Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Vandað barnaefni ?

Sveppi ætlar  að skemmta börnum á Stöð 2 í vetur, það er ekki byrjað að sýna efnið og því er ekki hægt að tjá sig um það, en það segir í fréttinni að búið sé að taka upp 20 þætti og það hafi verið gerti á viku í og eins og Sveppi segir "við tókum þetta á geðveikinni". Megum við eiga von á 20 vönduðum þáttum fyrir börnin ? vonandi en hljómar ekki vandað. Af því að ég er byrjaður að velta vöngum um þetta þá finnst mér líka dálítið öfugsnúið að einstaklingur sem er m.a þekktur fyrir fíflagang sem hæfir ekki börnum sé farinn að sjá um barnaefni.  Ég veit að hann kann og getur og hefur sýnt það m.a í Kalla á þakinu og í söngvastundinni okkar en það þarf stöðugt að hugsa um  hvað við bjóðum börnunum okkar uppá. Vonandi er þetta vitleysa í mér og að börnin okkar geti áfram notið vandaðs og vel framsetts barnaefnis á Stöð 2 líkt og þegar Afi sá um það.
mbl.is Sveppi skemmtir börnunum á Stöð 2 í vetur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju.

Friðrik V. og fjölskylda, Akureyringar, Eyfirðingar og landsmenn allir.

Nú hefur enn ein rósin bæst í hnappagat Friðriks V. og fjölskyldu er þau voru tilnefnd fyrir Íslands hönd til heiðursverðlauna ársins fyrir nýjan norræna mat og matargerðalist sem norræna ráðherranefndin stendur fyrir. Sjá frétt af mbl.is.  Þessi tilnefning er mikilvæg fyrir norðlenska matargerð og finnst mér ástæða að óska þeim og þá sérstaklega Akureyringum til hamingju með hana, og einnig óska ég Akureyringum og Eyfirðingum öllum til hamingju með hið nýja og glæsilega veitingahús Friðriks V. Opnun veitingastaðarins og sælkeraverslunarinnar er afar sterkt fyrir Akureyri og norðlenska matarmenningu og mun án efa styrkja veitingabransann í heild. Friðrik V. er mikill listamaður og ég held að þeir sem halda utan um tilnefningar og veitingar á listamönnum bæjarins ættu að huga að þessum einstaka listamanni sem fremur sínar gjörðir í listagilinu góða. Þessi nýjung í veitingahúsaflórunni og ferðamennskunni á norðurlandi, ásamt áðurtalinni og öðrum viðurkenningum sem FriðrikV. hefur hlotið er verðmætara heldur en margur heldur.

 Verðlaun veitt fyrir norrænan mat.

"Tilnefningar hafa borist til heiðursverðlauna ársins fyrir nýjan norræna mat og matargerðarlist, sem norræna ráðherranefndin stendur fyrir. Þema verðlaunanna, sem verða veitt í fyrsta sinn á þessu ári, er ferðaþjónusta og svæðisbundin uppbygging. Veitingahúsið Friðrik V – á Akureyri er tilefnt af hálfu Íslands. Að auki eru tilnefnd Íshótelið í Jukkasjärvi í Svíþjóð, Hanne Frosta eigandi veitingastaðarins På Høyden í Björgvin í Noregi, Læsø saltverksmiðjan í Danmörku, ritstjórn matartímaritsins Viisi Tähteä í Finnlandi, Esben Toftdahl, forstöðumaður á Grænlandi og uppskeruhátíðin á Álandseyjum. Tilkynnt verður hver hlýtur verðlaunin, sem nema 100.000 dönskum krónum eða jafnvirði 1,2 milljóna íslenskra króna, þann 12. október. Markmiðið með verðlaununum er að heiðra og styðja við stofnun eða einstakling sem hefur lagt mikið að mörkum við að kynna, þróa og vekja athygli á gildum og tækifærum sem felast í norrænum matvælum og norrænni matargerðarlist."


Blað allra landsmanna

Góð hugmynd .........fyrir þá sem búa á svæðinu. Ég og margir héðan hafa oft rennt fram og til baka á landsleik og þykir ekki mikið mál 5 tímar fram og 5 tímar til baka. En svona fyrir landsbyggðarmenn hefði verið betra að fá þetta einstaka tilboð fyrr........en flestir hugsandi menn eru búnir að ná sér í miða eða verða bara heima undir þaki - Áfram Ísland
mbl.is Morgunblaðið býður áskrifendum á landsleikinn í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég held með Fjölni........

Eflaust eru skiptar skoðanir um þetta mál og mörgum finnst að samningar eigi að standa.....en halló halló...þora FH ingar ekki að leyfa þeim að vera með ? Atli og Heimir hafa verið á mála hjá FH eru síðan lánaðir til Fjölnis og hafa staðið sig vel og FH leyfir þeim síðan ekki að njóta ávaxtanna..LélegtFrown  Það er ljóst að FH er ekki að hugsa um sína leikmenn. Ég skora á alla að mæta á völlinn og hvetja Fjölni, ég er nokkuð viss um að Fjölnir vinnur þenna leik 2 - 1...segi og skrifa tvö eitt fyrir Fjölni.  Ég var búinn að sjá þetta fyrir mér að minn maður Dalvíkingurinn Atli Viðar Björnsson spilaði leikinn en hann verður bara að fagna með sínum Fjölnismönnum eftir leik - Áfram Fjölnir - Áfram Ísland.

P.S Ég hef nú haft taugar til FHinga fyrir margar sakir...en þær taugar eru slappar þessa stundina.Grin  
mbl.is Atli Viðar og Heimir verða ekki með Fjölni í úrslitaleiknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjaldan eða aldrei...

Þó að ég hafi ekki gert rannsókn á því en þá held ég að sjaldan eða aldrei hafa eins góðar myndir verið í forvali hér heima fyrir Óskarinn. Þeir sem hafa atkvæðisrétt eru ekki öfundsverðir af hlutverki sínu. Ég tel að við séum á hraðri uppleið í kvikmyndagerð og ný og fersk kynslóð kvikmyndagerðarmanna með þor sé að taka við. En nú er kominn tími fyrir okkur að leyfa Óskari að sjá handbragðið á rammíslenskum arinhillum...sendum Astrópíu....Áfram Ísland.
mbl.is Og Óskarinn hlýtur...
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta frétt ?

Ég er þess fullviss að Einar Bárðarson myndi ekki velja fimm stráka í í hljómsveit sem gætu ekki sungið bara ef þeir væru synir þekkts fólks. Þessir krakkar eru í þessari mynd og öðrum eru þar vegna hæfileikanna og við eigum öll eftir að fá að njóta þess að horfa á sömu einstaklinga jafnt á sviði, hvíta tjaldinu eða annarsstaðar og verða stolt af þeim. Skrýtin frétt. Ég er spenntur fyrir myndinni og gaman að við á Íslandi séum að frumsýna nýja mynd þegar það er svo stutt frá því að snilldin "Astrópia" leit dagsins ljós.....Áfram Ísland.


mbl.is Börn þekktra Íslendinga áberandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til umhugsunar

Til umhugsunar í rokinu.

Charles Schultz er höfundur teiknimynda syrpunnar Peanuts.
Þú þarft ekki að  svara spurningunum. Lestu verkefnið og þér mun verða þetta ljóst:
 
1. Nefndu fimm auðugustu einstaklingana í heiminum.
2. Nefndu fimm síðustu sigurvegara í fegurðarsamkeppni Evrópu.
3. Nefndu tíu einstaklinga, sem hafa unnið Nobels verðlaunin.
4. Nefndu sex leikara og leikkonur, sem unnu Óskars verðlaunin á síðasta ári.
 Hvernig gekk þér? 

Niðurstaðan er, að enginn okkar man fyrirsagnir gærdagsins. Þetta eru ekki annars flokks afreksmenn. Þeir eru þeir bestu á sínu sviði.En klappið deyr út.Verðlaunin missa ljómann. Afrekin eru gleymd. Viðurkenningarnar og skírteinin eru grafin með eigendum sínum. Hér eru nokkrar aðrar spurningar. Sjáðu hvernig þér gengur með þær: 
1. Skrifaðu nöfnin á fimm kennurum sem hjálpuðu þér á þinni skólagöngu.
2. Nefndu þrjá vini, sem hafa hjálpað þér á erfiðum stundum.
3. Nefndu fimm einstaklinga, sem hafa kennt þér eitthvað mikilvægt.
4. Hugsaðu um fimm einstaklinga, sem kunnu að meta þig að verðleikum.
5. Hugsaðu um fimm einstaklinga, sem þér þykir gott að umgangast.  
Auðveldara?
 
Lexían: Fólkið sem skiptir þig mestu máli í lífinu eru ekki þeir, sem hafa bestu meðmælabréfin, mestu peningana eða flestu verðlaunin. Heldur þeir, sem finnst þú skipta mestu máli. Hafðu ekki áhyggjur af því, að heimurinn sé að farast í dag. Það er nú þegarmorgun í Ástralíu. (Charles Schultz)     

Dásamlegir hálfvitar....geta þeir unnið stelpurnar ?

Það þurfti nú ekki þetta snilldarútspil hjá Ljótu Hjálfvitunum til að uppgötva hvað þeir eru nú dásamlegir "Ljótu hálfvitarnir". En mig rámar nú í að ég hafi leikið knattspyrnu með einhverjum úr þeirra hópi, einn hekdur með Leeds og annar með Arsenal þannig að þið getið nú séð hverslags fótboltamenning ríkir innan hópsins og því ætti að vera leikur einn fyrir stúlkurnar að rúlla þeim upp, að vísu kom þessi sem heldur með Arsenal á óvart hvað hann gat, en Leedsarinn hékk frammi og þar sem að enginn var dómarinn í fyrrnefndum leik...skoraði hann nokkur "rangstæðumörk.  Nú er bara að vona að Völusngsstúlkur vinni leikinn, svo að við fáum að sjá snilldarleik sem ætti pottþétt að toppa Nördaleikina sem hér hafa verið spilaðir undanfarið, bæði hvað skemmtanagildi varðar og eins aðsóknarfjölda.......síðan skemmir nú ekki að fá tónleika á eftir með sætu hálfvitunum....og ég er þess fullviss að stelpurnar toppa þá ekki á sviðinu...þar eiga þeir heima
mbl.is Hálfvitar heita á Völsungsstúlkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjánaskapur og þröngsyni

Eflaust er þetta ágæt hugmynd sem hér er rætt um í fréttinni. Mér finnst þessi fréttaflutningur af þessu leiðndamáli í heild orðinn alltof neikvæður og þá sérstaklega fyrir Grímseyinga sem hafa ekkert unnið til saka í þessum máli nema að vera til og guði sé lof fyrir það. Ég hef verið að rekast á neikvæð skrif í blöðum og á bloggi um Grímseyinga út af þessu máli....það er mikill bjánaskapur og þröngsýni. Grímseyingar eru snillingar og dásamlegir heim að sækja og ísland og  íslenskur kúltúr væri fátækari án þeirra.  Ef að aðilar hættu nú að benda á hvorn annan og viðurkenndu mistök sín færi kannski eitthvað markvert að gerast....en gleymum því ekki að Grímseyingar eru fólk með tilfinningar og þeir bera virðingu fyrir eyjunni sinni. Áfram Grímseyingar.
mbl.is Vilja óháða nefnd um Grímseyjarferjumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband