Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Geggjuð mæting í gær

Áfram með smjörið.....
Þeir sem lásu síðustu færslu sáu að við stefndum mannskap í garðinn hjá Adda og Nonna í Bárugötunni á Dalvík, heimabæ Friðriks Ómars til upptöku á stuðningsmyndbandi til að senda til hópsins í Serbíu. Hugmyndin kviknaði í hádeginu í gær og fyrsta smsið um að mæta kl 16.00 fór út kl 14.15.....og viti menn kl 16 voru 200 manns á öllum aldri mættir...vááá samhugurinn er mikill og máttur smsins öflugur.

Mannskapurinn dansaði í garðinum við "This is my life" með blöðrur, hljóðfæri og skilti. Sendum skilaboð sungum og fleira. Afraksturinn kemur hér inn um leið og það er búið að klippa efnið til við lagið okkar. Ég set slóðina af youtube vefnum hér inn um leið og þetta er klárt.

Nánari dagskrá Eurovsion vikunnar í Dalvíkurbyggð kemur hér inn í dag eða á morgun, skemmtanir, tilboð í verslunum og getraunir sem verða senda á öll heimili og fleira.

Áfram Ísland - Áfram Eurobandið - Áfram Friðrik Ómar - Áfram Regína Ósk



mbl.is Eurobandið í sveiflu í Belgrad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stuðningsmyndband

.....Klukkan 16 í dag ætlum við að taka upp stuðningsmyndband til að senda til Serbíu og setja á vefinn. Við verðum með blöðrur, skilti, fána og fleira...skellum upp litlu Eurivision balli í garðinum hjá Adda og Nonna í Bæarugötunni...mætum öll....... látið boðin ganga.

Áfram Ísland - Áfram Eurobandið.

Fyrir ykkur hin sem komist ekki þá læt ég slóðina af Youtube vefnum sem myndbandið fer inná hér inn um leið og þetta verður tilbúið.

Eurovision blogg II

Allt að gerast...meira um það næst.

Í síðasta bloggi gerði ég spá....núna ætla ég að lista upp uppáhaldslögin mín....ekki spá. Að sjálfsögðu fyrir utan okkar framlag " This is my life" sem er bara geggjað í flutningi þeirra Friðriks Ómars og Regínu Óskar.

Hér koma 10 uppáhaldslögin mín í Eurovison þessa stundina....engin sérstök röð.
Noregur
Armenía
Úkraína
Búlgaría
Rússland
Slóvenía
Danmörk
Finnland
Grikkland
Serbía


...og svo eitt fyrir son minn....Sjóræningjarnir frá Lettlandi.

Eurovision blogg

Nú styttist í Eurovision.
Nú breyti ég mínu bloggi í Eurovision blogg fram yfir 24. maí. Hér í mínu byggðarlagi, heimabyggð Friðriks Ómar stöndum við svo sannarlega með okkar manni og hans fólki. Hér er hópur stuðningsaðila að breyta bænum í Eurovision þorp frá 22. maí - 24. maí. Skreytum bæinn, stuðningsskilti út í glugga, grill,  eurovisonfjölskylduball þar sem við dreifum árituðum veggspjöldum og geisladiskum frá Eurovisionförunum og margt fleira verður gert sem ég mun segja frá hér á blogginu. Allt miðast þetta við laugardaginn 24. maí því við VITUM OG TRÚUM því að Ísland kemst upp úr undanúrslitunum. Flugeldarnir eru klárir fyrir laugardagskvöldið 24. mai - Áfram Ísland - spennið beltin.

Ég hef áður skrifða um Eurovison keppnina sem að allir elska eða elska að elska ekki. Mín skoðun er sú að lang lang stærsti hluti þjóðarinnar hefur gaman af kepnninni og fylgist vel með og nýtur þess, svo koma nokkrir sem hafa gaman en vilja ekki tala um það ( Felu Eurovison aðdáendur ) og svo kemur örlítil prósenta sem hefur ekki gaman og við verðum nú að virða það. Ég hef gaman af Eurovison og hvað þá núna þegar Friðrik Ómar er að keppa. Það eru mörg ár síðan að ég sagði við hann þá hálfgerðann gutta hér á Dalvík " Þú átt einhvern tímann eftir að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision" og nú er komið að því og ég er sannfærður um að þau komast áfram...ég bara veit það og hafið mín orð fyrir því.

Ég er líka búinn að skoða öll lögin og hlusta nokkuð á þau. og ætla að leyfa mér að koma með spá:

Spáin mín fyrir Eurovision 2008

20 mai - 10 löndin sem komast áfram fyrra undanúrslitakvöldið.
Finnland
Grikkland
Pólland
Bosnia Hersegovina
Slóvenía
Andorra
Azerbatian
Rússland
Noregur
Armenía

22. maí - 10 lönd sem komast áfram seinna undanúrslitakvöldið - Spennan Magnast
Ísland
Búlgaría
Danmörk
Úkraina
Latvia
Ungverjaland
Malta
Kýpur
Hvíta Rússland
Georgía

24. mai

5 efstu löndin á lokakvöldinu - Set þau ekki í sérstaka röð.
Búlgaria
Rússland
Ísland
Slóvenía
Lettland

5 næstu lönd - Fra 5 - 10 - Set þau ekki í sérstaka röð
Finnland
Danmörk
Azerbatian
Ukraina
Noregur

Prik föstudagsins

Prikavikan að taka enda :(

Prik dagsins fá nokkrir úr mínu byggðarlagi:

Elvar Reykjalín og fjölskylda hjá Ektafiski og Ektaréttum í Dalvíkurbyggð fyrir mikla elju og dugnað við að koma frábæru hráefni á framfæri. Það nýjasta hjá þeim er algjör snilld Gullkistan, trékistill með óútvötnuðum Ekta saltfiski.

Kaldakempurnar Agnes og Óli í Bruggsmiðjunni á Árskógssandi í Dalvíkurbyggð. Prikið er ekkert endilega fyrir flösku númer milljón eða góðan bjór. Heldur  handa þeim sjálfum fyrir að snúa vörn í svaka sókn og trúa á hugmyndina sína. 

Bernd á Þverá. Bernd brúðgerðamaður er einstakur listamaður og það er frábært að hafa hann hér í byggðarlaginu okkar. Ég hef verið að benda hópum að fara í heimsókn til hans og fengið miklar þakkir fyrir frá því, fólk kemur brosandi og agndofa til baka. 

Góða helgi


Prik fimmtudagsins

Ég vil þakka fyrir góð viðbrögð við þessum prikaskrifum og hugmyndinni og hvet alla til að halda áfram að skrifa jákvætt. Ein kona sem ég hitti á Akureyri í gær sagði við við mig "váá þetta er svo erfitt, það er miklu auðvledara að tuða eitthvað" Það er kannski erfitt fyrst, en málið er að það er svo margt neikvætt í kring um okkur að það er auðveldara að sjá það. Ég sagði henni að þetta væri æfing. Æfingin skapar meistarann.

Prik fimmtudagsins fá:

Allir þeir sem bera virðingu fyrir lífinu, náunganum og umhverfinu. Þeir sem gefast ekki upp andspænis vaxandi mengun og umhverfisspjöllum heldur leita leiða til að vernda og hlúa að því sem lifir, andar og grær. Gefum liljum vallarins og fuglum himinsins gaum.

....Helgi Vilhjámsson í Góu sem hefur í langan tíma barist fyrir málefnum lífeyrisþega...og aldrei gefist upp.

Í lokin í dag fá hjúkrunarfræðingar og aðrir þeir sem standa fyrir göngunni "Gengið gegn slysum" Afar merkilegt og virkilega þarft framtak.

Njótið dagsins og gefið nú knús í dag.


Prik miðvikudagsins

Það hefur verið frábært að sjá við um bloggið hve mergir hafa tekið áskorun um að gefa prik og taka þar með þátt í prikavikunni. Það væri líka hægt að hafa það reglu að til að fá að hafa blogg verði maður að skrifa eitthvað jákvætt einu sinni í viku...ég segi bara svona. Wink

Prik dagsins í dag fá:

Lögreglan á íslandi, sem stendur sig oftast vel, sem er hér fyrir okkur og leggur oft mikið á sig í erfiðri vinnu sem fæst af okkur þekkja. Þó við séum ekki alltaf sammála um aðgerðir eða aðferðir þá verðum við að hugsa jákvætt til þeirra. Við vitum aldrei hvenær VIÐ þurfum virkilega á henni að halda...og við við viljum að hún sé til staðar þegar við hringjum eða köllum eftir hjálp.

hafið góðan dag.......og ekki spara knúsin.

 

Prik þriðjudagsins

Hugmyndin að Prikavikunni fór alveg ágætlega af stað...jafnt á bloggi sem annarsstaðar.

Prik dagsins í dag fá:

Fá allir sem brugðust við hugmyndinni og hugsuðu jákvætt og fóru að gefa prik og velta því fyrir sér...hvað stundum er erfitt að finna eitthvað jákvætt til að skrifa um.....en þetta er bara æfing......það er allt fullt af jákvæðum hlutum og jákvæðu fólki í kring um okkur.....við þurfum bara að opna augun örlítið betur...og kannski hjartað líka. Málið er að við erum vön í okkar öfluga fjölmiðla og bloggheimi að lesa og finna fyrir því að meirihlutinn af því sem fram er boðið er með neikvæðum takti.

......þið sem skrifuðuð svo fallega í athugasemdir í gær fáið prik....ég ætlaðist nú ekki til að ég yrði prikaður....en þetta var samt yndislegt að finna jákvæðnina í garð þessarar hugmyndar.

Grunnskólakennarar landsins fá prik frá mér í dag. Þeir eiga það svo sannarlega skilið fyrir mikið, öflugt og oft á tíðum ósanngjarnt hugsjónarstarf. Kennarar eru ótrúlegt fólk og oft á tíðum vita foreldrar barna í grunnskólum ekki hve starfið er mikið og erfitt.

....að lokum fær Páll Óskar prik í dag frá mér...maðurinn er einfaldlega snillingur, trúr sínu og það skilar honum árangri

Verið dugleg að breiða út prikaboðskapinn og prófið ykkur áfram....ekki endilega opinberlega að finna einhverja sem þið teljið að eigi skilið að fá prik á hverjum degi í 7 daga....það er góð æfing....næst er svo að segja það upphátt.....það er aldrei of mikið af hvatningu eða jákvæðum skrifum.

Gangið hnarreist og glöð ínn í daginn....og þið munuð uppskera eins og þið sáið.

Prik mánudagsins

....þegar ég gekk út í vorið í morgun og fann ilminn, fuglasönginn og taktinn.....datt mér í hug að þessa vikuna yrði prikavika á blogginu mínu......á hverjum degi nefni ég einhverja sem mér finnst eiga skilið að fá prik dagsins einn eða fleiri skiptir ekki máli....og ég ákvbað að skora á alla bloggara að gera slíkt hið sama.

Kæri bloggari.

Áskorun....Prikavika í bloggheimum .....nú gefum við prik dagsins alla þessa viku í bloggheimum. Þú finnur eitthvað jákvætt, einstaklinga eða hópa sem hafa staðið sig vel.....og þeir fá prik dagsins......  P.s skoraðu á sem flesta að taka þátt


Prik dagsins hjá mér fá:

Edda Mjöll Karlsdóttir femingarbarn í Rvík sem afþakkaði gjafir og benti á barnaspítala Hringsins. Það var viðtal við stúlkuna í Kastljósinu þann 30. apríl. Dásamleg hugsun hjá nútíma unglingi...allir á öllum aldri ættu að taka hana til fyrirmyndar.

Þórólfur Árnason fær prik númer tvö í dag. Þórólf þekki ég ekki neitt, en hef hitt hann tvisvar sinnum. Þegar ég hitti hann fyrst áttaði ég mig á því hvað þarna væri virkilega vandaður maður á ferð. Seinna kom hann fram í Kastljós þætti Evu Maríu Jónsdóttur og þá sannfærðist ég. Maðurinn er einstaklega heill, heiðarlegur og traustur. Það var vont fyrir Reykvíkinga að missa hann úr Borgarstjórastólnum........ fyrir litlar sakir....það var viðtal við Þórólf hjá Gesti Einar og Gúðrúnu Gunnars áðan og þá rifjaðist þetta upp fyrir mér.

Til hamingju prikarar dagsins.......

...það er alltaf hægt að finna einhvern til að gefa prik dagsins.....hugsum jákvætt gefum prik. 

« Fyrri síða

Um bloggið

Matarsíða áhugamannsins

Blogg um mat og drykk í sem víðustum skilningi.

Áhugamaðurinn

Júlíus Garðar Júlíusson
Júlíus  Garðar Júlíusson

Um síðuna

Nýjustu myndir

  • iStock 000014807979XSmall
  • iStock 000019931963XSmall
  • iStock 000018872168XSmall

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Spurt er

Hvað borðar þú fisk oft í viku

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband