira yndislegt. Undanfarna daga eða allt frá áramótum hefur verið hér frost, logn, það snjóar ekki neitt en snjóbyssur skíðafélagsins mala fyrir utan gluggann og framleiða snjó á skíðasvæðið. Á meðan snjóar á mjög óvenjulegum stöðum þar sem jafnvel hefur aldrei áður snjóað t.d  í Irak og Afganistan.......og nú snjóar bara helling á afmörkuðum svæðum á suðurnesjum og suðurlandi, þó það hafi sannarlega gerst áður en þetta er víst dálítið mikið núna.....hvað er eiginlega að gerast ?
Oft er spurt þegar fátt er um svör !

P.s Þessi mynd er c.a frá 1978 - 1984 og er þetta Höfn á Dalvík húsið sem ég ólst upp í , þarna má sjá dálítið af snjó en oft var nú meira. 
mbl.is Slasaðist í slöngudrætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bernskubrek II

 189607~The-Shining-Posters Einu sinni leiddist mér og vini mínum eitthvað, þá ákváðum við að athuga viðbrögð hjá gömlu fólki, ég átti grímu eina mikla og ljóta og við fórum með hana og þrýstum andlitinu þétt upp að glugga hjá gamalli konu. Þetta var fyrsti og eini glugginn sem við kíktum á með grímuna, kellingargreyið afmyndaðist í framan henni brá svo mikið, fölsku tennurnar skutust fram, augun stækkuðu og hun varð í framan eins og kellingin í baðinu í kvikmyndinni Shining....Við urðum svo hræddir og ef einhver hefði þurft áfallahjálp þá vorum það við....við þorðum ekki út daginn eftir við vorum alveg vissir um að það væri flaggað í hálfa stöng og kellingin væri dauð, við værum orðnir morðingjar og draugur kellingarinnar myndi ofsækja okkur að eilífu.

Dúfur og grænmeti.

 1691 Ég átti einu sinni dúfur í stóru búri, ég skírði eina dúfuna í höfuðið á stelpu í mínum bekk sem ég var skotin í. Hún var alveg komin að varpi, sko dúfan ekki bekkjarsystir mín. Ég var spenntur og frekar óþolinmóður og átti erfitt með að bíða eftir að eggið kæmi, kíkti á hverjum degi en svo ákvað ég að hjálpa dúfunni við þetta og ég kreisti dúfuna þar til að eggið kom , eggið var fallegt en dúfan leit ekki við því og mig minnir að hún hafi dáið fljótt. Ég blés úr egginu og ætlaði að setja það í eggjasafnið mitt en gleymdi að taka það úr vasanum og fann síðar bara mulning þar. Á svipuðum tíma og ég var svona góður að hjálpa dúfunni, vorum við vinirnir í götunni minni mjög duglegir að að fara í smökkunarferðir í garða hjá nágrönnunum, það sem var á boðstólnum voru jarðaber og allra handana grænmeti.....eigendur garðanna voru ekkert ánægðir, í raun alveg brjálaðir. Maður skildi það nú ekki alltaf, það var alltaf verið að hvetja mann til að borða grænmeti og eitthvað hollt.Við vorum nú samt mjög duglegir að hæla fólkinu fyrir hvað þau ræktuðu góðar afurðir, og sögðum yfirleitt að þær væru miklu betra hjá þeim heldur en Nonna á móti . Við vorum líka duglegir að borða rabbarbara, hann var bestur þegar að maður dýfði honum í sykur og við bönkuðum yfirleitt uppá hjá þeim sem við stálum rabbarbaranum frá og báðum um sykur....og ég man ekki eftir því að það hafi klikkað.

 


Verð að nota tækifærið.

Í siðustu bloggfærslu minni fór ég illa að ráði mínu og kallaði Paris Hilton "Britney" og þar sem að nú kom frétt um Britney verð ég að nota tækifærið og kalla hana "Hilton" Gasp  Hér með lýkur mínum bloggskrifum um vinsælu stöllurnar Britney og Hilton.
535096
mbl.is Fjölskylda Britney reiðist Dr. Phil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kók á Hrauninu.

Það er alveg merkilegt hvað stúlkugreyið hún Britney er gott fréttafóður, það vilja bara allir vita allt um hana og nú er ég farinn að blogga við frétt um Britney.....það er gott að vera bara eins og hinir.
Ætli Jón hafi verið fyrir utan jailið með videócameruna ..."hún var með vatnsflöskuna í hendinni þegar hún fór inn og líka þegar hún kom út" magnað ....magnað...  Spurningin er fæst þetta íslenska umtalaða vatn inn í fangelsinu ? er Jón Spæjó með einhver tengsl þar ? og svo að lokum....er þetta bara vatn ?  Oft er spurt þegar fátt er um svör ? 

P.s Ég frétti að þekktur fangi hér á landi hafi fengið Kók á Hrauninu, hann var ekki með það þegar hann fór inn, ætli Jón hafi komið nálægt því ?

mbl.is Paris Hilton drakk íslenskt vatn í grjótinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En ef ......

Hófdrykkja...já hvað þýðir það nú ? hvað er hollt ? hvað er óhollt ? hvað er satt ? og hver veit yfirleitt eitthvað um þetta ?

OK. Sko... ef að þú ert rússi og ert um 75 kg, hefur ekki fengið rauðu hundana og gengur um 15 mín á dag út í búð að kaupa vodkalíterinn þinn þá sleppur það alveg af því að það er svo kalt í Rússlandi. Þeir hafa ekki nettengingu og sjá ekki fréttir eða greinar um hollustu eða óhollustu þess að dreipa á áfengi.

Ef þú ert Íslendingur og tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu, af því að vinnufélagarnir gera það.....þú færð þér tvo rauðvinsglös á dag og dettur í það um helgar. En taka skal fram að þú smakkar ekki áfengi í 10 daga á undan maraþoninu....þá sleppur þú vegna þess að þú hreyfir þig þó ofurlítið og nærð að halda þér þurrum 10 dagana....ef ekki þá værir þú róni og ættir ekki möguleika á að meika það.

v6911x Ef þú ert íslendingur og ert 66 kíló og hefur aldrei borið út morgunblaðið, aldrei smakkað áfengi, hleipur á Esjuna 6 sinnum í viku og  átt stóran hlut í Exista, þá eru miklar líkur á að eftir viku þurfir þú í áfengismeðferð.

Ef þig langar ekki til að hreyfa þig og drekka, þá skaltu annaðhvort hætta að drekka eða ekki, ef þú drekkur og hreyfir þig minna núna í janúar, þá skaltu skipta yfir í bjórinn...þetta kom berlega í ljós í niðurstöðum 20 eldri borgara sem tóku þátt í könnum sem er búinn að taka um 40 ár ( Þess bera að geta að þeir voru ekki eldri borgarar er könnunin hófst...og bjórinn var heldur ekki til)Shocking

P.s annars ræður þú þessu bara sjálf(ur)Smile
mbl.is Áfengi í hófi getur verið heilsusamlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dreymdi jarðskjálfta í nótt

Datt það svona rétt í hug þegar ég las þessa frétt hvort að þetta gæti tengst draumi mínum í nótt. Mig dreymdi jarðskjálfta og ég fann svo vel fyrir honum og ég segi í draumnum "vá funduð þið þetta "? um leið reið annar skjálfti yfir. Kannski var bara verið að kynna úrslitin þarna ytra....já og af því að þeir voru tveir þá verða kannski önnur óvænt úrslit....eða önnur óvænt frétt síðar í dag...hmmmm spennandi eða hvað ?
Svo var þetta kannski bara  draumur fyrir alvöru  jarðskjálfta....ef það reynist rétt er ég viss um að þið munuð verða var við hann. Oft er spurt þegar fátt er um svör.
mbl.is Gáfu tárin Clinton byr?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttir af landanum.

Kæri vinur.

Héðan af klakanum er allt gott að frétta og allflestir verið á fullum fóðrum undanfarið. Veðrið jú það hefur verið til staðar. Við lofum hvort öðru að nú verið farið út að ganga og drekka mikið vatn að minnsta kosti átta glös á dag. Að vísu voru einhverjir spekingar sem komust að því um daginn að þetta væri gömul mýta með vatnið....maður væri jafn slappur eða hress hvort sem þau væru átta, eitt eða ekki neitt. Mér sýnist að þeir sem strengdu áramótaheit um að vera góður við náungann séu strax búnir að brjóta heitin, því að fólk sýnir alls ekki nógu mikinn náungakærleik, menn aka framhjá slysum án þess að stoppa og huga að þeim sem eru hjálparþurfi, berja hvern anna með straujárnum, bjórglösum, fótbrjóta og lemstra á ýmsan máta. En ekki eru allir vondir Össur Skarphéðinsson hefur verið góður við vini sína að undanförnu og rétt þeim störf á silfurfati sem hinir öfundsjúku hafa talið að eitthvað sé bogið við, ég skil bara ekkert í þessu af hverju að ferðamálastjóri þarf að hafa reynslu eða ferðamálanám á bakinu. Þeir sem stunda ferðamálanám ættu að sækja um héraðsdómarastöður sem liggja á lausu það skiptir svo litlu máli þar hvað maður skorar hátt. Það er búið að fella niður seðilgjöldin og nú liggja starfsmenn bankanna yfir því hvernig það sé best að ná þessum krónum af okkur á anna hátt og ég held að við megum eiga von á niðurstöðum í lok vikunnar.
Ég strengdi áramótaheit sem ég á ekki von á að rætist, en ég ætlaði ekki að eignast lúxusjeppa á árinu en ég sé ekki betur en að ég verði að fá mér einn slíkan það er ekki nógu gott að vera sá eini á landinu sem er ekki á lúxusjeppa. Ég hugsa að það verði Range Rover þar sem að eitthvað er til af þeim það voru einhverjir peningalitlir menn sem skiluðu nokkrum inn fyrir jól þar sem að 100% bílalánin eru ekki nógu hagstæð um þessar mundir.  Þú hefur nú sennilega verið búinn að frétta að Ólafur Ragnar býður sig fram áfram til forseta. Nú telja menn að hann hafi ekki sigur, Ástþór nokkur Magnússon hinn jákvæði, kurteisi, vinamargi og mikli friðarboðberi hefur dvalið í æfingabúðum í Danmörku og er talinn mjög líklegur sigurvegari, fyrir utan æfingabúðirnar þá hefur hann það fram yfir Ólaf Ragnar að hann sé búinn að ráða Gillzeneggerinn sem kosningastjóra og geti þeir því skorað hátt hjá fallega fólkinu eða skitið uppá bak saman, hvort tveggja árangursríkt þessi misserin á Íslandi.

Klakakveðja.
mbl.is Ekki sérstakan áhuga á starfi forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir geta hjálpað........

Í svona tilfellum geta allir hjálpað, þeir sem eru ekki aflögufærir á fé eða hluti sem vantar geta lagt bænina af mörkum. Allt skiptir máli. látum það verða fyrsta verk okkar að leggja eitthvað af mörkum, við þurfum ekki að hugsa okkur um .....það er gott að hjálpa. Hér er reikningsnúmerið.

Reikningur: 0113-05-066351 Kennitala: 190796-3029

Gleymum ekki að hafa manninn sem lést í bænum okkar , biðjum líka fyrir börnunum þremur sem hann lætur eftir sig.


mbl.is Söfnun fyrir drengi sem björguðust úr eldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband