Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Já góðan daginn hic ! ég ætla að fá eina kippu af grænum Varðberg ..ok takk hic !..en heyrru fylgir ekki forvarnatrygging með essu ? hic....ekki ..nú ??? ok láttu mig þá endilega hafa 2 kippur af Viking gylltum.
Þó svo að verðlun Ölgerðarinnar snúist um annarskonar forvarnir...þá er spurning að þessi fyrirtæki fari kannski að láta stórfé renna í forvarnir fyrir ungt fólk.....ha hmmm Oft er spurt þegar fátt er um svör.

?????
![]() |
Ölgerðin fær forvarnarverðlaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Mánudagur, 7. janúar 2008 (breytt kl. 14:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þessi blaðamaður komst af því að það sé líf á og fjör á íslandi í janúar þrátt fyrir stuttan birtutíma og kuldalegt væri um að lítast. Ég held að mikið af okkur íslendingum ættum að átta okkur á þessu eins og þessi bandaríski blaðamaður. Ég held að þetta sé gömul mýta að allir séu svartsýnir og myrkrið sé svo þrúgand og svo framvegis í janúar. Að mínu mati er ástæðan sú að það hefur verið svo mikið talað og skrifað um þetta og fólk fer að hegða sér eftir því og trúa og ýminda sér að allt sé svo dapurt, þungt, dimmt og erfitt. Þetta er hið mesta bull, janúar er mjög skemmtilegur, nýjir tímar nýtt ár framundan og ef við ákveðum það að janúar sé bjartur í hugum okkar og góður mánuður þá verður hann það. Myrkrið er ekki slæmt nema að við ákveðum það, það felst rómantík og spennandi dulúð sem gefur kraft í myrkrinu okkar hér á íslandi. Áfram Ísland.
![]() |
Hamingja á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Mánudagur, 7. janúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
![]() |
Margir óku framhjá slösuðum manni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Sunnudagur, 6. janúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þegar talið berst af snjóbyssum eins og í þessari frétt dettur manni alltaf snillingurinn og Dalvíkingurinn Jón Halldórs í hug.
Fyrir um hálfum öðrum áratug beitti Jón Halldórsson Dalvíkingur sér fyrir því að flytja til landsins snjóbyssu og þá skyldu ekki margir upp né niður í þessari hugmynd. Ég held að landinn hafi litið á þetta sem vitleysu eða gerði í besta falli góðlátlegt grín að hugmyndinni. Í dag gerir enginn grín að þessu og öll helstu skíðasvæði landsins keppast við að setja upp snjóbyssur á svæði sín eða eru þegar búin að því. Á þeim stöðum skiptir snjóframleiðslan öllu máli til þess að hægt sé að halda skíðasvæðunum opnum. Þarna tel ég að Jón hafi verið langt á undan sinni samtíð enda hugsjónarmaður mikill og þrautseigur með eindæmum. Jón Halldórsson var frumkvöðull í því að reisa skíðalyftu í Böggvisstaðafjalli við Dalvík 1972. Hann fékk með sér áhugasama menn og gengu þeir í hús og söfnuðu fé til að reisa hana. Fljótt var þessi lyfta of lítil og 1976 var bætt við toglyftu ofar í fjallinu, 1986 var ný lyfta reist í staðinn fyrir þá fyrstu við það stækkaði svæðið um helming og er svæðið eitt það fjölbreyttasta á landinu í dag. Samtals eru lyfturnar um 1200 metra langar.
Mér hlýnaði um hjartarætur þegar Jóni Halldórssyni sem enn starfar á fullu fjallinu var veitt viðurkenning á afhendingu verðlauna vegna íþróttamanns Dalvíkurbyggðar í safnaðarheimilinu þann 30 desember s.l. Viðurkenningin er fyrir ötult starf við uppbyggingu íþróttamannvirkja í Böggvisstaðafjalli.
Til hamingju Jón þú áttir þetta svo sannarlega skilið og meira til.
MYND AF SKÍÐASVÆÐINU
![]() |
Heimagerður snjór veldur vanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Laugardagur, 5. janúar 2008 (breytt kl. 13:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nú þarf að fara hægar......og í þetta skiptið er ég ekki að tala um flutningabílstjórann sem að lenti í óhappinu í kvöld...og ég er ekki að segja að þeir bílstjórar sem óku framhjá óhappinu hafi keyrt svo hratt að þeir hafi ekki tekið eftir slysinu eða ekki náð að stoppa.Nei ég er að tala um að við þurfum að hægja á okkur. Það getur ekki verið að allir þeir bílar sem ekið hafa framhjá slysum á sl. ári hafi verið að drífa sig á fæðingardeildina eða annað álíka. Við hljótum að hafa tíma til þess að sýna náungakærleik eða gefa okkur augnablik til að aðstoða þá sem þess þurfa. Mér finnst eins og að ég sé oftar og oftar að heyra af því að fólki sé alveg sama um náungann og hugsi eingöngu um eigið skinn.....það er eitthvað rangt við þetta. Losum okkur úr þessum fjötrum gefum af okkur, það er það sem skiptir máli í lífinu...verum til staðar fyrir aðra þá verður einhver til staðar fyrir okkur.
![]() |
Vöruflutningabíll fauk undir Hafnarfjalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Fimmtudagur, 3. janúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það er leiðinlegt að fá þessar fréttir frá Kræki en einhvern veginn hef ég fulla trú á að Henning og hans góða fólk eigi eftir að opna aftur en í annari og breyttri mynd. Þrátt fyrir þessa stöðu mála á þessum timapunkti erum við hér á Dalvíkinni bjartsýn á komandi ár ......enda enginn grætt á því að vera svartsýnn.
En ég má til með að setja nokkrar línur á blað um upplifun mína í gærkvöldi.
Fullt hús stiga fyrir einstaka matarupplifun í byrjun árs.
Okkur hjónum ásamt góðu fólki veittist sá heiður að kvöldi nýársdags að verða boðinn í árlegan nýársfagnað á Friðriki V. Þetta kvöld gefa meistarakokkar staðarins, Hallgrímur, Guðmundur og Friðrik ástríðunni lausan tauminn og ýmislegt er prófað með bros á vör. Eflaust eiga gestir staðarins á komandi ári eftir að fá að njóta margra listmunanna sem bornir voru á borð þetta einstaka kvöld.
Á þessu kvöldi þar sem farið var með gestina í rúmlega 5 tíma matarferðalag um okkar frábæra norðlenska hérað ásamt því að bregða okkur um stund til annara landa t.d Frakklands, Ítaliu, Spánar og Portúgal svo að eitthvað sé nefnt, fengum við að bragða á 23 mismunandi réttum ásamt kamapavíni, tveimur tegundum af hvítvíni, tveimur af rauðvíni, einni af portvíni,einni af eftiréttavíni og einni tegund af maltbjór. Ég ætla að nefna nokkra af réttunum rétt til þess að gefa innsýn í það sem boðið var uppá. Norðlensk kæfa, reyktur lax, þurrkað villisvínslæri sér innflutt frá Spáni, humarrisotto, humarcarpaccio, innbakaður humar í humarfarsi, rjúpusúpa, léttreykt andabringa með geitaosti og rúsínucapersmauki, blóbergsískrapi borinn fram á ísjaka, hægeldaður innanlærishreyndýravöðvi, villönd, heimagert konfekt, djúpsteikt skyr, súkkulaðikaka, ís og skyramisú. Réttirnir voru einhvern veginn svo fullkomnir og allir einstaklega fallega bornir fram. Það er ljóst að Friðrik, Adda, Karen og Axel, ásamt starfsfólki lögðu sig fram við að gera kvöldið ógleymanlegt og það skein í gegn að allir sem að þessu komu höfðu mikla ánægju af sem skilaði sér til gestanna. Andrúmsloftið skemmdi ekki fyrir, það var einstaklega afslappað og til að setja punktinn yfir iið í þeim efnum söng Margrét Eir undurfallega nokkur lög við undirleik Jökuls Jörgensens. Að lokum fengu allir gestir eð eiga diska sem voru sérframleiddir fyrir kvöldið og komu þeir frá Stjörnunni glergallerýi á Dalvík. Þetta kvöld undirstrikar það enn og aftur að Friðrik V. er veitingastaður í toppklassa og megum við norðlendingar vera stoltir af. Að hafa slíkan stað með fólki sem er í þessu ástríðunnar vegna skiptir alla matarmenningu á svæðinu miklu máli og styður svo sannarlega við hana í sem viðustu samhengi.
Gleðilegt og nýtt spennandi matarár.
P.s Takk fyrir okkur.
![]() |
Uppsagnir á Dalvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Miðvikudagur, 2. janúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Matarsíða áhugamannsins
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Sterk upplifun
- Dásamlegar Dagatalsdömur gleðja.....og gleðja.
- Skilaboð úr skjóðunni.....
- Chia Smoothie. Klárlega fyrir þig !
- Feykiholl kjúklinga og grænmetis súpa
- Ný uppskrift.! Hollt og gott rasp á Fisk eða kjúlla.
- Af hverju er ekki bara nóg fyrir okkur að hafa bara nóg. ?
- Dagur með ástinni þinni - Hvernig skal koma á óvart.
- Allt gengur betur.....Vertu jákvæður !
- 10 Fiskar - 10 hljómplötur.
- Sojan sigrar natríumbardagann við saltið
- Svarta kómedían lýsir upp skammdegið - Þrefalt húrra fyrir LA.
- Snyrtilegt og sárfyndið leikhús
- Kynþokki, rokk og ról - Leikfélag Akureyrar þorir !
- Matarupplifun í byrjun árs - Nýtt heimili.
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Apríl 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Af mbl.is
Greinar og skrif
Tenglar
Ýmislegt
- julli.is Mín síða
- Dalvík Staðurinn
- Fiskidagurinn mikli Stærsta matarhátíðin
- Matur og gleði Blogg á ensku um mat, viðburði og lífið
- Cool leikjasíða Kíktu á þessa
Matarsíður
- Matarlist Frábær vefur
- Berjavinir Allt um villt ber í nátturu íslands
- Slow food Samtök framtíðarinnar
- Matardagbók Ragnars Freys Snilldar síða
- Matur úr héraði
- Fylgifiskar Ein af mínum uppáhaldsbúðum / stöðum
- Freisting Góður vefur
- Ostabúðin Skólavörðustíg Ein góð
- Íslenskt grænmeti Toppaðu þetta
- Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson
- Matarsetur Matur saga menning
Vínsíður
- Vín og matur Skemmtileg síða um vín.....og mat
- Vín og matur blogg Vínkeðjan og fl skemmtilegt
- Vínbúðin ÁTVR
- Vínskólinn Vínskólinn
- Vínsíða Eiríks Orra Elsta vínsíða landsins
Veitingastaðir
- Friðrik V Einn besti veitingastaður landsins
- Þrír Frakkar Úlfar er snillingur
- Frábært kaffihús Flatbrauðið hans Þórólfs frá Lundi er eðall
- Halastjarnan Ohhhh á þennan eftir
- Strikið Flottur staður
- Greifinn Saltfiskpizzan góða
- Rub 23 Fyrrum Karolína
Tæki og tól
- Stjarnan glermunir Gerir matinn fallegri
- Fastus Heildverslun með tæki og tól
Uppskriftir
- Matseld Fullt af uppskriftum
- Uppskriftavefurinn Uppskriftir
- Kjarnafæði Kjarnafæðis uppskriftir
- Sjávarréttir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
Spurt er
Bloggvinir
- Atli Rúnar Halldórsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Pétur Guðjónsson
- Fiddi Fönk
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Pétur Björgvin
- Jónas Björgvin Antonsson
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Kafteinninn
- Hlynur Hallsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Snorri Sturluson
- Helgan
- Ómar Ragnarsson
- Bjarnveig Ingvadóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Lára Stefánsdóttir
- Gunna-Polly
- Þórður Ingi Bjarnason
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Blúshátíð í Reykjavík
- Ómar Pétursson
- Elfar Logi Hannesson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Guðjón H Finnbogason
- Kristín Einarsdóttir
- Íris Hauksdóttir
- Kjartan Pálmarsson
- DÓNAS
- Eyrún Elva
- Nonni
- Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir
- Ása Björg
- Anna Guðný
- Haraldur Davíðsson
- Ingunn Magnúsdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Guðrún Emilía Guðnadóttir