Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Matarmarkaðsstemmning, krúttleg fiskbúð á Sigló, og æfingamót í sjóstangveiði.

100_354214 - 16 maí s.l var haldið æfingamót hér á Dalvík í sjóstangveiði fyrir Evrópumótið sem verður haldið hér að ári. Þetta verður svokallað tegundamót, ekki mokveiðimót. Hér á myndinni vinstra megin eru eikarbátarnir Níels Jónsson frá Haug100_3574anesi, sem varð aflahæstur á æfingamótinu og Snorri frá Dalvík í hafnarmynninu rétt eftir að flautað var til leiks. Þar sem að þetta er tegundamót þá byrjuðu þeir að reyna við Marhnút og kola þar, sem að tókst því að einn lítill Marhnútur beit á agnið og nokkrir kolar. Það voru Skotar meðal keppenda og einn úr 100_3577þeirra hópi sigraði karlaflokkinn en Sigríður Kjartansdóttir sigraði kvennaflokkinn. Veðrið lék við keppendur báða keppnisdagana, en þess má geta að viku fyrr var hér brjáluð norðan stórhríð af verstu gerð. Úlfar Eysteinsson kokkur á Þremur Frökkum og Yfirkokkur Fiskidag100_3598sins mikla var annar af tveimur bryggjustjórum mótsins, hann á hús á Siglufirði og þurfti að skreppa þangað með dót og ég skellti mér með honum. Við komum við í fiskbúðinni á Sigló og það var skemmtileg upplifun og ég upplifi mig pínulítið eins og ég væri í Genoa á Ítalíu. Fiskbúðin er í kjallara á gömlu húsi, lítil þröng , krúttle100_3601g en skemmtileg aðstaða. Fyrst kemur þú inn þar sem að er afgreiðsluborð með ferskum fiski, hakki og fleiru, svo þröngur gangur og inn af honum lítið skot þar sem hægt er að setjast inn og snæða sviðkjamma og kartöflustöppu. Þar fyrir framan hanga síðan uppi um 20 kaffikönnur merktum ýmsum nöfnum, þarna eiga heppnir Siglfirðingar merkta kaffikönnu og droppa við í heimilislegri fiskbúðinni til að fá sér kaffi. Á myndinni hér til hliðar má sjá Úlfar og Ella Lúðubana sitja í matarskotinu góða.

S.l fimmtudag (Uppstigningardag) vorum við með matarmarkað á100_3660pallinum hjá okkur. Við vorum með Sítrónusmjör, rauðlaukssultu, eplakanilssultu, chillilaukmarineringu, léttsaltaðan saltfisk, hnakka og sporða, Sushi, saltfiskrétt í eldföstum mótum sem fylgdu með, fiskisúpu, grill100_3662pylsur Friðriks V.á Muurikka pönnu og fleira. Markaðurinn gekk alveg hreint ljómandi vel og það er ljóst að við verðum með fleiri markaði. Í dag laugardag kom loksins smá væta úr lofti ....gott fyrir gróðurinn og þá er líka gott að bardúsa innandyra og við nýttum okkur það fyrir næsta markað, við gerðum eina uppskrift af sítrónusmjörinu góða sem seldist upp á stuttum tíma á markaðinum o100_3704g að auki nýja vöru grillaðar paprikur í hvítlauksolíu.


100_3648100_3708100_3664


Ferming á faraldsfæti, kjammar í klípu, guðdómlegt konfekt og fleira ætilegt

Í þessari færslu koma 100_3318fyrir sviðakjammar í afmælisútfærslu, guðdómlegt Belgískt konfekt, japanskt viskí, ferming á faraldsfæti og fleira ætilegt.

í byrjun maí var okkur boðið í fermingu eða rétta sagt annan í fermingu. Hann Sturla Holm Skúlason , sonur Lindu Holm og Skúla Péturssonar veiðimanns og villbráðaeldmanne100_3320skusnillings hélt aukaveislu fyrir norðan í "Sumarhöllinni" að Ásvegi hjá Guðnýju og Sigga. Að sjálfsögðu var villibráð sem að þeir feðgar höfðu veitt og eldað. Hér sjáum við matseðilinn, þið getið klikkað á myndina tvisvar sinnum og þá fáið þið hana stærri og eigið að geta lesið seðilinn. Þetta var afar ljúffengt og á100_3328hugaverðast þótti mér  gæsasúpan, bragð og áferð var einhvern veginn hárrétt og því telst hún að mínu mati vera "gæsasúpan", marineruð gæsafóörn, afar þéttir bitar, bragðið himneskt og kraftmikið og síðan voru það lundahjörtun sem búið var að handplokka himnuna af og þau voru síðan flamberuð, afar ljúffeng -  bráðin greinilega fullnýtt. 100_3331Eftir að fermingarveislunni var lokið færði Sigurður húsbóndi okkur eitt það besta konfekt sem ég hef á ævi minni bragðað, hann var nýkominn heim frá Belgíu og keypti þar nýunnið handgert konfekt sem betur fer Smilevar það með frekar stuttan geymslutíma og því var ekki eftir neinu að bíða en að njóta þess strax. Það var bragðgott, fallegt og samsetningin góð. Ég fann heimasíðuna þeirra www.godiva.com100_3338. Sigurður húsbóndi lumaði á öðru sem hann deildi síðan með okkur, en hann byrjaði ekki fyrir svo löngu að safna viskíi og nú var farið að leyfa okkur að smakka. Ég er ekki mikill viskí maður en það var mjög gaman að dreypa örlítið á nokkrum tegundum og velta fræðunum fyrir sér og é100_3323g er ekki frá því að ég sé mun nær því að fá áhuga á þessu heldur en ekkiTounge Nýjasta flaskan hans, sem að hann opnaði þarna um kvöldið var 10 ára Single malt frá Japan. Ég sem hélt að góð viskí kæmu bara frá SkotlandiFootinMouth en Japanir þykja víst góðir í þessu og k100_3343emur engum á óvart þegar matur og drykkir eiga í hlut. Síðan komu Bowmore,Highland Park, Johnny Walker, Laprrohaig og fleira gott. í lokin fengum við að smakka Lettneskt og Thailenskt og óbragðið af því finn ég enn einhversstaðar í innstu bragðkirtlum. 12. maí s.l átti Gréta mín afmæli og ég ákvað að elda eitthvað skemmtilegt og síðan var smá eurovison stemmari á eftir. Matseðillinn var grillaður humar, sviðakjammar 100_3426í klípu, og léttsaltaðar saltfiskur með rauðri sósu , brauð og meðlæti. Með þessu drukkum við afar gott lífrænt ræktað hvítvín. Sviðin komu verulega á óvart og þau verð örugglega gerð aftur. Ég setti í skál frekar smátt skorinn, venjulegan og skallottlauk,venjulegar og sætar kartöflur,  ferskt úr ræktuninni garðablóðberg og timian, smá olíu og salt..blandaði þessu vel saman og lét það bíða u100_3438m stund. Bjó til umslög úr álpappír setti aðeins af blöndunni í botninn og sviðakjammann á og svo ágætlega af blöndunni ofan á hann, lokaði umslaginu og setti aukalag af álpappír utan um, inn í 200 gr heitan ofn í 2 tíma og kláraði það svo á grillinu í 30 mín eða svo. Saltfiskurinn var eitt gott flak sett í eldfast mót sósunni hellt yfir og inn í ofn í 15 mín á 180 gr ) Léttsaltaði fiskurinn þarf minni tíma í ofni 100_3440en venjulegur saltfiskur) Sósan: 1 krukka Bruscettina with chilli frá Sacla, 2 skallottlaukar, 5 hvítlauksgeirar, 1/4 bolli svartar olífur og fersk basilika, 1/2 bolli brie ostur og einn bolli rifinn eða smátt skorinn parmesanostur. Laukarnir og ólífurnar steiktar í potti með örlítilli olíu, því næst er innihaldi krukkunnar og ostunum skellt útí hitað að suðu en hrært stöðugt í á meðan. Með saltfiskinum var brauð og lime og vorlauksgrjón, venjuleg grjón soðin, vorlaukur smátt skorinn settur út í að 100_3453suðu lokinni og lime safi eftir smekk. Í eftirrétt var ferskur ananas (Undir áhrifum frá Jamie Oliver) Ananasinn er skorinn í þunnar lengjur og settur á fat, fersk mynta og sykur marin í morteli eða í matvinnsluvél og þessu dreift yfir og látíð bíða í ísskáp um stund. Sumum finnst gott að finna fyrir sykrinum og öðrum ekki og biðtíminn ætti þá að miðast við það. Að lokum tók ég gríska jógúrt hálfa dollu, ca. msk af lime safa og 1 tsk agave sýróp, hrærði saman og blöndunni er dassað yfir ananasinn áður en að hann er borinn fram. Gestir sitja við fatið og allir borða beint af því með fingrunum, ég mæli með þessum rétti á pallinn í sumar, hann er ferskur og lúmskt góður.


Dásamlegt deig - Skemmtileg skinka - Krambúleraður kjúlli.

100_3170Fyrir nokkru prófaði ég deig, uppskrift frá Nönnu Rögnvaldsdóttur http://nannar.blogspot.com/ og mér líkaði það mjög vel. Ég bakaði fjórum sinnum úr því. Ég er að má segja nýgræðingur í bakstri sérstakleg brauðbakstri og þetta deig kveikir í mér og það er gott að æfa sig á því, svona bakstur þarf þolinmæði og ást. Eins og má sjá á myndinni hér vinstra megin lyfti það sér mjög vel.100_3186 Hin myndin er af grænmetispizzu sem ég skellti á í morgunmat, þægilegt þegar deigið er tilbúið í skápnum, bara klípa af því og skella í bollur eða hvað sem er. því meira sem ég les og skoða af því sem að Nanna gerir þá er ljóst að það er erfitt að halda aftur af tilfinningunum...já matarástin er snúin  SmileWink .
100_3217
Reykt parmaskinka.Guðmundur í 24 ( Ég á heima í 13) skellti sér um daginn í vinnuferð til Portúgal og kom heim með ( Það kallast að smygla) dágóðan bita af reyktri Parmaskinku...mmmm. Hann vær svo vinsamlegur að breggggða sér yfir í 13 og leyfa okkur að njóta smyglvarningsins, og það var sannarlega áhættunnar virði....eins og maðurinn sagði mikið gott og mikið gaman.

100_3192Ísskápa og frystikistugrams á laugardegi...Þessi laugardagur var einn af þessum dögum þar sem að ekki var alveg búið að ákveða hvað í matinn skyldi hafa. Ég tók kjúklingaleggi sem ég hafði keypt á "Ofurtilboði" í búðinni upp úr frystikistunni og þegar leið að matarundirbúningstíma fór ég rúnt um ísskápinn og týndi út úr honum lauk,kartöflur, sætar kartöflur, gulrætur, sykurbaunir,hvítlauk100_3202, engifer, sveppi og vorlauk sem ég skar í hæfilega bita. Því næst brúnaði ég kjúklinginn örlítið í olíu á pönnu og tók svo eldfast mót og þakti það með álpappír, setti í botninn, lakkrísrót, kóríanderfræ, soja og worshestersósu, ásamt garðablóðbergi. Ég setti síðan kjúllan og allt sem ég skar niður, ásamt matskeið af púðursykri, salti og pipar...ásamt meira af því sem ég setti í botninn í skál og blandaði vel saman, setti í mótið og vel af  álpappír yfir, þannig að heildin varð að böggli sem passaði í eldfasta mótið.  
100_3209100_3210










Næsta færsla - Fermingarveisla á faraldsfæti.


Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband